Vera - 01.07.1994, Page 18

Vera - 01.07.1994, Page 18
Er sérstaðan horfin og h e y r i r Kvennalistinn brátt sögunni til? - Það er rangt að leggja þetta svona upp. Það varð niðurstaða okkar að eina leiðin til að ná Kvennalistinn er sagður vera kominn á kaf i valdabrölt og margir telja það honum til lasts. - Við erum auðvitað í pólitík til að hafa áhrif. Við hljótum auðvitað að vega og meta hvaða leiðir eru færar hverju sinni til að ná áhrifum. Eg fæ ekki séð að þó að við fórum i sameiginlegt framboð hér í R e y kj a v í k með okkar áherslum sé s é r s t a ð a Kvennalistans þar með fyrir bí. Okkar sérstaða felst fyrst og fremst í því að við erum samtök kvenna með kvenffelsisbaráttu sem megin markmið. Við beitum okkur fyrir henni og munum gera það áfram þótt baráttan taki á sig mismunandi form. „Eins og ég hef margbent á þá er fram- boðsleiðin engin eilíf leið í kvennabarátt- unni. Við hljótum alltaf að spyrja okkur þeirrar spurningar hvernig kvennabarátt- unni verði best borgið." Margir töldu kosningabaráttuna mjög ,, ókvennalistalega “. - Það hve mikil áhersla var lögð á persónur, ekki síst á persónu borg- arstjóraefnisins, var „ókvenna- listalegt". Það gengur þvert á þær áherslur sem við höfum haft hing- að til og við hljótum að velta því fyrir okkur hvaða áhrif það muni hafa á baráttu okkar í framtíðinni. Hvaða áhrifheldurþú að það hafi? - Það er erfitt að segja á þessu stigi málsins. Mér finnst að málefnin eigi að sitja í fyrirrúmi þó að einstaklingarnir skipti að sjálfsögðu miklu því það er ekki bara stefnan sem skiptir máli heldur líka hvemig hún er bor- in fram og hvernig unnið er að henni. Foringjadýrkun er mér ákaflega lítt að skapi og því var ég ósátt við þessar áherslur. Það sem skiplir máli í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur væri að fara í sameiginlegt framboð. Við komum mikilvægum stefnu- málum okkar inn í stefnuskrá Reykjavíkurlistans og ég minni á að yfir- skrift þeirrar stefnu er að listinn ætlar m.a. að berjast fyrir kvenfrelsi. Reykjavíkurlistinn ætlar að vinna að bættum hag kvenna, bama og fjölskyldna í borginni og ef eitthvað er þá er það mikill sigur fyrir Kvennalistann hversu rík áhersla var lögð á málefni fjölskyldunnar og félagslega þjónustu í þessari kosningabaráttu. Þau málefni sem Kvennalistinn hefúr alltaf barist fyrir vom kosningamálin. í fyrsta skipti á tólf ára ferli sínum á Kvennalistinn þrjá fulltrúa í borgar- stjórn Reykjavíkur, þar af borgarstjórann sjálfan. Auk þess eigum við fjölda kvenna í nefndum og ráðum borgarinnar sem vinna í þágu þeirra málefna sem við höfúm alltaf barist fyrir. >

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.