Vera - 01.07.1994, Síða 41

Vera - 01.07.1994, Síða 41
\ > Þekkingarskortur og ólæsi er einn þyngsti arfiir kynþátta- aðskilnaðarstefnu hvíta minni- lilutans og svo rótgróinn að kenna þarf meirihluta íbúa sjálfsögð lýðréttindi. Það var kvenfylking Afríska þjóðar- ráðsins sem stóð fyrir um- fangsmikilli kosningamenntun fyrir kosningamar. Fjörutíu þúsund konur fóru um allt land á vegum hreyfingarinnar og kenndu ómenntuðum konunr að kjósa. Eins og í flestum samfélögum öðmm er hlutur kvenna í stjórnnrálum Suður-Afríku í litlu samræmi við mikilvægi þeirra á atvinnunrarkaðinunr. Þrátt fyrir að í stefnuskrá Afriska þjóðarráðsins fyrir kosningarnar hafi mikil áhersla verið lögð á jafnrétti kynja og mikilvægi þess að bæta hag kvenna hefur sú unr- ræða greinilega ekki skilað konum inn á vettvang stjórn- málanna. í nýrri þjóðstjórn Nelsons Mandela gegnir ein- ungis ein kona ráðherraenrb- ætti og örfáar gegna stöðu að- stoðarráðherra innan stjórnar- innar. Konur innan Afríska þjóðar- ráðssins eru sér nrjög meðvit- andi um að staða kvenna í nýrri Suður-Afríku ræðst ekki sist af því hvernig þeinr tekst að koma konunr til áhrifa í stjórnmálunr. Eitt helsta bar- áttunrál þeirra hefur því verið að koma á kynjakvóta í allar stjórnir og ráð innan Afríska þjóðarráðsins þannig að kon- ur verði a.m.k. þriðjungur af kjömum fúlltrúum. Hingað til hafa þessar kröfur ekki náð fram að ganga. í fram- kvæmdastjórn þjóðarráðsins, sem er ein helsta valdastofnun llokksins, sitja samt sem áður níu konur en fulltrúar þar eru þrjátíu og fimm.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.