Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 4

Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 4
athafnakonan Þær eru ófáar konurnar sem vinna við hliö eiginmanna sinna t útgerð. Þorbjörg Alexandersdóttir í Rifi er ein þeirra. Strax fyrsta daginn vildi Þorbjörg læra á lyftarann. nema Erla, elsta dóttir þeirra. Hún er viö- skiptafræðingur og hefur snúið heim ásamt eiginmanni og börnum og er nú framkvæmd- arstjóri Sjávariðjunnar. Þorbjörg og Kristinn eignuðust alls sex börn, en elsti sonur þeirra drukknaði T Ósnum T Rifi aðeins sjö ára gamall. Hin systkinin koma heim á sumrin og vinna við fyrirtækið enda fullgildir hluthafar T þvl. Frá því árið 1974 hafa Þorbjörg og Krist- inn Jón gert út fiskiskipið Hamar. Kristinn hefur lengst af verið skipstjóri á bátnum eða þar til nú sTðustu ár og Þorbjörg hefur séð um bókhald, fjármál, útreikning launa og þaö sem gera þurfti í landi. „Það var mikil vinna hérna á árum áður þegar börnin voru lítil og maðurinn minn alltaf á sjónum. En ég er svo þakklát fyrir að hafa tekið þátt T þessu. Og hefði ég ekki gert það, þá dreg ég T efa að ég væri hér í dag. Ef maður tekur ekki þátt í því sem er að ger- ast, þá er maður ekkert. Ég vil ekki vera eig- inkona útgerðarmanns eða skipstjóra og lifa í einhverri postulínsveröld og vita ekkert um rekstur eða Ijárhag útgerðarinnar." Samhentir vinir „Við höfum unnið þetta mikiö saman hjónin og gerðum okkur strax grein fyrir að í eigin x „ég vil^ekki 1 postulínsve Á annarri hæð hússins að Háarifi 5 í Rifi á Snæfellsnesi er Þorbjörg Alexandersdóttir með skrifstofu sína. Þetta hús er einnig heimili hennar og héðan hefur hún útsýn yfir það sem henni er kærast. „Ég sé yfir höfnina og fylgist með bátun- um þegar þeir kom inn. Ég segi stundum aö ég þurfi ekkert að spyrja hvað bátarnir séu að fiska mikið því ég get talið hvað þeir hffa upp marga kassa. Það þýði ekki mikið að plata mig. Héðan sé ég líka yfir Sjávariðjuna, fiskverkunarfyrirtækið okkar, og þegar börn- in voru yngri gat ég fylgst með þvT þegar þau komu heim með skólabílnum." Börn Þorbjargar og Kristins Jóns Frið- þjófssonar koma ekki lengur heim úr skólan- um með skólabílnum frá Hellissandi. Þau eru uppkomin og öll viö nám í Reykjavík, rekstri veröur maöur að trúa á það sem maður er að gera. Gera það af heilum hug og leggja sig allan í það. Það þýðir ekkert að búast við skjótfengnum gróða. Við tökum sameiginlega ákvarðanir og erum góðir vin- ir. Mér finnst gott að við getum hjálpast að. Við förum saman að landa þegar Hamar, báturinn okkar, kemur í land. Þá keyri ég vörubllinn upp á fiskmarkað og út í frystihús. Ég fæ samt ekkert að komast að T lönduninni á sumrin þegarstrákamireru heima. Eníveturgerði ég þetta. Okkar skip hefúr reyndar orðið fyrir mik- illi skerðingu á þorskkvóta og veldur það erfiðleik- um hvað útgeröina varðar." Sjávariðjan tekur til starfa „í janúar í fyrra vorum viö orðin áhyggjufull. Við sáum að það var ekki næg atvinna fyrir fjölskylduna allt árið af þeim litla kvóta sem skipið okkar ætti. Framundan virtist ekkert nema atvinnuleysi og volæði. Maðurinn minn er mikill athafnamaður og vorum við ákveðin í að reyna að bjarga okkur sjálf. Það varð úr að við mynduðum hlutafélag með börnunum okkar og settum á stofn fiskverkun. Gengið var formlega frá stofnun hlutafé- lagsins annan apríl, þegar yngsti strákurinn var orðinn nógu gamall til að vera fullgildur hluthafi. Síðan var hafist handa við að lag- færa húsnæði sem við tókum á leigu og gera rekstraráætlanir. Dóttir okkar elsta var tilbú- in að koma með í brallið, en við foreldrarnir vorum þungamiðjan. Við áttum eignir til að veðsetja og annað til að fjármagna dæmið." Á Jónsmessu fyrir ári hófst svo vinna í Sjávariðjunni. Það voru Þorbjörg, Kristinn Jón, börn þeirra og þrír aðrir starfsmenn sem byrjuðu starfið. Maöur þarf að finna hjartsláttinn „Ég hafði aldrei unnið í fiski áður, bara 1 salt- fiski ITtils háttar. Ég hugsaði því með mér að ég yrði að þreifa á þessu alveg sjálf. Kunna þetta. Finna hjartsláttinn og vera meðvituð um það sem þarna fer fram. Og eitt það fyrsta sem ég vildi læra var á lyftarann. Ég hef nefnilega aldrei skilið afhverju það eru bara karlmenn sem stjórna lyfturum. Það er ekkert erfiðara að eiga við þá en bíla," seg- ir Þorbjörg og hlær. „Eftir þetta fór ég daglega niður í Sjávar- Þorbjörg, Kristinn Jón og börn á Jónsmessunni í fyrra þegar Sjávariöjan tók til starfa.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.