Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 20

Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 20
vNgerður h. bjarnadóttir í leit c»jð auk „Mér finnst bæöi mjög mikilvæg og góö sú þróun að í há- skólum víöa um heim er þaö orðiö viöurkennt að andlegur Valgeröur H. Bjarnadóttir hugsunarháttur sé ekki bara einhver nýöld eöa rugludalla- jafnréttisfulltrúi Akureyrar heldur út í helm: speki, heldur sé hann, og hafi alltaf verið, nauðsynlegur hluti lífsins. “ Hún er komin aö noröan og situr í sófa á Borg- inni - kona sem gengur alltaf í pilsi, er kven- leg, brosmild og gefandi og býr augljóslega yfir miklum innri styrk. Hún heitir Valgerður H. Bjarnadóttir og er ein af þeim konum sem tengjast íslenskri kvennabaráttu órjúfandi böndum. Hún hefur unniö aö bættum félagsleg- um réttindum kvenna um árabil og jafnframt leitað leiða til aö auka innri styrkinn sem hlýt- ur jú, þegar allt kemur til alls, að vera for- senda þess að raunverulegur árangur náist. Og svo mikið er víst að þessi kona lætur þær hindranir sem kunna að verða á vegi hennar ekki yfirbuga sig. Valgerður var ung að árum þegar hún fór að skipta sér af pólitlk en á unglingsárunum var þaö þó leiklist- in sem átti hug hennar allan og hún var á kafi í leik- listinni I Menntaskólanum á Akureyri. Að stúdents- prófinu loknu hélt hún til náms í Háskóla íslands og hellti sér þá út I stúdentapólitíkina og tók einnig full- an þáttí henni á námsárum sínum í Noregi. Að nám- inu loknu tók hún þátt I stofnun og starfi Jafnréttis- hreyfingarinnar á Akureyri, var svo efsta kona á lista Kvennaframboðsins á Akureyri árið 1982 og forseti bæjarstjórnar þaö kjörtímabil. Hún var verkefnisstjóri „Brjótum múranna" frá 1985-1990 og síöan 1991 hefur hún starfaö sem jafnréttis- og fræöslufulltrúi Akureyrar. Undir hennar stjórn hefur Akureyrarbær oröiö verðug fyrirmynd annarra bæjarfélaga í jafnrétt- ismálum: þar eru jafnréttisáætlanir næstum jafn sjálfsagður hlutur og fjárhagsáætlanir, Menntasmiðja kvenna styrkir atvinnulausar og heimavinnandi konur í því að fara aftur út í atvinnultfiö og sjálfstyrkingamám- skeiö eru haldin bæöi fyrir konur og karla. Valgeröur er nú á förum til San Fransiskó t M.A. nám við námsbraut sem heitir þvt dularfulla nafni „Women's Spirituality" og Vera gat ekki látið hana sleppa úr landi án þess aö forvitnast um þessi um- skipti í Itfi hennar. Þegar augun opnuðust „Fyrsta stóra lífsreynslan sem breytti hugmyndum mtnum um það hvað þaö þýðir að vera kona varö þeg- ar ég var sextán og fór til Bretlands t sumarskóla," segir Valgerður. „Ég, sem var einbirni og alin upp í mikilli ástúð, varð ástfangin. Hann var kallaður „Tramp", meðlimur úr Hells Angels-genginu á staön- um, sígauni í aðra ættina, dökkur á brún og brá og ægifagur. Þarna var ég, litla stúlkan aö norðan, sem sagt lent inni t talsvert töff gengi, en hafði jafnframt allt aðra stöðu t hópnum en hinar stelpurnar, sem mér fannst stöðugt niðurlægöar. Framkoman gagn- vart mér var hins vegar allt önnur og ég gerði mér grein fyrir þvt að það hafði eitthvað meö mig og mtna sjálfsmynd aö gera. Einn daginn varTramp horfinn af sjónarsviðinu, hann var fyrrum eiturlyfjaneytandi og féll þegar hann hitti gamla „vini" sem buðu upp á dóp. Ég var auðvitað alveg miöur mtn en bróöir hans reyndi að hughreysta mig og sagði aö ég skyldi bara vera fegin því þótt hann virti mig núna, þá heföi sá dagur runnið upp fyrr eða síöar aö hann heföi selt mig einhverjum bensínsölumanninum fyrir dropa á tankinn á mótorhjólinu. Ég fann að þetta var satt og þarna uppgötvaði ég eitthvað nýtt um stööu mína sem kona og einsetti mér að læra að skilja og breyta þeim heimi sem skapaöi svona samskipti." Eftir menntaskólann fór Valgerður, trú sinni sann- færingu, að vinna á geðdeild. Stðan lá leiöin t sálar- fræði í Háskóla íslands. f henni togaöist á þörf til að bjarga heiminum og hins vegar listræna þörfin. Hana langaði líka til að verða leikkona, hún hafði ung að árum orðið fyrir töfrum leiklistargyöjunnar og verið formaður leikfélagsins í Menntaskólanum á Akureyri á meðan hún var þar. Hún komst aö lokum aö þeirri niðurstöðu aö sálfræðin hentaði henni ekki og þá fór hún til Frakklands, var þar í eitt ár og ætlaði t leiklist- arskóla. En þörfin fyrir að bjarga heiminum varö á endanum yfirsterkari og hún fór í félagsráðgjafanám til Noregs. Á þessum tíma var Valgerður komin á kaf í alls konar kvennapælingar, enda kynnastfélagsráð- gjafar vel stööu kvenna innan samfélagsins. Hin ytri og innri barátta Þegar Valgerður kom heim frá náminu í Noregi áriö 1980 var hún með „femínismann í farteskinu", og kynntist fljótlega öðrum konum sem voru á svipuðu róli. Snemma árs 1981 var stofnuö Jafnréttishreyf- ingin á Akureyri. Upp úr þessari hreyfingu var síðan Kvennaframboöiö stofnað en það bauð fram til bæj- arstjórnar áriö 1982. Valgerður leiddi lista kvenna- framboðsins sem vann glæsilegan kosningasigur og kom tveimur konum í bæjarstjórn Akureyrar. Valgerður var orðin forseti bæjarstjórnar aðeins 28 ára gömul. „Þetta var mjög krefjandi tími því inn í þetta flétt- aðist mjög erfitt tímabil í lífi mínu," segir Valgerður. „Annars vegar varð ég allt i einu svona sýnileg út á viö og nokkurs konar tákn fyrir hina sterku konu og hins vegar hrundi ég alveg niður persónulega. Ég var í fyrsta skipti á ævinni í sambúð, eignaöist barn, sem var reyndar stórkostlegasta lífsreynsla mín, og lenti inni í mjög niðurbrjótandi sambandi. Núna get ég lit- ið á þetta tímabil sem viðbót við mitt nám, kvenna- kúgun er flókiö fyrirbæri og ekki bara spurning um hvað fólk lætur bjóða sér. Þetta er spurning um sam- skipti — þaö skeður eitthvað í þessum samböndum þar sem annar aöilinn fer inn í hlutverk kúgara og hinn í hlutverk hins kúgaða. Báðum líður jafn illa því þessi staða er niöurbrjótandi fyrir báða aðila. En það er erfitt að breyta þessu og ég álít að f slíkum sam- skiptum eigi þau hlutverk, sem viö förum f, djúpar rætur f fortfð beggja aðila og í þvf samfélagsformi sem við fæðumst inn f. Ég missti smám saman alla sjálfsvirðingu og allt sjálfsöryggi inn á við þótt ég héldi styrk mfnum út á viö. Þvf miöur tókst okkur ekki að vinna okkur út úr þessu mynstri og sambandiö slitnaði. Ég náöi aö byggja mig upp aftur og þaö get ég þakkað þvf hvað ég hafði sterkt og gott bakland". Lífsvefurinn Þessi Iffsreynsla varð til þess að Valgerður geröi sér grein fyrir mikilvægi hins innra sjálfsstyrks, það væri ekki nóg að bæta stööu kvenna úti f samfélaginu held- ur þyrftu konur Ifka að efla sinn innri styrk. Á þessum tfma bundust þær nánum vináttuböndum Valgeröur og Karólfna Stefánsdóttir, sem einnig er félagsráögjafi: „Þótt Karólína byggi við allt aörar aðstæður en ég hafði hún líka þörf fyrir að líta inn á við og auka sinn innri styrk þvf allar konur, og reyndar karlar Ifka, hafa þörf fyrir aö efla eigin styrk. f mörg ár lásum við bæk- ur um andleg málefni, stöðu og sögu kvenna og sam- skipti kynjanna. Svo sátum við viö eldhúsboröið hvor ■k L

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.