Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 2

Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 2
MBQf| dauðir hlutir o<% lifandi fólk Þegar þetta er ritaö er fjöldi kvenna um allan heim í þann veginn aö tygja sig til Kínafarar. íslenskar konur eru þar ekki undanskildar þótt Kínverjar hafi meö mann- réttindabrotum sínum misboðið svo þjóðum heims að margar konur hafi íhugað að hætta við förina og sumar látið verða af því. Ætla mætti að kjarnorkusprengjan sem þeir sprengdu nýlega hefði kallað á aðra mótmælahrinu en lítiö fór fyrir því þótt sú sprenging sé svlvirðileg móðgun við væntanlega gesti á kvennaráðstefn- unni sem og aðra íbúa heimsins. Það var flutningur ráðstefnu frjálsra félagasamtaka til Huairou og sýning mynd- arinnar Biðsalir dauðans sem gerðu útslagið þegar hætt var við Kínaförina en myndin hafði ákaflega mismunandi áhrif á íslendinga eins og kom fram í umræðu- þætti að lokinni sýningu myndarinnar í Sjónvarpinu, og víðar. Á meðan sumum þeirra sem tjáðu sig um efni myndarinnar þótti þetta nú ekki mikið voru aðrir slegn- ir óhugnaði og harmi. Hvort rétt hefði veriö að hætta við Kínaförina skal ósagt lát- ið en svo mikið er víst að fyrir þær konur sem fá tækifæri til að tjá sig á ráðstefn- unni og hitta æðstu ráðamenn dugir ekkert kurteisishjal. Mannréttindi eru konum að sjálfsögðu hugleikin og þegar fyrir dyrum stendur slík ráðstefna sem í Kína beinist kastljósið enn sterkar að þeim. í þessu tölublaði skrifar Bjarney Friðriksdóttir um alþjóðlega mannréttindasáttmála út frá sjónarhóli kvenna og Sigríður Lillý Baldursdóttir fjallar um Peking-ráðstefnuna, undirbúning hennar og aðdraganda. En það fjalla fleiri um mannréttindi og mannréttindabrot því brot á mannréttindum íslenskra kvenna hafa verið of- arlega á baugi I sumar. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir skrifar pistilinn aö þessu sinni og gerir þá að umtals- efni það mannréttindabrot íslenska ríkisins og ým- issa annarra atvinnurekenda að borga konum lægri laun en körlum fyrir sambærilega vinnu. Héraðsdómur gekk fram af réttsýnu fólki með dómi þar sem stúlku, sem slasaðist fyrir gildistöku skaðabótalaganna 1. júlí 1993, voru dæmdar 75% bætur og fjallar Ragnhildur Vigfúsdóttir um það mann- réttindabrot t þessu tölublaði VERU. „Dómstólar eru á rangri braut, þegar þeir kveða upp dóma þess efn- is, að ungar stúlkur skuli hljóta lægri skaðabætur vegna umferðarslysa en ungir piltar í sambærilegum slysum," segir leiðarahöfundur Morgunblaðsins e sunnudaginn 23. júlí síðastliðinn og þátttaka í undir- 2 skriftasöfnun sem starfsfólk ferðaskrifstofu stóð fyr- ir, í framhaldi af dómi héraðsdóms, sýnir að fólki er nóg boðið. Sú breyting sem varð á skaðabótalögunum 1. júlí 1993 var leiðrétting á misrétti sem viðgekkst áratugum saman og var sú leiðrétting löngu tímabær. Þau ung- menni sem slösuðust alvarlega fyrir þann tíma og eiga óuppgerð skaðaþótamál eiga ekki að þurfa að líða fyrir þaö ævaforna misrétti. Ríkisstjórnin hefur það í hendi sér að réttlætið nái til þessara ungmenna með því að afturvirkja skaðabóta- lögin rétt eins og ríkisstjórnir hafa gert þegar um hækkun á vöxtum húsnæðislána hefur veriö að ræða. Löggjafinn sá einnig ástæðu til að breyta lögum um Viðlaga- tryggingu íslands til að unnt væri að bæta ísfirðingum að fullu tjón á þremur skíða- lyftum sem eyðilögðust í snjóflóði í fyrravor. Getur verið að löggjafinn meti dauða hluti meira en lifandi fólk? ^ra blað kvennabaráttu 4/95 -14. árg. Pósthólf 1685 121 Reykjavík Simar 552 2188 og 552 6310 Fax 552 7560 útgefandi Samtök um kvennalista forsíða bára • Grafít ritnefnd Agla Sigríður Björnsdóttir Drífa Hrönn Kristjánsdóttir Kolfinna Baldvinsdóttir Nína Helgadóttir Ragnhildur Helgadóttir Ragnhildur Vigfúsdóttir Rannveig Traustadóttir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Vala S. Valdimarsdóttir ritstýra og ábyrgðarkona Sonja B. Jónsdóttir skrifstofustýra Vala S. Valdimarsdóttir útlit og tölvuumbrot Grafít Ijósmyndir bára o.fl. auglýsingar Áslaug Nielsen Sími: 564 1816 Fax: 564 1526 filmuvinna Prentþjónustan hf. prentun ísafoldarprentsmiðja bókband Flatey plastpökkun Vinnuheimilið Bjarkarás © VERA ISSN 1021-8793 ath. Greinar í VERU em birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda. Sonja B. Jónsdóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.