Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 30

Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 30
réttarssalnum. Myndskreyting eftir Margréti v*V „Dómstólar eru á rangri braut, þegar þeir kveða upp dóma þess efnis, að ungar stúlkur skuli hljóta lægri skaðaþætur vegna umferðarslysa en ungir piltarí sambærilegum slysum," stóð í leiöara Morgunblaösins sunnudaginn 23. júlí síðastlið- inn. Ástæöan var dómur þar sem stúlku voru dæmdar 75% skaðabætur eftir slys. Dómstól- ar staðfestu þar með enn einu sinni þann útreikningsmáta sem tryggingafélögin hafa við- haft við útreikning skaðabóta við slys sem urðu fyrir gildistöku nýju skaðabótalaganna 1. júlí 1993. Það var ekki aðeins leið- arahöfundi sem var misboðið. Kona nokkur skrifaði lesenda- bréf í Morgunblaðið vikuna áður og skoraði á íslenskar konur að segja upp tryggingum sínum hjá viðkomandi tryggingafélagi. Tekiö var undir þá kröfu af pistlahöfundi í þættinum í viku- lokin á Rás eitt og starfsmenn ferðaskrifstofu í Reykjavík söfn- uðu hátt í 7000 undirskriftum þar sem þessu misrétti var mót- mælt. Mönnum var enn í fersku minni að Hæstiréttur dæmdi stúlku sem hundur beit í andlit- ið lægri bætur af því að hún er stúlka og þetta var líklega korn- ið sem fyllti mælinn. Vel má vera að þessi útreikn- ingsmáti hafi viögengist árum saman hjá öllum tryggingafélög- um. En eins og leiðarahöfundur Morgunblaðsins bendir rétti- lega á þá eru sérstök ákvæði í

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.