Vera - 01.07.1994, Síða 24
LYÐVELDK) FRA SJONARHOLI
KVENNA
Hafa konur gengib til gó&s götuna
fram eftir veg? Er stigurinn farinn
aó likjast götu fremur en tro&n-
ingi? Kastaóu teningunum og
veltu mólinu fyrir þér. Til ham-
ingju meó afmæli lýöveldisins og
bjarta framtið!
1944
Aðalbjörg Sigurðardóttir hvetur konur á Lands-
fundi KRFÍ 19. júní til að lata ekki sitt cftir liggja.
Hún scgir að allt sé undir þeim sjálfum komið, þær
geti strax við næstu kosningar sest við hlið karla
með fullum réttindum og fullri ábyrgð til jafns við
þá í öllum málum hins íslenska ríkis. A almennum
fundi í Iðnó um stöðu og kjör hinnar vinnandi konu
er eftirfandi samþykkt: „Konur hafi sama rétt og
karlar til allrar vinnu, sömu laun fyrir sams konar
vinnu og sömu hækkunarmöguleika og þeir. Gifting
eða bameign sé engin hindmn fyrir atvinnu né
ástæða til uppsagnar.“ A landsfundinum koma í
fyrsta sinn fram ákveðnar kröfur um fæðingarorlof.
Þú verður gagntekin af þessu og ert sannfærð um að
nú fari betri tímar í hönd. Ferö fram um 5 reiti.
1946
í Emblu (bókmenntatímariti sem kom út 1945-
1949) skrifar kvcnréttmdakona bréf, þar segir m.a.:
„Ég er ekki viss urn, að það sé af eðlismismun, hve
fáar konur stunda ritstörf, samanborið við karl-
menn. Mér finnst eftirtcktarvert, að margar konur,
sem hafa nálgazt það að vera taldar rithöfundar,
hafa verió sjúklingar og dvalizt á hælum. Þetta
finnst mér benda til þcss, að þaö séu fyrst og fremst
heimilisstörfin, sem koma í veg fyrir andlega iðju
kvenna. Má vera, aö sumum þyki það meðmæli
með heimilisstörfunum.“ Þú fyllist heift og hættir
að sinna heimilisstörfum.
Sett eru lög um almannatryggingar.
Ferö fram um 3 reiti.
1948
Hannibal Valdimarsson kemur þér skemmtilega á
óvart með því að Icggja fram frumvarp á Alþingi
um réttindi kvenna. KRFI skorar á stjómmálaflokka
að samþykkja frumvarpið en svo varð ekki. Þú
sendir Hannibal blómvönd. Situr hjá í 2 um-
ferðir.
WWVWWm
1963
Vinkona þín sem býr í Ameríku sendir þér nýút-
komna bók Betty Friedan The Feminine Mystique.
Þú lítur ekki upp úr bókinni fyrr en að lestri loknum
og finnst hún allan tímann vera að skrifa um þig.
Kemur baminu í gæslu og ferð aftur út á vinnu-
markaöinn. Stekkur fram um 3 reiti.
1953
Bók Simone de Beauvoir Le Deuxiéme Sexe (Hitt
kynið) kcmur út á cnsku. Þú lest hana og sérð Ijósið.
Færist fram um 4 reiti.
1962
Hvar em reiðu ungu konumar? spyr Þórunn Elfa í
Nýju kvennablaði. Hún undrar sig á að „ekki skuli
heyrast rödd reiðrar ungrar konu sem mcð fullri ein-
urð ræðir um það fáránlega misræmi, sem á sér stað
um uppeldi og menntun kvenna og kröfumar, sem
síðar í lífinu em til þeirra gerðar, ræðir yfirleitt um
þá klemmu, sem konur em í milli gamalla og nýrra
þjóðfélagshátta“. Hún hvetur konur til að viður-
kenna að þær vilji vinna utan heimilis en hætta að
afsaka sig með því aö þörf sé á tekjum þeirra, ann-
ars væri lítil von um breytingu á ljölskyldu- og
heimilisháttum, sem gengju þeim í vil. Þú horfir í
eigin barm og viðurkennir með sjálfri þér að þig
langi út að vinna, færð enga pössun fyrir bamið og
neyðist til að ýta Iönguninni til hliðar. Færist aft-
ur um 5 reiti.
1961
Fæðingarheimilið í Rcykjavík stofnað af íslenskum
konum og þú velur að cignast fyrsta barn þitt þar.
Þú fagnar því að samþykkt em lög um launajöfnuð
karla og kvenna og ert sannfærð um að líf nýfæddr-
ar dóttur þinnar vcrði mun auðvcldara cn þitt og
móður þinnar. Færist fram um 2 reiti.
1958
Aðalbjörg Sigurðardóttir formaður KRFI sendir
áskomn til forráðamanna fegurðarsamkeppninnar:
„Fegurðarsamkeppnir em leifar frá þcim tíma, er
ambáttir vom settar á sýningarpall til þcss að verða
metnar til verðs og seldar hæstbjóðanda. Slíkt brýt-
ur í bága við mannréttindatilfinningu hvcrrar hugs-
andi konu nútímans.“ Áskomnin hefur lítil áhrif og
fcgurðarsamkeppni verður fastur liður í sam-
kvæmislífi landans. Þú situr hjá meban þú
hugsar máliö.
1957
6. bindi af merkum Islendingum kemur út án nokk-
urrar greinar um konu. Bækumar ná yfir 400 ára
tímabil í íslandssögunni. Vinkonum þínum finnst
þetta ekkert tiltökumál því konur hafi aldrei gert
ncitt merkilegt. Þú færð áfall og hættir í sauma-
klúbbnum. Mátt gera aftur.
1967
Smásaga Svövu Jakbobsdóttur, Saga handa börnum
kemur út í smásagnasafninu Veizla Ímdir grjótvegg.
Það veröur mikið fjaðrafok í bænum og vinnufélag-
ar þínir segja þig geðbilaða þcgar þú lýsir því yfir
að þér þyki sagan fjandi góð og lýsa vel raunvcm-
lcikanum. Færist fram um 2 reiti.
1968
Úumar, hópur ungra kvenna, taka til starfa innan
KRFI. Þú fylgist með störfum þeirra en crt ósam-
mála þeim í kvennaskólamálinu. Þá var rætt um að
gera Kvennaskólann í Reykjavík að menntaskóla
fyrir stúlkur og leggja áherslu á námsgreinar sem
„hentuðu konum sérstaklcga“. Úumar ásamt mörg-
um öðmm börðust hatrammlcga gegn frumvarpinu
cn þú ert sannfærö um nauðsyn þess að hafa sterkan
kvcnnaskóla. Finnst þú ein á báti og ferö
fram um 2 reiti.
1969
Fyrsta konan, Margrét Guðnadóttir, sett prófessor
við Háskóla íslands. Ferö fram um 2 reiti.
1970
Fagnar því að loksins vcrður kona ráðhcrra cn það
er Auður Auðuns, sem var dóms- og kirkjumálaráð-
herra 1970-1971. Þér finnst samt ekki nóg að gert
og starfar að fullu með nýstofnaðri hreyfingu Rauð-
sokka eftir að hafa skcllt þér í kröíugöngu með
þeim 1. maí undir kjörorðinu Manneskja en ekki
markaðsvara. Ferö fram um 3 reiti.
1974
Haldið upp á 1100 ára afmæli íslandsbyggðar, þú
færð frændgarðinn úr Vesturheimi í heimsókn og
kcmst því ekki á ráðstefnu Rauðsokka í Skógum.
Niðurstaða þeirra er sú að kvennabarátta sé stétta-
barátta og vcrði ekki slitin úr tengslum við aðra
undirokaða hópa í baráttunni fyrir þjóðfélagslegum
jöfnuði, né heldur að sigur verði unninn í verka-
lýðsbaráttunni án virkrar þátttöku kvenna. Þú hættir
í hreyllngunni og ert hálf inunaðarlaus í kvcnnabar-
áttunni. Fagnar því að Auöur Eir Vilhjálmsdóttir cr
vígð sóknarprestur fyrst íslenskra kvenna. Situr
hjá 1 umferá.