Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 10

Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 10
r ykjavík, ó reykjavík... k o n u r bömunum og aö auki þurfi þær ákveöna upphæö sjálf- um sér til framfærslu. Þessi breyting var mjög brýn því áöur var algengt að einstæöar mæöur fengju litla sem enga aöstoö þótt þær ættu ekki fyrir næstu máltíö. Einstæöar ungar mæöur eru annar af tveimur verst settu hópunum hér 1 borginni en hinn hópurinn er einhleypar gamlar konur. Ef þær fá einungis tekju- tryggingu og ellilífeyri fá þær fasteignaskattinn niöur- felldan en til þess aö reyna aö bæta þeirra hag höfum viö nú ákveöið aö fara fram á þaö við ríkiö aö viö fáum lagaheimild til þess aö fella niöur önnur fasteignagjöld hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum. í skólamálunum má líka sjá breytingar sem stuöla að bættum hag kvenna eins og þaö aö nú eiga böm giftra og ógiftra jafnan aögang aö leikskólum og einnig er unniö að því að grunnskólinn mæti þörfum útivinrv andi foreldra. Bæði þessi mál em áralöng baráttumál kvenna og munu vonandi skila þeim bættri stööu á vinnumarkaönum. Þeir kjarasamningar sem viö höfum veriö aö gera aö undanförnu viö leikskólakennara og Sóknarfólk eru skref í þá átt aö minnka launamun kynjanna og í samningum viö Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar var stigið fyrsta skrefiö I átt aö ókynbundnu starfs- mati. í bókun meö samningnum erjafnframttek- iö fram að sérstök áhersla skuli lögð á þaö aö skoða launamál ritara og þeirra sem eru I umönnunarstörfum hjá Reykjavíkurborg. I ráðningarmálum borgarinnar reynum við markvisst að auka hlut kvenna I stjórnun- arstööum. Þannigvart.d. ráöin kona I starf forstjóra Strætisvagna Reykjavíkur og þegar staða borgarrit- ara losnaöi var ráöin kona I þaö starf en ég er sann- færö um það aö hún heföi ekki veriö ráöin I þetta v i d v næstæösta emþætti borgarinnar ef ákvarðanir væru ekki teknar út frá þeirri femínísku sýn sem ég talaöi um hér I upphafi. Viö leggium sem sagt upp með þaö femíníska viö- horf sem okkar veganesti aö konur sem kyn eigi und- ir högg aö sækja og það þurfi aö vinna kerfisbundiö að því aö auka hlut þeirra I gæðum samfélagsins. Tíminn á slöan eftir aö leiöa í Ijós hvernig þetta síast inn I borgarkerfiö. Auðvitað þarf aö breyta þessu kerfi en það verður ekki gert með pólitískri ákvöröun aö ofan heldur veröur aö vinna að því jafnt og þétt og ég er sannfærö um það að til þess aö þreytingar nái fram aö ganga þurfi ákveöinn fjöldi kvenna aö kom- ast I valdastöðurnar." Elín G. Ólafsdóttir formaður Jafnréttisnefndar: allar nefndir abyrgar „Femínisminn á aö birtastl öllum þeim málaflokkum sem borgarstjórn á aö sinna og ég lit þvi á stefn- una I kvenfrelsismálum sem heildarstefnu sem eigi aö marka störf allra þeirra nefnda og ráöa sem starfa innan þorgarkerfisins. Af þeim málum sem stuðla aö auknu kvenfrelsi I borginni vil ég t.d. benda á stefn- una I skólamálum. Þaö var ákveðið I upphafi aö koma á einsetnum skóla en sú ákvöröun er liöur I því aö efla kvenfrelsi I borginni. Sama má segja um leik- skólamálin, þaö átak sem nú er veriö aö gera I þvi að Ö 1 tryggja öllum börnum leikskólarými ereinnig liður I þvl að stuðla aö kvenfrelsi sem og aukin félagsleg þjónusta á vegum borgarinnar. Égvil llta á hagsmunamál kvenna I heild og lít svo á aö formenn allra nefnda séu ábyrgir þótt Jafnréttis- nefndin eigi lögum samkvæmt aö hafa frumkvæöi og veita ákveðið aöhald. Þessi nefnd er ööru vísi sett en aðrar nefndir aö þvi leyti aö þær taka viö sjálfvirku gangvirki og erfa ákveðin viöfangsefni og hlutverk. Þótt Jafnréttisnefndin hafi veriö til staðar áöur en viö tókum við þá var hennar starf allt I lausu lofti og viö byrjuðum á því aö setjast inn I þessa tómu bólu. Þetta tómarúm er alþekkt fyrirbrigöi I jafnréttisnefnd- unum I nágrannalöndum okkar og þeim fulltrúum sem sitja I þeim finnst oft sem þeir séu verkefnalitlir og sjái ekki mikinn árangur. Viö viljum ekki lenda I þeirri aöstööu og höfum nú m.a. lagt fram drög aö jafnréttisáætlun sem nær bæöi til íbúa Reykjavíkur og starfsmanna borgarinnar. Markmiö þeirrar áætl- unar er að jafna stööu kvenna og karla I Reykjavík meö markvissum stjórnvaldsaögerðum samkvæmt lögum frá 1991 sem segja aö konum og körlum skuli meö stjórnvaldsaðgeröum tryggöir sömu möguleikar til atvinnu, launa og menntunar. Jafnréttisnefndin stendur einnig fyrir fræöslu- átaki um jafnréttismál, en við byrjuðum meö fræöslu- fundi fyrir forstööumenn allra helstu stofnana borgar- innar. Slöan veröum viö meö samskonar fræöslufundi fyrir millistjórnendur og I framhaldi af því er I ráöi aö standa fyrir fræðslufundum og nám- skeiðum fyrir starfsfólk stofnananna. Viö erum öll sammála um að þessir fundir séu mjög mikilvægir til aö koma umræðu um bætt kjör kvenna I gang og von- umst til þess aö I framhaldi af þessu samstarfi verði auöveldara aö fá samvinnu stofnananna um ýmiss konarúttektirogrannsóknirt.d. á launamun kynjanna, hvernig veikindafrí vegna þarna skiptist o.s.frv. Þaö er mjög mikilvægt aö hagsmuna kvenna sé gætt viö allar mannaráöningar hjá borginni og viö verðum aö leggja sérstaka áherslu á launamálin. Þar er svo sannarlega við ramman reip aö draga því karl- ar ráöa enn meira og minna ferðinni viö gerö allra kjarasamninga. Viö megum heldur ekki gleyma menningarsviöinu, þar veröur markvisst aö draga fram framlag beggja kynja. Fyrirmyndir barna og ung- menna þurfa aö vera af báöum kynjum, ekki síst á menningarsviðinu, og því skiptir mjög miklu máli aö þau sjái aö þæði kynin geti látið til sln taka og séu jafn rétt- há. Viö sáum aðeins votta fyrir þessu 17. júnl s.l. þegar dagskráin á Austurvelli var öll I höndum kvenna. En eins og ég sagöi áöan lít ég svo á aö formenn allra nefnda I borginni séu ábyrgir fyrir því hvernig hag kvenna sé best borgið I hverjum málaflokki og éggeri þá kröfu aö þeir sem eru I forsvari hjá Reykjavlkur- 0 i 4

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.