Vera - 01.07.1994, Side 7

Vera - 01.07.1994, Side 7
kvenna var þá eftir en það var kosningaréttur og kjörgengi til Alþingis. Framundan voru bæjar- stjórnarkosningar og konur sáu að nú var tæki- færi til að sýna og sanna að þær ættu erindi í pólitík, að þær vildu aukin réttindi og myndu nýta þau. Þegar hér var koniið sögu var mikill skriður kominn á kvenréttindabaráttuna. Kven- réttindafélag íslands hafði verið stofnað 1907 sem kosningaréttarfélag í tengslum við alþjóða- hreyfmgu kvenna, en konurnar í Hinu íslenska kvenfélagi vildu ekki breyta sínu félagi, leggja h'knarstörfin á hilluna og snúa sér eingöngu að réttindamálum kvenna. Það breytti þó ekki því að félagið var til í kosningaslaginn og tók for- rnaður félagsins, Katrín Magnússon, sæti efst á kvennalistanum sem vann frækilegan sigur í kosningunum 1908 er fjórar konur settust fyrst- ar kvenna í bæjarstjórn Reykjavíkur. Kvenfélagasamband ver&ur til A næstu árum var baráttan fyrir kosningarétti og kjörgengi til Alþingis efst á baugi, en er hann náðist 1915 áttu kvenfélagskonur drjúgan þátt i þeirri ákvörðun að minnast kosningarétt- arins með því að reisa landspítala og söfnuðu fé til hans. Næstu áratugina sinnti félagið ýmsum félagsmálum, beitti sér fyrir húsmæðrafræðslu og húsmæðraskólum og loks var þáverandi for- maður félagsins Ragnhildur Pétursdóttir fremst í flokki þeirra sem vildu sameina öll kvenfélög landsins í eitt kvenfélagasamband, sem varð að veruleika 1930. Forystukonur kvenfélaganna vildu fá húsmóðurstarfið viðurkennt sem starf sem krefðist menntunar og því var eitt helsta baráttumál þeirra að komið yrði á skipulagðri húsmæðrafræðslu. Húsmæðraskólar risu um allt land en breyttir þjóðfélagshættir kipptu grundvellinum undan þeim er konur tóku að streyma út á vinnumarkaðinn og afla sér ýmiss konar starfsmenntunar upp úr 1960. Það má segja að með þróun Kvenfélagasambandsins, þjóðfélagsbreytingum og nýjum félögum af ýmsu tagi hafi saga Hins íslenska kvenfélags verið öll. Það er mikið vatn runnið til sjávar frá því að synjun konungs á fruntvarpi um stofnun há- skóla á íslandi kveikti þann eld sem varð til þess að fyrsta kvenréttindafélagið var stofnað sem um leið var líknarfélag. Af félaginu og þeim konum sem þar störfúðu er mikil og merkileg saga sem enn er óskráð. Sú saga minnir okkur á að kvennabarátta nútímans á sér tætur og að við eigum öllum þessum konurn mikið að þakka. Það minnsta sem við getum gert er að halda minningu þeirra á lofti og kynna verk þeirra þeim kynslóðum íslendinga sem eiga eftir að vaxa úr grasi. Sagan er til þess að læra af henni og til að gefa okkur viðmið, þannig að við áttum okkur á því hvar við stönd- um og hvert við stefnum. Höf. er sagnfræðingur og þingkona. Byggt á grein hennar sem birt- ist í Morgunblaðinu 12. mars 1994. Ljósmynd frá Þjóðminjasafni íslands: Þorbjörg Sveinsdóttir (f. m,ðju) og Ólaíta Jóhannsdóttir (bak við hana) ásamt fleiri konutn v>ð hús KFUM. Nýtt úr notuðu Enourvinnsian hf Knarrarvogi 4, Reykjavík, sími 678522 Einstakur tónlistarviðburður: Islenska Einsöngslagið í 150 ár: Tónleikar Gerðubergs í Borgarleikhúsinu GARÐAR CORTES KOLBEINN KETILSSON KRISTINN SIGMUNDSSON RANNVEIG BRAGADÓTTIR SIGRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR SÓLRÚN BRAGADÓTTIR SVERRIR GUÐJÓNSSON JÓNAS INGIMUNDARSON FLYTJA ÍSLENSKAR EINSÖNGSPERLUR

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.