Vera - 01.07.1994, Qupperneq 13
til að móta nýja skólastefnu. Kerfið er í molum
og alltof víða sem böm verða undir á leið sinni í
gegnum það.“ Helga ákvað þó að gefa kost á sér
í bæjarstjóm og upplifði góðar stundir í kosn-
ingabaráttunni, sem þó féll að nokkru í skugga
Reykjavíkurframboða. Mest áhersla var lögð á
fjölskyldu-, atvinnu-, og launamál, og svo
skipulags- og umhverfísmál. „Það jákvæðasta
við þessa vinnu er þó að fylgjast með þeim
flölda nýrra kvenna sem koma á vettvang og
æfa sig í ræðumennsku og greinaskrifum. Kosn-
ingar geta í raun verið eins konar félagsmála-
skóli fyrir konur.“
Helga Erlingsdóttir, Landamótsseli situr í
hreppsnefnd Ljósavatnshrepps í annað sinn og
gegnir nú stöðu oddvita. Hún hefur unnið í
Sparisjóði Suður-Þingeyinga á Fosshóli og er
ekki frá því að vinna hennar að félagsmálum,
m.a. fyrir Handverkskonur milli heiða og for-
mennska í skólanefnd Stómtjamarskóla hafí
veitt henni brautargengi inn í hreppsnefnd. Mik-
ilvægustu málin telur hún vera atvinnu- og fé-
lagsmál. „Hér er töluvert dulið atvinnuleysi í
landbúnaði þar sem ekki er vinna fyrir bæði
hjónin við búskapinn. Félagslegi þátturinn
verður sífellt stærri og enn er hér enginn félags-
málafulltrúi. Og það vill verða þannig að við
konurnar tökum sæti í nefndum sent þurfa að
taka á viðkvæmum málum, eins og oft vill
verða t.d. í barnavemdamefnd. Það er líklega í
takt við það sem gerist í mörgum sveitarfélög-
um, konumar taka að sér tilfinningamálin og
karlamir peningamálin.“
Ingibjörg Daníelsdóttir stundar búskap á Fróða-
stöðum en kennir jafnframt við grunnskólann á
Varmalandi. Hún er fýrrverandi varaþingkona
Kvennalistans á Vesturlandi og er að heija sitt
annað kjörtímabil í hreppsnefnd Hvítársíðu-
hrepps, fyrst kvenna til að sitja í nefiidinni. Hún
fór út í pólitík „til að rétta hlut kvenna en með
árunum hef ég öðlast almennan áhuga á stjóm-
málum.“ Ingibjörg telur karla vera meira áber-
andi í málefnum sveitarfélagsins þar sem þeir
séu skrifaðir fyrir búunum í flestum tilvikum,
konurnar séu hæverskari en hafí jafnframt
minni tíma fyrir félagsmálavafstur. Sameining-
armálin verða efst á baugi á næstunni og svo at-
vinnumálin. „Það má lítið út af bera til að allt
fari á verri veg. í fremri hluta sveitarinnar, nær
Húsfelli, er horft til ferðamanna og þjónusta við
þá er þegar komin vel á veg. I þeim hluta sveit-
arinnar þar sem hefðbundinn búskapur er al-
gengari er frekar möguleiki á að sækja vinnu í
nærliggjandi þéttbýli.“
Jóhanna Rögnvaldsdóttir var kjörin óhlutbund-
'nni kosningu í hreppsnefnd Bárðdælahrepps og
þar sitja nú í fyrsta sinn konur í meirihluta, eða
þrjár af fímm fulltrúum. „Sveitarfélagið er lítið
°g peningaleg umsvif því ekki mikil, þetta snýst
að mestu um að halda uppi skóla og eiga fyrir
snjómokstri á veturna, en hreppurinn þarf
einnig að styðja við atvinnusköpun eða halda
nti atvinnu part af árinu.“
Jóhanna býr á Stóruvöllum og stundaði
hefðbundinn búskap fram til ársins 1987, þá
tóku loðdýrin við en sá búskapur var aflagður
fyrir nokkrum árum. Jóhanna hefur þó ekki set-
ið auðum höndum og rekur bókhaldsþjónustu
heima fyrir, meðfram því að reka litla matvæla-
vinnslu, ásamt eiginmanni sínum. Hún er í for-
ystu fyrir Handverkskonum milli heiða sem er
fyrirtæki kvenna í sveitinni en þær tóku sig til
þegar búskapur dróst saman og vinna nú að ým-
iss konar framleiðslu. Fljótlega voru 99 konur
komnar í félagið, „meirihluti þeirra eru virkir
framleiðendur og þetta er því athyglisverðara
sem haft er í huga að ekki búa nema um 600
manns á svæðinu. Konumar vildu skapa sér
vinnu sjálfar og nýta þau verðmæti sem felast í
kunnáttu þeirra á handverki. Hér hafa konur því
ekki orðið undir í samdrættinum, heldur tóku
þær málin í eigin hendur“.
Drífa Kristjánsdóttir situr ein kvenna í hrepps-
nefnd Biskupstungnahrepps. Drífa er kennari að
mennt og hefur rekið meðferðarheimili fyrir
unglinga að Torfastöðum undanfarin 11 ár. Hún
hóf stjómmálaferil sinn þegar Kvennalistinn
bauð fram á Suðurlandi 1987, en var nú í 2. sæti
á lista óháðra (sem bætti við sig manni en verð-
ur áfram í minnihluta) og er að hcfja sitt annað
kjörtímabil. „Kosningabaráttan var markviss,
við unnum stefnumálin vel og tímanlega. Hóp-
urinn á listanum er mjög góður, jafnt hlutfall
kynja „þrátt fyrir“ prófkjör og rödd Kvennalist-
ans er sterk þama. Við viljum fyrst og fremst
berjast fyrir breyttum starfsháttum. Það vill loða
við að þeir sem sitja lengi líti á mál hreppsins
sem sín prívatmál og aðkomufólk á oft erfitt
með að komast til áhrifa þrátt fyrir áralanga bú-
setu í sveitinni. Við erum gjaman kölluð
„töskufólkið“, gerðum reyndar óspart grín að
því í kosningabaráttunni og mættum öll með
töskur á framboðsfundi. Bráðskemmtileg kosn-
ingabarátta.“
Inger Helgadóttir var kjörin persónukjöri í
hreppsnefnd Skorradalshrepps, fyrst kvenna, en
var varamanneskja síðasta kjörtímabil. Hún er
ættuð frá Akureyri en hefur búið að Indriða-
stöðum í Skorradal í 17 ár, ásamt eiginmanni og
þremur dætrum, og stundað hefðbundinn bú-
skap. Hún hefur starfað með Kvennalistanum
frá stofnun hans á Vesturlandi 1984 og var
kosningastjóri þegar þær buðu fyrst fram til
þings 1987. Inger segir að skipulagsmál séu of-
arlega á baugi i hreppnum þar sem mjög mikil
sumarbústaðabyggð er á svæðinu. Hún hefur
einnig mikinn áhuga á sameiningu sveitarfé-
laga, „lítil sveitarfélög eru svo lítils megnug
hvert fyrir sig, auk þess sem mál verða gjarnan
yfírþynnandi persónuleg á kostnað faglegrar
þekkingar. Það hlýtur að vera betra að sækja
alla félagslega þjónustu á skrifstofu í stærra
sveitarfélagi heldur en inn á bæi þess fólks sent
situr í sveitarstjóm.“
NH
Jóhanna Rögnvaldsdóttir
Helga A. Erlingsdóttir
Ingibjörg Danielsdóttir
13
Drífa Kristjánsdóttir