Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 19

Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 19
Helga bendir á aö íslenskir fræðimenn hafi löngum flokkað íslendingasögurnar nið- ur í góðar og miður góðar, „eftir því hvernig þær falla að hugmyndum þeirra um hinn menntaða og meðvitaða höfund. Bestu sög- urnar eru Hrafnkelssaga og Njála...eru þær skilgreindar sem karlmannleg rit“(96). Helga vitnar þessu til stuðnings T ritgerð Sig- urðar Nordals um Hrafnkelssögu frá árinu 1940. Þar spyr hann: „Líkist hún alþýðlegri „Karlabókin og kvennabókin. Möóruvallabók er eitt helsta handrit íslendingasagna. Margrétar saga var notuó við fæðingarhjálp í kaþólskum sið, og er til í fjölda handrita sem öll eru í mjög smáu broti.“ frásagnarlist, eða er hún af því tagi, að eðli- legra sé að eigna hana einum höfundi, sem var í senn mikið skáld og hámenntaður mað- ur?“(96). Helga segir að í þessum hugsun- arhætti felist „mælikvarði íslenska skólans í höfundarhugtakinu og karlamenningunni sem stefnt er gegn margröddun og munn- legri hefð alþýðumenningar. Með þessu þyggja fræðimenn íslenska skólans uþþ sjálfsmynd sína sem menntaðir íslenskir karlmenn, tilheyrandi menningu á heims- mælikvarða“(97). Vegið að karlamenningu Með bók sinni Máttugar meyjar vegur Helga að bókmenntastofnuninni og sjálfsmynd ís- lensku þjóðarinnar. Hún afbyggir markvisst ríkjandi hugmyndir um íslenskar fornbók- menntir og þar með Tmynd karlmennskunn- ar. Það gerir hún m.a. með því að draga fram skoplegar myndir úr íslendingasögum sem túlkaðar hafa verið sem hetjudáðir ts- lenskra karlmanna á þjóðveldisöld. Helga fjallar t.d. um Fóstbræðrasögu sem paródíu á íslendingasögurnar. Paródían birtist í háði og grótesku myndmáli þar sem andhetjur komast upp með að ræna, kúga og drepa venjulegt fólk. Annað dæmi um afbyggingu Helgu á rannsóknarsögu íslenskra fornbók- mennta er umfjöllun hennar um Skírnismál. í bókmenntasögunni hefur það ýmist verið túlkað sem frjósemismýta eða ástarkvæði. Helga telur Skímismál hins vegar vera kvæði um kynferðislegt ofbeldi: „Þessi sam- sömun með þrá karlmannsins og blindni á konunni T textanum er dæmigerð fýrir rann- sóknasögu íslenskra fornbókmennta, þar sem fræðimenn hafa ekki tekið eftir öllu því ofbeldi gagnvart konum sem þessar bók- menntir lýsa“(73). I ritmenningu karla rúmast aðeins ein rödd. Hún er því ólík munnlegum skáldskap sem býður upp á mikla fjölbreytni og margar raddir. Helga sér varðveislu Völuspár sem gott dæmi um það hvernig ritmenningin af- bakar munnlegan skáldskap. „Munnleg hefð hefur rúm fyrir fjölbreytni, mörg afbrigði og margar raddir, þar sem ritmenningin fel- ur í sér ákveðið og smækkandi val. í varð- veislu Völuspár má sjá átök þessara tveggja hefða, munnlegrar hefðar kvennamenningar og ritmenningar karla. Um leið og ritmenn- ingin hefur varðveitt það sem til er af kvæð- inu, hefur hún ritstýrt því og umskaþað T sTna mynd... Þannig hefur ekki einungis verið þaggað niðurí konum og menningu þeirra til forna af nýrri menningu kristni, ritlistar, bók- menntastofnunar, heldur einnig fræðimönn- um sTðari tTma"(58). Ljóst má vera að fræði- menn sTðari tTma hafa ekki einungis þaggað niðurí kvennamenningu til forna, þeir þagga einnig niður í konu sem talar máli kvenna- menningar. Helga hefur sannað kenningu sína með því að gefa út Máttugar meyjar. Innan ríkjandi karlamenningar er aðeins rúm fyrir eina rödd og eitt kyn. ÞJÓDLEIKHÚSID SÍMI 551 1200 ÞREK OG TÁR" eítir ÓlaíHauk Símonarson. Fyrsta frumsýning leikársins. kv nnafræöin

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.