Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 40
kv nnapólitíkin
Umræöan um stöðu Kvennalistans er
oröin ansi þreytt í augum okkar sem
stöndum að baki framboöinu. En
vangavelturnar hafa líka að mestu
leyti snúist um Kvennalistann sem ein-
angraö fyrirbæri en ekki sem hluta af
stærra vandamáli. Nefnilega útjöskuðu
flokkakerfi. Tilsvör nokkurra kvenna
og eins karls um ástæðurnar fyrir tapi
Kvennalistans í síðustu Alþingiskosn-
ingum, í júníblaði VERU, eru ágætis
þverskurður af umræðunni. Ég er ekki
að gera lítiö úr skoðunum þessa fólks
og var reyndar sammála ýmsu sem þar
kom fram. En það að útskýra vandann
með tali um forystukreppu, togstreitu
og skorti á ferskleika er yfirborös-
kennt. Þetta beinlínis blasir við öllum
sem vilja sjá. Þetta á reyndar við um
alla stjórnmálaflokka á íslandi og er
því engin sérstök skilgreining á vanda
Kvennalistans.
Það að spyrja svo hvaða áhrif þetta hafi á
framtíð kvennabaráttunnar er hæpið.
Kvennalistinn skiptir þar engum sköpum.
Hann er aðeins angi af kvennabaráttunni -
mjög áhrifaríkur þó - tilraun sem heppnaðist
með ágætum. En Kvennalistanum var aldrei
ætlað eilíft líf.
Það er gott að vera kona
Það mikilvægasta I hugmyndafræði Kvenna-
listans er líklega áhersla samtakanna á það
jákvæða í kvennamenningu. Allir muna eftir
slagorðinu „Það er gott að vera kona“. Þeir
sem ekki skilja það, halda að kvennalista-
konur hafi oftrú á gæðum kvenna og álíti
alla karla vonda. Aðrír hafa litið svo á sem
Kvennalistinn telji allar konur hafa sömu
hagsmuni. Svo er vitanlega ekki en þessi
rangtúlkun hefur gert það að verkum að
margar konur í Tslenskum stjórnmálum og
atvinnulífinu hafa ekki meðtekið þetta og
þ.a.l. ekki litið á sín gildi og sína aðferða-
fræði sem góða og gilda. Þær vilja bara að
konur herði sig. Mann verkjar í kjálkana við
tilhugsunina um að bíta stöðugt á jaxlinn og
berjast áfram á forsendum sem eru mörg-
um konum ekki eiginlegar.
Ég er í kvennabaráttu til að færa konum
raunverulegt frelsi. Frelsi til að fá að vera
þær sjálfar. Viö þurfum einfaldlega að
standa saman. Besta leiðin er að vera góð-
ar hver við aðra. Við þurfum að hvetja aðrar
konur áfram og gera allt sem í okkar valdi
stendur til að efla hlut kvenna í samfélag-
inu. Þess vegna er kvennapólitík nauðsyn-
leg í stjórnmálum.
Kvennabaráttan er
í stöðugri endurskoðun
Kvennabaráttan lifir áfram hvað sem líður
fylgi Kvennalistans. Mikiö verk hefur verið
unnið, opnuð umræða um ýmislegt sem
aldrei var rætt í fjölmiðlum eða stjórnkerf-
inu. Þessi umræða stöðvast ekki. Hæfar
konur út um allt land vinna að framgöngu
kvenfrelsis á flestum sviðum þjóðlífs. Marg-
ar upplifa þó stöðnunartímabil. Leiðir að
markmiðunum eru óljósari en áður og þó
margt hafi áunnist er þreytandi að staglast
stööugt á öðrum baráttumálum. Kvenna-
rannsóknir hafa stóreflst og að sama skapi
dregið fram nýjar hliðar á kynjamisrétti sem
kalla á nýjar áherslur.
fari smám saman að koma í leitirnar.
Kannski luma karlarnir á einhverjum þeirra.
Á meðan ætla ég að njóta lífsins með vin-
konum mínum í Kvennalistanum og stuðla
að framgöngu kvenna og karla í stjórnmála-
frh. bls. 42
Karlar eru nú að hasla sér völl í jafnrétt-
isumræðunni og þar er margt spennandi á
ferðinni. Mér líður a.m.k. eins og ég sé
búin að sitja ofboöslega lengi yfir stóru
púsluspili. Ég get ekki klárað myndina því
það vantar svo mörg púsl. Ég vona að þau