Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 43

Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 43
Hverjir hafa lagt Hverjir hafa unniö jafnréttisbaráttunni mest gð || Sendu VERU línu eöa takt sitt á vogarskál jafnréttis undanfarið? |gn og ogagn? verjir hafa tekið VGI á ýmsum málum - hverjir II13 u upp tólið og láttu skoðun þína í Ijós. 7 íslenskar hversdagshetjur fá stóran plús og mikið hrós fyrir hetju- skapinn. Búnar að fara hringinn með börnin og tjalda og allt í rokinu og rigningunni í sumar! Páll Pétursson. Hann ætlar að redda þessu. Sagði í viðtali á Bylgjunni að hann ætlaði að koma launamisréttinu fyrir kattarnef. Nú btðum við bara spenntar! VERA vonast til þess að Allaballar þekki nú sinn vitjunartíma og kjósi Margréti Frímannsdóttur í emþætti formanns. Verslunarmannafélag Reykjavíkur ætlar að greiða dagpeninga úr sjúkrasjóði VR í 30 daga á ári vegna veikinda barna félagsmanna eft- ir að 7 daga samningsbundinn veikindaréttur hjá atvinnurekanda hef- ur verið fullnýttur. Þessir 7 dagar eru fljótir að fjúka eins og flestir vita þótt ekki sé um alvarlegri veikindi barnanna að ræða en um- gangspestir og eyrnabólgur. VR á heiður skilinn fyrir þetta framtak. Kaffileikhúsið í Hlaðvarpanum fær plús fyrir skemmtilegar og frum- legar uppákomur og fyrir að halda rífandi stemmningu í allt sumar. Eru það kannski svona auglýsingar sem skapa siðfræðina sem elur af sér viðhorf eins og það sem kemur fram í lesendabréf- inu hér að neðan, en það birtist í DV 14. ágúst. Sé einhver sammála Páli þessum ætti hann að leita sér aðstoðar. Hann færi áreiðan- lega með bílinn sinn í viðgerð ef hann væri jafn bilaður! Aðstaðan á Barnaspítala Hringsins er „svo slæm að á sama gangi liggja bráðveik börn með allskyns smitsjúkdóma og börn sem eru nýkomin úr eða á leiðinni í aðgerð ... slíkt er ekki aðeins óæskilegt heldur getur þaö beinltnis verið hættulegt." Þetta segir Yrsa Björt Löve í grein í Morgunblaðinu 15. ágúst. Hver ber ábyrgðina ef börnin sýkjast og veikjast alvarlega? Nei þýðir ekki alltaf nei Páll Ólafsson skrifár: Eitthvað munu nú skiptar skoð- anir um áróður og slagorð þeirra Stígamótakvenna, Nei þýðir nei. Staðreyndin er nefnilega sú að nei þýðiralls ekki ailtaf nei. Þetta þekki ég af eigin raun, bæöi Q'á útiliátíöum að sumarlagi ogdans- leikjum. Ég bara bið til guös að Stígamótakonur auki ekki um- svif sin, t.d. á aimennum skemmtistöðum, með sinum allt- uinlykjandi afskiptum og siða- predikunum. Er forsvaranlegt að loka Fæðingarheimilinu í Reykjavtk á meðan kon- ur sem eru nýbúnar að fæða eru látnar liggja frammi á gangi á fæð- ingardeildinni? Og látnar hafa börnin inni hjá sér um nætur svo marg- ar snúa aftur heim til sín úrvinda af svefnleysi og þreytu. Ef þær eru þá ekki sendar heim daginn eftir fæðingu. Húrra fyrir þessum auglýsingahönnuðum. Búnir að uppgötva aö það fara fleiri í sturtu en áður hefur verið haldið fram I auglýsingum! Bitnar niðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu á einhverjum öðrum en konum og börnum? Jú, gamalmennum og geðveiku fólki. Og hver annast þau meðan lokað er? Ætli það séu ekki konur?

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.