Vera - 01.07.1994, Page 25
1983
Samtök um kvennalista stofnuð og bjóða fram til
Alþingis á Akureyri, Reykjanesi og í Reykjavík.
Konum fjölgar á Alþingi úr 5% í 15%! Það er gam-
an að vera kona. Færist fram um 4 reiti.
1982
Það eru bjartir tímar! Kvennaframboð til sveita-
rstjóma í Reykjavík og á Akureyri. Þú tekur virkan
þátt í framboðinu, eignast nýjar akhressar vinkonur
og telur allt vera að mjakast í rétta átt. Kcmur
harkalega niður á jörðina þcgar þú sclur merki fyrir
nýstofnað Kvennaathvarf og konur ráðast á þig og
segja að engin kona sé barin nema hún eigi það skil-
ið. Betur iná ef duga skal, þú spýtir í lófana og gef-
ur öllum sem þú þekkir áskrift að Veru, nýstofnuðu
málgagni kvennabaráttu, í jólagjöf. Ferí> eins
langt fram og þú vilt.
1980
Vigdís Finnbogadóttir kjörin forscti íslands og er
þar með fyrsta konan í heiminum, sem kjörin er for-
seti þjóðríkis í lýðræðislegum kosningum. Feib
fram um 2 reiti.
1979
Bók Auðar Haralds Hvunndagshetjan kcmur út.
Vekur mikla hneykslan almennings scm hcldur að
hún sé að tala um mömmu sína. Þú stynur upp í
saumaklúbbnum að þér hafi þótt húan þrælgóð og
færð illt auga. Akveður að finna þér skcmmtilegri
félaga. Ferö fram um 3 reiti.
1976
Setning jafnréttislaga! Jafnréttisráð sett á laggirnar.
Þú ert sannfærð um að jafnrétti sé í höfn! Kaupir
plötuna „Afram stelpur“ og kyrjar lögin öllum
stundum. Ferö fram um 4 reiti.
1975
24. októbcr - kvennafrí eða kvcnnaverkfall? Þú ferð
á einn fjölmcnnasta útifúnd scm haldinn hefur verið
hér á landi og verður uppnumin. Gengur heim með
vinkonunum og hásyngur: Já ég þori get og vil.
Ekkert verður cins og áður, þú miðar tímatal þitt við
fyrir og eftir 24. október. Fagnar endumýjun á fóst-
ureyðingarlöggjöfinni og því að samþykkt hafa ver-
iö lög um 3ja mánaða fæðingarorlof fyrir allar kon-
ur. Fer& fram um 5 reiti.
1985
Islcnskar konur kaupa Hlaðvarpann og þú lætur
ekki þitt cftir liggja og geíúr öllum konum hlutabréf
í skímar-, fenningar-, stúdents-, afmælis-, brúðar-
og skilnaðargjöf. Þú tekur virkan þátt í Listahátíð
kvenna og verður stórhrifin af því hvað konur
leggja gjörva hönd á margt eins og sést í Kvenna-
smiðjunni í Seðlabankanum. Þú situr ráðstefnu um
kvennarannsóknir í H.í. og ákvcður að fara aftur i
nám. íslendingar eignast íyrstu alheimsfegurðar-
drottninguna, Hólmfríði Karlsdóttur. Þú veltir fyrir
þér tilgangi fcgurðarsamkeppna og hvort þær sam-
rýmist hugmyndum þínum um kvcnfrelsi. Situr
hjó eina umferö, ferb aftur á bak um 5
reiti eba fram um 4 - allt eftir eigin mati.
1986
Guðrún Erlendsdóttir verður fyrst kvenna hæsta-
réttardómari. Fjórum ámm síðar verður hún forseti
Hæstaréttar. Fimmþúsundkróna konan lítur dagsins
ljós. Ferb fram um 2 reiti.
1987
Samtök um kvcnnalista bjóða fram í öllum kjör-
dæmum til Alþingiskosninga, tvöfalda fylgi sitt og
fá scx konur kjömar. Þingkonum Ijölgar í 20,6%.
Ferb fram um 2 reiti.
1988
Þú ferð ásamt rúinlega áttahundmð íslenskum kon-
um á Nordisk Fomm í Osló. Margar konur em í
sinni fyrstu utanlandsferð. Krafturinn og lífsglcðin
cm þvílík að þú hefur aldrei kynnst öðm cins. Guð-
rún Helgadóttir verður forscti Sameinaðs Alþingis
fyrst íslenskra kvcnna. Fæðingarorlofið er lengt í
sex mánuði og þú notar tækifærið og eignast enn
citt bamið. Mátt velja hvort þú bíður 1
umferb, ferb aftur á bak eba áfram.
1989
Akureyrarbær samþykkir jafnréttisáætlun og ræður
í kjölfarið jafnréttisíúlltrúa árið 1991. Þú gleðst yfir
framtaki bæjaryfirvalda, færist upp um launaflokk
og fram uml reit - en spáir í hvort þeir fyrir sunnan,
í stærsta bæjarfélagi landsins, geri svo vel við kon-
ur að jafnréttisfulltrúa sé þar ekki þörf! (Ónci... en
Reykvíkingar fá sinn fúlltrúa ekki fyrr en 1994).
1994
Björk Guðmundsdóttir fær helstu tónlistarverð-
laun Breta, er valin besta alþjóðlega söngkonan
og besti nýliðinn.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er kjörin borgarstjóri
Reykjavíkur. Konur em í meirihluta í stjóm borg-
arinnar í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. Þetta er
sigur kvenna! Til hamingju. Þú kemst
þangab sem þú vilt.
1993
Kvennalistinn fagnar 10 ára afmæli sínu á Hótel
Borg og þú crt meðal gesta. Magdalena Schram
segir m.a. í hátíðarræðu sinni að ungar stúlkur taki
réttindi sín sem gcfnum hlut án þess að vita að for-
mæður þeirra gcngu af sér skóna til að öðlast þau.
Þær muni bregðast harkalega við þcgar þær upp-
götva að réttindin em ekki sjálfgefin heldur Qöregg
sem alltaf þarf að standa vörð um. Hún heldur því
fram að sú tilhneiging kvenna að gera lítið úr sjálf-
um sér og sú árátta að taka meira mark á öðmm cn
sjálfum sér sé ásamt karlveldinu mesti þrándur í
götu kvenna til draumalandsins. Þessi orð hafa mik-
il áhrif á þig og þú ákveður að gera cins og hún boð-
ar: Að hlusta grannt eftir þinni innri rödd og hlýða
henni! Þér fínnst svo gaman ab þú vilt
helst ekki færast úr stab.
1992
Fæðingarheimili Rcykjavíkur lokað af borgaryfir-
völdum. Vestnorræna kvennaþingið haldið á Egils-
stöðum. Þú ferð til Akureyrar á ráðstefnu kvenna í
atvinnusköpun og hittir þar m.a. bændur sem hafa
nýverið tekið sig til og stofnað félagið Handverks-
konur milli heida til að bregðast við niðurskurði í
landbúnaði. Það cr hugur í þeim og þú spáir í hvers
vegna þær og aðrar framsýnar konur ráði ekki ferð-
inni í Stéttarsambandi bænda. Friða Á. Sigurðar-
dóttir hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs,
Guðrún Helgadóttir fær Norrænu bamabókaverð-
launin og Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir
vinnur Leikskáldaverðlaun Norðurlanda. Þú lest
um bíikslagið í Veru, kaupir þér bók Susan Faludi
og heitir því að lcggja þitt af mörkum. Ferb fram
um 3 reiti.
1991
Sigríður Snævarr verður sendiherra íslands í Sví-
þjóð og séra Hanna María Pétursdóttir er ráðin
þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, fyrstar íslcnskra
kvenna til að gegna slíkum embættum. Þú veltir því
fyrir þér hvort kvennabaráttan gangi út á það að
fagna litlum áfangasigmm. í alþingiskosningunum
fjölgar konum nokkuð og ná því að verða 25%
þingmanna á kjörtímabilinu. Þú fylgist af ákefð
með Norræna jafnlaunaverkefninu. Afram um 2
reiti.
1990
75 ára kosningaréttar kvenna minnst með ýmsum
hætti. Kvennalistinn kemur illa út úr sveitarstjóma-
kosningum og þér finnst hann vera dottinn í mæðra-
hyggju. Þú finnur þig ekki í baráttunni, en fagnar
því að Stígamót em stofnuð 8. mars. í kjölfarið
opnast umræðan um kynferðislegt ofbcldi gegn
konum. Færist fram um 4 reiti.