Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 26

Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 26
sjálfst tt líf kerfið sé allt of seinvirkt og henni hitnar í hamsi þegar Svæðisskrifstofu og trygginga- kerfið ber á góma. „Núna fæ ég 45.000 krónur á mánuði frá Tryggingastofnun og af því er ætlast til að ég borgi 22.000 krónur í húsaleigu fyrir utan rafmagn, hita, mat og aðrar nauðsynjavörur. Auk þess keypti ég mér bíl ásamt pabba til aö auðvelda mérferðiren bíll með lágmarks útbúnaði fyrir mig, kostar um þrjár milljónir. Tryggingastofnun veitir 700.000 krónur f styrk og að auki bílakaupalán sem ég borga á tveimur árum - krónur 9.000 á mánuði. Mér finnst bíllinn hinsvegar vera óhentugur - ekki með lyftu, heldur brautum sem keyrt er á upp í bílinn einnig er toppurinn á bílnum of lágur fyrir manneskju sem situr í fyrirferð- armiklum hjólastól eins og ég er í. Hentug- Ég elska fuglana fuglarnir geta flogið ég get ekki flogið. Fuglarnir geta sungið ég get sungiö fuglarnir syngja með mér. Ég elska mennina mennirnir geta gengið ég get ekki gengið. Mennirnir geta sungið ég get sungið mennirnir syngja ekki meö mér. Ásdís Jenna 1986 asti bílinn finnst mér vera Amerískur Eccon- line en hann er bara alltof dýr! - Mín skoðun er sú að fatlaðir eigi að fá fullan bílakaupa- styrk." Nú þegar Ásdís er komin T sambúð þá missir hún heimilisuppbótina sem er krónur 8.081 á mánuði og er hún mjög ósátt við það. Ekkert tillit er tekið til þess hvort sam- býlismaður sé í námi eða fullri vinnu en Heimir stundaði nám T kennaradeildinni á Akureyri en stefnir svo á Kennaraháskólann I Reykjavík í haust. Dýrt að vera sjálfstæð „Ég var í uppeldisfræði í Háskólanum en hætti vegna erfiöra aðstæðna fyrir fatlaða, ef aðstæður yrðu betri gæti ég hugsaö mér að fara aftur í uppeldisfræöina en stefni þó núna á aö fara í dönsku T haust. Þar sem ör- orkulífeyrir minn auk tekjutryggingar, upp- bótar vegna sjúkrakostnaðar, heimilisupp- bótar og bensínstyrks er um sextTu þúsund á mánuði þá fæ ég ekki námslán, þar sem framfærsla til einstaklings miðast við krón- ur 53.000 á mánuði yfir árið samkvæmt upplýsingum frá LÍN. Af þeirri upphæð sem ég fæ greidda frá Tryggingastofnun dregst bílakaupalánið auk þess sem heimilisupp- bótin verður felld niður og er því ekki úr miklu að moða en ég hef litla möguleika á aö ná mér í aukapening. Ég hef alls ekki efni á þessu sjálfstæða lífi mínu - það er svo dýrt, ég væri ekki hér nema af því að ég á góöa foreldra sem styrkja mig. Þegar ég ákvað að flytjast að heiman gerðu foreldrar mínir samkomulag við mig um að borga húsaleiguna mína. Almenningur gerir sér ekki grein tyrir því hversu dýrt þaö er að vera fatlaöur, til dæmis er kostnaður I sambandi við hjálpartæki mikill. Mér finnst þvT að fatl- aðir ættu yfirhöfuð að fá meiri pening frá Tryggingastofnun og að sömu bætur ættu að vera fyrir karla og konur. Ég er ekki sátt viö að vera fötluö kona og það ætti að hugsa meira um fatlaðar konur í kvennabarátt- unni.“ Ástfangin og geta ekkert að því gert Meðan við Ásdís vorum að spjalla hafði Heimir fariö út í bakarí og kom nú færandi hendi. Yfir bakkelsinu spurði ég þau um samband þeirra en þau eru nýtrúlofuð og að- eins hálfur mánuður sTðan Heimir flutti inn til hennar. Þau hlæja bæði og eftir „eski- móa" kossa segja þau aö fólk hafi tekið þessu misjafnlega. „Þar sem Heimir er ófatlaður telja margir aö hann sé eitthvaö skrýtinn og ég verð reið þegar fólk lítur eingöngu á fötlun mína í þessu sambandi," segir ÁsdTs, „við erum bara ástfangin og getum ekkert við því gert!" Það fór heldur ekki framhjá mér að þau elska hvort annað ósköp heitt! Þegar ég spyr út T trúlofunina kemur T Ijós að það var Ásdís sem var alltaf að ýta á hann um að biðja sín. „Hann tók sig síðan til einn daginn, batttyr- ir augun á mér og ók með mig upp í Heiðmörk. Þegar þangað kom tók hann frá augunum á mér, fór með mig á fallegan stað, kraup á kné og bar upp bónoröiö! Að vera komin með karl- mann inn á heimilið hefurgengið vel til þessa, hann er að vísu óþolinmóður og stundum fyk- ur í hann auk þess er hann lengi að taka til - en hann er af „mjúku" gerðinni," segir hún og hlær. Ásdís Jenna og Heimir segja framtíðina vera óráðna en Heimir ætlar að klára skól- ann og vel getur verið að þau fari til Dan- merkur í nám auk þess sem þar eru betri laun. Ég spurði þau um barneignir en þau gáfu ekkert út á þaö annað en að sá tími kæmi en hvenær væri ekki ákveðið. Eitt er víst að þetta par lætur ekki staðlaðar hug- myndir um fatlaða hefta sig svo framarlega sem hjá því verður komist! í r> íbúöimar sem ÁsdTs og Magga leigja eru „spor' í rétta átt fyrir fatlaöa, en alltaf má bæta og laga. íbúöimar T Tjamarmýri eru stór áfangasig' ur í baráttu þeirra, en íbúðimar tvær eru keyp1' ar af Þroskahjálp í samráði við Húsnæðisstofm un. Þessi nýjung í Tbúöarmálum fatlaðra kostaði mikla baráttu við stjórnvöld, þvT allt kostar Pen' inga. Ódýrast væri fyrir þjóðfélagið ef allir fatlað- ir byggju á sama stað og samnýttu alla þjónustú - en er það réttlátt? Höfum við rétt til þess aö ákveöa búsetu annarra?

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.