Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 21

Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 21
„Konur og karlar eru í grundvallaratriöum ólík og það er sam- hengi milli líkama, heila og sálar. Ég lít á líkamann sem birt- ingarform sálarinnar og þannig er líkami konunnar birtingar- num form þess eðlis sem býr í henni.“ Valgeröur H. Bjarnadóttir: „Sú stefna aö viöhalda ójafnvægi kynj- anna eöa aö halda áfram aö ýta konunum inn í karlveldið og láta okkur tileinka okkur þann hugsun- arhátt sem þar ríkir mun valda endanlegu hruni lífsins á jörö- hjS annarri eöa fórum í langa göngutúra og töl- uðum endalaust saman um þaö sem viö vor- um aö uppgötva. Viö skoöuðum öll þessi tákn sem viö gefum sjálfum okkur, t.d. I gegnum drauma og í samskiptum við annaö fólk. Viö vorum og erum enn speglar hvor fyrir aöra." Þaö var svo áriö 1991 þegar Valgerður var orðin jafnréttis- og fræðslufulltrúi Akureyrar- bæjar og Karólína starfaöi sem fjölskylduráð- gjafi á Heilsugæslustööinni aö þeim fannst kominn tími til að miðla reynslu sinni mark- visst til annarra kvenna. Þær settu saman námskeið sem var byggt upp á þeim lestri og þeirri vinnu sem þær fóru í gegnum til aö þyggja sjálfar sig upp. Námskeiðið sem þær kalla „Lífsvefinn" er sjálfstyrkingarnámskeiö fyrir konur og í því er fjallað um sögu kvenna, samhengi milli trúarhugmynda og sjálfsímynd- ar kvenna, karllæg píramítakerfi og kvenlæg, hringlæg kerfi. Síöast en ekki síst er fjallaö um samskipti, bæöi samskipti kvenna, samskipti kynjanna og samskipti okkar við sjálfar okkur. Þetta námskeiö þekkja margar konur á Akur- eyri, því þær Valgerður og Karólína hafa haldiö þau sem hluta af sínum störfum hjá Akureyrar- bæ og Heilsugæslustöðinni undanfarin þrjú ár. Lífið sem heild Þennan slðasta áratug var Valgeröur ekki einung- is aö stunda sjálfskoöun og gera upp sitt fyrra líf og tilfinningar gagnvart veröldinni. Hún var verk- efnisfreyja „Bijótum múrana", BRYT, 1985-90, en það var norrænt samstarfsverkefni á sviði jafnréttismála sem haföi það aö markmiði aö auka flölbreytni I náms- og starfsvali kvenna. „Þetta non-æna samstarfsverkefni opnaöi augu fólks fyrir kynjaskiptingunni á vinnumark- aönum," segirValgeröur. „Við sem stýröum verk- efninu áttum þaö sameiginlegt aö viö bárum fyllstu virðingu fyrir störfum kvenna og lögðum því meiri áherslu á aö styðja þær konur sem höföu valiö óheföbundin kvennastörf heldur en að ýta öllum konum út í karlastörfin. I kringum BRYT myndaðist mjög sterkur norrænn kvennahópur. Viö vorum 6-7 konur I i e

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.