Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 18

Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 18
kv nnafræðin Helga Kress. Ræöst hún í bók sinni of harkalega að karlmennsku ímyndinni? rannsakaö hugmyndaheim okkar: „Frásögn er bundin einstakri atburðarás, einstökum persónum, athöfnum þeirra og aðstæðum, hún er reist á ytri sýn til þess sem á sér stað í heiminum", meðan heimspekin lætur sér „ekki nægja að skoða hlutina þannig utan frá heldur einbeitir sér að hinu innra sam- hengi, lætur ekki staðar numið við einstök atriði á yfirborði veruleikans“(93). í þessu samhengi bendir Helga á að bókmennta- fræði eigi margt skylt við heimspeki þar sem hún fæst við merkingu mannsins T tungu- máli og texta. Vegna þess að íslendingar sækja sjálfsmynd sína til tungumálsins og bókmenntanna er þeim „illa við gagnrýna umljöllun og túlkun sem fer undir ytra borð- ið og hróflar með því við sjálfsmynd þeirra, þeirri mynd sem þeir hafa gert af sjálfum sér og menningu sinni.“(94) Máttugar meyjar er ekki hægt að kúga til fulls í Máttugum meyjum hróflar Helga einmitt við sjálfsmynd íslendinga. Hún leggur áherslu á munnlega menningu kvenna og beinir sjón- um sínum að heimi völvunnar, valkyrjunnar og tröllkonunnar, öllu því sem liggur á jaðri ríkjandi karlamenningar. Helga fjallar um grátinn sem kvenlega orðræðu, tregrof sem er einungis kveðið af konum. í þessum menningarheimi er ókarlmannlegt aö gráta og er það tákn um kvenleika og ergi. Helga bendir á að grátur sé líkamsmál sem tekur við þegar orðunum sleppir. Hann sprettur af valdaleysi, vonbrígðum, reiði og sorg kvenna sem hafa verið yfirgefnar. í þessu sambandi fjallar Helga um grátljóð Eddukvæða þar sem konur segja frá lífi sínu af miklum til- finningahita. Slúður er annað dæmi um óheft og flæðandi tungumál og bent hefur verið á það sem einkenni á skáldlegu máli kvenna. Slúður hefur einnig oft að geyma gildismat sem ógnar samfélaginu. Það kem- ur oft upp á yfirborðið í frásögn íslendinga- sagna og er venjulega tengt konum. Konurn- ar slúöra á meðan karlarnir liggja á hleri fyrir utan. Helga segir aö „það sem einkenni slúður kvenna í íslendingasögunum séu gróteskar athugasemdir þeirra um karlhetj- urnar þar sem karlmennska og vald er dreg- ið í efa. Þannig grefur slúðrið undan grunni karlveldisins og er hættuleg orö- ræða“(175). Með því að fjalla um grátinn og slúðrið er Helga að leggja áherslu á hið kvenlega I íslensku fornbókmenntunum. Helga nefnir þær Fenju og Menju í Gróttu- söng sem dæmi um frelsissviptingu kvenna. Kvæðið er harmhljóð máttugra meyja sem eru orðnar að amb- áttum. Helga telur kvæðið vera „dæmigert fýrir fjölda hlið- stæðra frásagna í íslenskum fornbókmenntum sem sýna að máttugar meyjar er ekki hægt að kúga til fulls. Þær rísa alltaf upp og baráttan er enda- laus“(ll). Hún segir baráttu karlveldisins við sterkar konur vera eitt meginviðfangsefni ís- lenskra fornbókmennta og bendir á að þó að „þær meyjar sem koma fyrir í íslenskum fornbókmenntum" séu ekki frjálsar, séu þær „sterkar, og styrkur þeirra felst einmitt í því að þær neita að láta kúga sig. Það gera þær að mestu án ár- angurs, en andóf þeirra má sjá alls staðar I textanum, og er það jafnframt einn helsti drif- kraftur hans" (12). Helga ógnar ríkjandi hug- myndum um íslenskarfornbók- menntir með því að benda á þennan drifkraft, þar sem ís- lensk bókmenntafræði hefur aðallega fengist við að við- halda ríkjandi hugmyndum um fornbók- menntir, þar sem þess hefur verið gætt að hrófla ekki við ímynd karlmennskunnar. Með því að benda á að íslenskar fornbók- menntir fjalli ekki aðeins um menningar- heim karla, heldur einnig munnlega hefð kvenna, er Helga að grafa undan grunni ríkj- andi menningar. Bók hennar er hættuleg orðræða og hana verður að þagga niður. Óskamynd íslendingsins af sjálfum sér íslensk bókmenntafræði er afar sjálfhverf. Hún hefur nær eingöngu fengist viö íslensk- ar bókmenntir, aðallega fornbókmenntirnar sem hafa verið taldar merkasta framlag ís- lendinga til heimsbókmenntanna. Islending- ar eru í þessu samhengi karlmenn þar sem körlum eru eignaðar nær allaríslensku forn- bókmenntirnar þrátt fýrir að þær séu flestar höfundalausar. Helga bendir á í Máttugum meyjum að ekkert sagnarit sé eignað konu og aðeins lítið brot af varðveittum kvæðum sé eignað konum. Hún telur ennfremur að „mun meira hafi tapast af kvæðum kvenna en karla og þær hafi verið settar hjá í göml- um skáldatölum og nöfn þeirra rituö utan rnáls" (15-16). Á einum stað afsakar meira aö segja skrifarinn að hann skuli telja konur meö skáldum. Helga bendir á það I grein sinni í ársriti Torfhildar að hin mikla bók- menntafræöilega umræða sem fór fram á fyrri hluta aldarinnar hafi alveg farið fram hjá íslenskum fræðimönnum. Eina hugtakið sem þeir þeita í rannsóknum sínum er höf- undurinn; „Tslensk sagnaritun er eins og all- ir vita höfundarlaus. Skapaöi þetta visst vandamál fyrir Tslenska skólann og mikla fræðilega vinnu, þar sem öll áhersla var lögð á að hafa upp á höfundinum, ekki ein- ungis í verkinu, heldur einnig í veruleikan- um"(96). Sigurður Nordal lýsti höfundi Völu- spár sem karlmanni, menntamanni, höfðingja og heimsborgara, „hann hafi verið einn af vitrustu mönnum samtíðar sinnar og naut þeirrar menntunar sem íslendingar á 10. öld áttu kost á. Hann hafi oft farið til Al- þingis og í heimboö til vina sinna, jafnvel í aðra landsfjórðunga. Þá hafi hann farið utan einu sinni eða oftar og fært sér samneyti annarra spakra manna í nyt til þess að tala við þá um alvarleg efni. Þetta les hann út úr kvæðinu. Óskamynd íslendingsins af sjálf- um sér“(96). íslendingar vilja halda T þessa óskamynd sína. Með því að benda á hugs- anlegan þátt kvenna í sköpun bókmennt- anna er verið að kollvarpa rótgrónum hug- myndum um sjálfsmynd sem byggð er á óskhyggju. Ólafur Þóröarsson.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.