Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 13

Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 13
Ethel Smyth (1858-1944) var enskt tón- skáld og rithöfundur. Eftir hana liggja sex óp- erur, nokkur kórverk og ein messa, en tón- verk hennar eru nokkuð þekkt. Einnig skrifaði Ethel Smyth nokkrar áhugaverðar og skemmtilegar sjálfsævisögulegar bækur. Hún var dóttir bresks hershöfðingja og stundaði nám í tónlistarakademíunni í Leipzig. Þegar hún hvarf heim frá námi gerð- ist hún ein af leiðtogum bresku súffragett- anna, sem börðust fyrir kosningarétti kvenna, og var í kjölfarið fangelsuð I tvo mánuði árið 1911. Það virðist þversagnar- kennt en níu árum síðar hlaut hún heiðurs- nafnbótina „Dame of the British Empire" sem samsvarar riddaratign. Orðabókin seg- ir ekkjur og eiginkonur manna af lágaðli hafa hlotið þessa nafnbót, en Ethel Smyth giftist aldrei, enda samkynhneigö, og hlaut nafn- bótina vegna eigin verðleika. Tchaikovsky var samtímamaður ungfrú Smyth og í skrifum sínum minnist hann hennar, en þau hittust í Leipzig um jólaleyt- ið árið 1887. „Meðan við sátum yfirteborð- inu kom fallegur hundur af setter-kyni labbandi inn í stofuna. „Nú er ungfrú Smyth á ferðinni", sögðu allir t einum kór, og skömmu síöar gekk þessi hávaxna enska kona inn. Hún var ekki lagleg en andlit henn- ar var greindarlegt og sviþmikið. Hún var kynnt fyrir mér sem félagi úr sömu starf- stétt. Ungfrú Smyth er ein fárra kvenna sem tekin er alvarlega sem tónskáld sígildrar tónlistar. Hún hafði komiö til Leipzig nokkrum árum áður og hafði stundað nám í tónfræði ogtónsmíöum af miklu kappi. Hún hafði samið nokkur áhugaverö tónverk og þótti efnilegt tónskáld." Og Tchaikovsky heldur áfram: „Óhætt er að segja að engin ensk kona sé sneydd sérvisku. Ungfrú Smyth hafði sín séreinkenni sem voru þessi: Fallegi hundurinn, en hann vék hvergi frá þessari einmanalegu konu, og tilkynnti alltaf komu hennar. Veiöar voru henni mikil ástríða, og hvarf Ethel Smyth til Englands reglulega til að halda á veiöar, og loks hafði hún ótrúlega mikið dálæti á hinni torræöu tónlist Brahms." Áhrifa af tónverkum Tchaikovskys gætir í tónsmíðum Smyth, en hún kynntist einnig tónskáldunum Brahms og Grieg, þegar hún dvaldi í Leipzig, og Ethel Smyth mun hafa verið kunnug eiginkonu Wagners. Óperusmíðar voru ekki dæmigerð „kven- mannsvinna" á tímum Ethel Smyth og því miður hefur lítil breyting orðið þar á. í sið- asta hefti norska tímaritsins Lövetann, (3.95), erfjallað um eina af óperum hennar, „Strandþjófana" eða „The Wreckers". „í óp- erunni eru fallegir lýriskir kaflar en það er eins og hún hafi ekki þorað að tjá dramatísk- artilfinningar af nógu miklum krafti. Var það ef til vill af ótta við að hneyksla eða ganga of langt sem kona?" Einnig er fjallað um frumsýningu þessarar óperu í Leipzig. Sýn- ingin haföi veriö stytt gegn vilja hennar. Dramatískustu þáttunum var sleppt. Var þetta uppfærsla á kvenlegri óperu? Þetta fannst Ethel Smyth einum of langt gengið. Að sýningu lokinni fór hún ofan í hljómsveit- argryfjuna safnaði saman öllum nótum hljóðfæraleikaranna og tók næstu lest til Prag. Ekki urðu fleiri sýningar á verkinu í það sinn. Tónlist hennar var kannski ekki mjög dramatísk, en það var skaphöfn hennar hins vegar örugglega. Ethel Smyth er ekki talin með helstu áhrifavöldum í sögu óperunnar. En það er mikilvægt að tónlist hennar falli ekki í gleymsku og dá. Vala S. Valdimarsdóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.