Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 14
AÐ LÆRATIL
SVEITAR-
STJÓRNAR
HVARERU
KONURNAR?
(
Á Akureyri var á liðnum vetri haldið
námskeiðið „Konur og stjórnmál“,
að tilhlutan Jafnréttisnefndar Akur-
eyrar. Það vakti mikla lukku meðal
þeirra nítján kvenna sem þar tóku
þátt en margar þeirra höfðu ekki
haft opinber afskipti af stjórnmálum
áður. Jafnréttisnefnd þótti nauð-
synlegt að vekja áhuga kvenna á
stjórnmálum almennt og virkja kon-
ur á þeim vettvangi með því að efla
sjálfstraust þeirra og þekkingu á
sveitarstjórnarmálum. Námskeiðið
var því í senn hvatning og fræðsla.
Árangurinn kom strax í Ijós því
nokkrar kvennanna tóku sæti á
framboðslistum og aðrar sitja nú í
nefndum á vegum sveitarfélaga
sinna. Þátttakendur voru sammála
um að þetta væri eitthvað sem ætti
að endurtaka og vera í boði á
hverju ári, ekki barafyrir kosningar.
Það er tilvalið verkefni fyrir jafn-
réttisnefndir um land allt að taka
norðanmenn sér til fyrirmyndar í
þessum efnum og það strax.
NH
VERA
Fyrir þig!
Áskrift 3000 kr. á ári
(2800 ef borgað með
greiðslukorti), greitt
tvisvar á ári.
Áskriftarsími 91-22188
Nýafstaðnar sveitarstjórnakosningar urðu
mörgum vonbrigði því konum fjölgaði afar lít-
ið í sveitarstjórnum og eru nú aðeins um
fjórðungur fulltrúa, á landsvísu. Hlutfall þeirra
hefur vaxið nokkuð undanfarnar kosningar.
Það hækkaði til muna þegar Kvennafram-
boðið bauð fyrst fram 1982, en þá fjölgaði
konum um helming og hlutfall þeirra fór í rúm
12%. Árið 1986 fór það upp í 19% og árið
1990 í 22%. Vissulega er hægt að gleðjast
yfir þessari þróun sem orðið hefur á ekki
lengri tíma en tólf árum þar sem konur voru
vart sjáanlegar á þessum vettvangi fyrir þann
tíma. En - þetta breytist einfaldlega alltof
hægt og hver er skýringin? Gamla tuggan
um að konur gefi ekki kost á sér er löngu
orðin svo oftuggin að það tekur því varla að
kyngja. Og segir ekki nema hálfa söguna.
Vera leitaði álits nokkura núverandi og
fyrrverandi kvenfulltrúa í sveitarstjórnum og
nefndum, og flestallar töldu meginskýringuna
vera geysilegt vinnuálag kvenna og launa-
misrétti kynjanna. Þegar konur taka, að lokn-
um vinnudegi utan heimilis, bakvaktina
heima fyrir er oftast lítið um aukreitis tíma og
orku til að stússast í félags- og stjórnmálum.
En þær sem láta áhugann á pólitíkinni ráða,
þekkja hið viðvarandi samviskubit hvort sem
það er raunverulegt eða ástæðulaust.
Launamisréttið verkar í mót bæði konum og
körlum þar eð þeir eru enn í aðal-fyrirvinnu-
hlutverkinu og axla því ekki ábyrgðina heima
fyrir til jafns við konur og missa fyrir bragðið
af verðmætri reynslu. Þetta á kannski sér-
staklega við um konur með ung börn og
margar viðmælenda bentu á að afskipti af
stjórnmálum væru varla nema fyrir barnlaus-
ar konur eða konur með uppkomin börn, en
þær síðarnefndu væru þó engu betur settar.
Margar þeirra sinni í raun fjórum kynslóðum;
foreldrum sínum eða öðrum öldruðum ætt-
ingjum, sem fá ekki þá aðhlynningu sem þeir
þurfa innan velferðargeirans, eiginmanni sem
er ekki alveg fær um að sjá um sig sjálfur,
börnum sínum og svo barnabörnunum sem
aldrei virðast eiga öruggt skjól í þjóðfélagi þar
sem yfirleitt þáðir foreldrar verða að vinna úti
og einstæða foreldrið vinnur óhóflega langan
vinnudag til að eiga fyrir salti í grautinn.
Þetta er gömul saga og ný, frá þeim tíma
er konur tóku að hasla sér völl á vinnumark-
aði. Og innan þeirra veggja þar sem for-
gangsröðin er ákveðin, hvort sem það er í
gufubaðinu í karlatímunum, eða í hinum og
þessum aflokuðu félögum eða hópum um
borg og bý, er haldið áfram að láta sem lýð-
veldið sé tvítugt, eða þaðan af yngra.
Úti um landið, þar sem kosið er óhlut-
bundinni kosningu, stendur konum ekki að-
eins þetta fyrir þrifum. Þar sitja hefðir og venj-
ur í fyrirrúmi og mætti líkja sumum hrepps-
nefndum við goðorðin til forna. Sveitahöfð-
Ljósm. Birgit Guðjónsdóttir