Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 17

Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 17
gpttráð við erfiðrifœðingu Oléttar konur heyra oft ýmsar sögur um fæðingar og verða þær oft svæsnari eftir því sem nær dregur fæðingunni. Þessi hafði þó alveg farið framhjá mér þar til ég leit í Öldina okkar fyrir skömmu og hefði hún þó eflaust getað komiö einhverri fæðandi konunni að góðu gagni. Fréttin er frá árinu 1759 segir sitthvað um aldarfarið og stöðu kvenna, vinnukvenna: „Fágætur atburðurgerðistí brúðkaupsveizlu að Þingeyrum, er Halldór Vídalín, sonur Bjarna sýslumanns Halldórssonar, gekk að eiga Ragnheiði Einarsdóttur frá Söndum T Miðfirði. Skömmu áður en veizlan hófst, kenndi vinnukona þar á staðnum, Málfriður Sighvatsdóttir að nafni, léttasóttar. Gekk henni fæðingin mjög erfiðlega, svo að ekki var annaö sýnna en hún myndi deyja, og vildi hagur hennar ekki greiðast, hverra úr- ræða sem leitað var. Nú er það gömul trú, að úr rakni fyrir konum í barnsnauð, ef þær eru færöar í volga flík af manni þeim, er gert hefur þeim barnið. Mái- friður eignaði Halldóri brúðguma krógann, og varð það því þrautaráðið að kalla hann af brúðarbekknum, þegar veizlan stóð sem hæst, og láta hann fara úr skyrtu sinni. Þegar Málfriður hafði verið færð í skyrtu Halldórs, brá líka svo við, að hún varð léttari." sbj thtpöint 1200 SNÚNINGA ÞVOTTAVÉL. llUlfJUÍnt MJRRKARI, TEKUR 5 KG. ® GENERAL ELECTRIC ÞVOTTAVÉL, TEKUR 9 KG. ©GENERAL ELECTRIC ÞURRKARI, TEKUR 7 KG. GENERAL ELECTRIC ÉknnM* E1 HEKLA og söluaðilar um land allt dotturtyrirtæki General Electric

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.