Vera - 01.07.1994, Page 17
MIKILL SIGUR
FYRIR KYENNALISTANN“
segir Kristín Astgeirsdóttir þingkona
Kristín Ástgeirsdóttir í Lýðveldisgarðinum.
»Sérstaða Kvennalistans er fyrir bí. Kvennalistinn er að líða undir lok.“
Fullyrðingar sem þessar hafa heyrst oft síðustu vikur í kjölfar þess að
Kvennalistinn tók þátt í sameiginlegu framboði til borgarstjórnar í vor.
Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í sjónvarpssal daginn eftir kosn-
lngar að Kvennalistinn væri búinn að vera. Hann væri kominn í valda-
brölt rétt eins og hinir flokkarnir. Hann þakkaði Kvennalistanum vel
unnin störf, meðal annars það að hafa kennt gömlu flokkunum þá lexíu
að það borgar sig að hafa konur með. Ingibjörg Rafnar sagði á fundi sem
sjalfstæðiskonur héldu rétt fyrir kosningar að hún hlakkaði til þegar
Ingibjörg Sólrún kæmi aftur inn á þing í haust eftir að hafa tapað kosn-
ingunum og fylgjast með því hvemig hún rcyndi að rökstyðja það að hún
hefði ennþá cinhverja sérstöðu. Ingibjörg Rafnar fær ekki þann draum
sinn uppfylltan, þar sem nafna hennar Sólrún var kjörin borgarstjóri, en
eitt er víst að kastljósunum er beint eina ferðina enn að Kvennalistanum
og þess krafist að hann réttlæti tilvist sína. Vera tók Kristínu Astgeirs-
dóttur, þingkonu Kvennalistans og talskonu sameiginlegs framboðs í
Reykjavík, tali til að spjalla um kosningarnar, Kvennalistann og kvenna-
baráttuna.