Vera - 01.07.1994, Síða 15
ingjar og niðjar þeirra virð-
ast fastheldnir á stóla
sína. Að sjálfsögðu háir
þetta körlunum sem ekki
eru ættaðir af óðölum
sveitanna, en hver er þá
skýringin á því að kven-
leggur forystuættanna
tekur ekki þátt í
hreppapólitíkinni? Annað
sem hamlar konum til
sveita er að oft er langt að
fara á fundi og lítið freist-
andi fyrir „veikara" kynið
að fara út í hríðarbylji um
hávetur og moka farar-
tækinu leið á fundinn.
Vinnuálagið og launa-
misrétti kynjanna er ekki
það eina sem allir viðmælendur Veru nefna, heldur einnig skortur
kvenna á sjálfstrausti. Sumar þeirra sem hafa þó haft frumkraftinn
og hellt sér út í hringiðuna verða oftar fyrir rætnari og persónulegri
gagnrýni en karlar. Fleiri ástæður þess að konur hverfa fljótt af vett-
vangi aftur, iðulega eftir eitt eða tvö kjörtímabil, er að lítið hefur á-
unnist í þeim málum sem þær börðust fyrir, einnig er nefnt skortur á
samstöðu og að starfshættir séu of þungir í vöfum. Það má velta því
fyrir sér hvort konur koma ekki inn á þennan vettvang með stærri
hugsjónir en karlar og gefist hreinlega upp þegar undirtektirnar eru
litlar sem engar - því viðmælendur Veru sögðu konur vera alltof
krítlskar á eigin frammistöðu sem og annarra kvenna.
Hér verður engin allsherjar úttekt gerð á ástæðum þess að kon-
ur sitja heima þegar lagt er á ráðin um aðstæður þeirra og hins
kynsins í samfélaginu,
það myndi æra óstöðug-
an. Ein viðmælenda sagði
reyndar að þátttaka í
sveitarstjórnum gæti ver-
ið upplögð fyrir heima-
vinnandi fólk, ef aðstæð-
ur leyfðu, því það er ekki
með öllu ólaunað. En ytri
og innri hindranir eru
■b margar, jafnt innan sem
'o utan hefðbundinna
C/3
:§ stjórnmálasamtaka, og
^ konur eru jafnan mun
a færri í öruggum sætum á
n framboðslistum. í bæk-
.1 lingi Jafnréttisráðs, um
’J stöðu kvenna í stjórnmál-
um, segir: Það er lögð
áhersla á að þarna séu einstaklingar sem „fulltrúar" einhverra hópa.
Gæti verið eitthvað tii í þeirri tilgátu, að litið sé á konur sem fulltrúa
„kvenna" en karla sem fulltrúa allra annarra hópa sem þurfa að vera
á listanum?
Fjöldi kvenna sem sitja í nefndum og ráðum í umboði samborg-
ara sinna nefna að karlar sem sátu þar fyrir, kvenmannslausir, hefðu
margoft lýst yfir ánægju sinni með samstarfskonur sínar og þótt
sjónarmið þeirra hafa vantað áður. Tími raunverulegra viðhorfsbreyt-
inga hjá fjöldanum er löngu runninn upp. Það styttist í aldarafmæli
kosningaréttar kvenna. Skyldum við þá hafa náð þeim áfanga að
konur og karlar verði jafningjar á vettvangi stjórnmála?
NH