Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 39

Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 39
Einn sólbjartan sumardag hringdu þær til mín stelpurnar á VERU. Almáttugur eru þær orönar svona aö- gangsharöar viö áskriftarukkanirnar flaug i gegnum huga minn. Nei, ekki gat þaö nú veriö - áskriftin haföi veriö færö yfir á Visa í vetur - til að spara sporin. Hvaö vildu þær þá? Jú, Sonja ritstýra haföi stungiö upp á mér til aö vera meö mataruppskriftir, (ég ímynda mér að á dúndurhressum ritstjórnar- fundi hafi fariö fram samkeppni um hver þekkti glötuöustu eldabuskuna i bænum). Fyrir margt löngu haföi ég sagt henni, í trúnaöi aö sjátfsögöu, (sá trúnaöur er nú á milli mín og ykkar sem lesiö VERU) aö sonur minn spyröi iöuiega hvort nú væri Brussu-matur í kvöld. Brussu-matar nafngiftin, sem ég er afskapiega sátt viö, er frá honum komin, fyrir um 15 árum og Brussu-matur þarf aö uppfytia viss skilyrði. Hann er hollur, úr ódýru hráefni, eöa afgöngum, tekur skamman tíma í undirbúningi, hann getur þurft aö malla lengi - þaö er ekkert verra, því þá notar maöur tímann til aö stinga i þvottavél, Ijúka af áríöandi símtölum og hjálpa til viö heimalærdóminn. Hann er ekki fyrir myndariegar húsmæöur sem bera fram mat á dúkað borö á slaginu hálfsjö, heldur fyrir þær okkar sem þyrftu 30 tíma í sótarhring til aö bæta myndarlegheitunum viö vinnuna, námiö, barnauppeld- ið, félagsstörfin, áhugamálin og allt hitt. Fyrirykkur sem vantar þessa 6 tíma í sólarhringinn og fáiö nístandi samviskubit ööru hvoru læt ég fylgja meö smá huggun. Hann sagöi stundum á þessum árum, hann sonur minn: „Mamma mikiö vildi ég óska aö viö værum svona venjuleg fjölskylda sem borðaöi alltaf á sama tíma og ætti peninga til að kaupa fínan mat og Olían og avocadoið stappaö með gafli í skál. Safanum úr sítrónunni bætt útf, þá hvítlauknum, chiliduftinu og sýrð- um rjóma blandaö saman viö. Mjög gott sem ídýfa eöa á salat úr salatblööum og tómötum. Salatblööin undir, þá guacamole og síðan tómötunum raðað ofan á. Kuöungar meö rækju Pasta-kuðungar soönir í sjóöandi vatni með smá salti f Um 300 g pasta-kuðungar sletta ólífuolía nokkur korn saffran 1/2 tsk. cayenne pipar 1/2 tsk. Herbamare salt 1/2 peli rjómi Handfylli af rækjum Olían sett á pönnu (vok-panna best), kryddið út f, malla smástund til aö fá kryddið út í olíuna, rækjan út f, rjóm- anum svo hellt yfir og látið volgna vel. Pastanu hellt yfir ef notuð er vok-panna — annars er pastanu hellt í skál og vökvanum meö rækjunum yfir. Gott aö borða hvftlauksbrauð með. tíma til aö elda. “ Aö sjálfsögöu fékk ég samviskubit og hugsaði til minnar eigin móöur meö vel straujaöa svuntuna, færandi slátur upp úr potti á stífbónuðu eldhúsgólfinu, heimalöguö sulta, hafra- kex, kleinur og jólakökur í skápum. Seinna þegar sonurinn var kominn i sambúö leit hann viö á mat- málstíma og sagöi viö mig, þar sem ég sat niöursokkin í bók: „Heyröu mamma, nú veit ég hvaö þaö getur veriö þreytandi aö vera svona venjuleg fjölskylda. “ Þaö sló á áratuga gamalt ólæknandi samviskubitiö hjá mér og ekki síöur nokkrum dögum seinna þegar sambýliskona hans sagði viö mig „Hann er ekkert rosalega húslegur og góöur kokkur, en hann veit aö heimilisstörf og matseld vinnast ekki afsjálfu sér. “ Tómat-hvítlaukssúpa (heil máltíð) 4-6 tómatar skornir í smáa bita (eöa 1 dós niöursoðnir tómatar) 1/2 rauð paprika smátt skorin 1- 2 laukar smátt skornir 2- 4 hvítlauksrif smátt skorin eöa pressuð 1- 2 tsk. paprikuduft 2 bollar vatn sletta ólífuolía 1/2 tsk. salt 1 egg á mann Gróft brauð (þarf ekki aö vera nýtt, þá skorpan skorin af) Olíusletta í pott, laukurinn útf og látinn taka lit, þá paprik- an, tómatar, hvítlaukurinn, saltiö og paprikuduftiö hrært saman viö. Vatnið út f og suðan látin koma upp. Lækkið hitann og látiö malla í a.m.k. 1/2 tfma. Rétt áður en súpan er borin fram eru eggin þeytt meö gafli f bolla og síöan látin drjúpa út í sjóöandi súpuna, þeytt meðgafli, undirbununni, f sjóðandi súpunni á með- an. Brauöið brotið og þvf raðað ofan á súpuna f pottin- um, boriö fram strax með nýju brauði. Ekki sakar að setja smá slettu af sýröum rjóma ofan á hvern súpudisk. I þessa súpu, eins og margar aðrar „naglasúpur", má nota ýmislegt úr ísskápnum (ef hann er ekki tómur) svo sem blaðlauk, sellerf eöa kjötafganga. Steiktar rófur 2 meðalstórar rófur 1 egg 1 lófi heilhveiti eöa brauðrasp 1 tsk. Herbamare eða salt annaö krydd eftir smekk sletta ólffuolía 2- 3 msk. kókósmjöl Ysta lagið skorið af rófunum, þær síðan skornar þvert í 1/2-1 sm skffur. Rófunum velt upp úr egginu og þá heil- hveitinu eða brauöraspinu með kryddinu. Olfan sett á pönnu og hituð, rófurnar steiktar á báð um hliöum. Lok sett á pönnuna og hitinn lækkaður. Til- búið þegar rófurnar eru orðnar linar í gegn. Rófurnartekrv ar af pönnunni. Kókósmjöli stráö á heita pönnuna og látiö smá brúnast. Kókósmjöliö borið fram í sér skál. Borðið með brúnum hrfsgrjónum eða kartöflum. Mexíkóskur pottréttur eða fylling í Taco-skeljar 2 laukar skornir smátt sletta ólffuolía 2 hvítlauksrif 3 meðalstórar kartöflur afhýddar og skornar f litla bita 1-2 tsk. paprikuduft 1/2 tsk. Chiliduft lítil dós tómatkraftur 1 bolli linsubaunir 1/2 bolli mjólk eða vatn Lítil dós ananas (ekki verra að hann sé ferskur), skorinn f bita. Ágætt er að bæta f maísbaunum frosnum eöa úr dós. Ef við eigum ostbita má gjarnan skera hann f smá- bita og bæta útf. Til hátíöabrigða er gott aö hafa hun- angsmelónusneið f 1 sm bitum. Linsubaunirnar soðnar f vatni meö smá salti og chilidufti f 10-15 mín. Hitið olfuna f rúmgóöum potti, laukur og hvít- laukurinn út f og látiö taka lit. Bætiö f tómatkrafti, mjólk, paprikudufti, safanum af ananasinum og linsubaunun- um meö soöinu. Suðan látin koma upp. Kartöflurnar út f. Látiö malla á lægsta hita f 1-11/2 tfma, hrærið í öðru hvoru. Bætið ananasbitunum í og látiö malla áfram f 10 mfn. Ef notuö er melóna og/eða mafs er því bætt f um leið og ananas- inum. Boriö fram meö soðnum hrfsgrjónum (helst brúnum). Sumum finnst Guacamole ómissandi með mexíkóskum mat og því læt ég uppskriftina fylgja meö. 1-2 msk. ólífuolía 1 þroskað avocado afhýtt og skorið í sneiðar Gerla vi6 matarboröið. Myndin er tekin á þeim árum sem sonur hennar gaf matseldinni á heimilinu Brussu-nafnið. Þarna var Gerla meft sýningu á verkum sinum og bar hún yfirskriftina MENU efta matseðill. m tur

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.