Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 44
Ijóksnetinf
lastaf ans o
O tausar
Didda
Forlagið 1995
Hún er ruddaleg, kjaftfor, hörö, töff
og kaldhæöin en samt svo agn-
arsmá inni í sér. Skrifar um líf utan-
garösmannsins, drykkjukonunnar
og dópistans af þvílíkri ástríöu að
lesandinn fær einsemdina og ömur-
leikann beint í æö, verður dapur en
um leiö hugfanginn yfir snilld skáld-
konunnar sem hlífir hvorki sér né
lesendum sínum. Didda lýsirí fyrstu
Ijóðabók sinni manneskju sem hef-
ur glatað sjálfsviröingunni en reynir
aö láta sem ekkert sé þar sem hún
yrkir kotroskin um sukk, svall og ríö-
ingar. Lýsingarnar eru kaldar og
töffheitin meiöa lesandann sem
skynjar himinhrópandi einsemd
stúlkunnar sem eftir geggjaö partí í
erlendum togara skverar sér í land
„meö þrjár/stolnar bjórflöskur í
frakkavasanum" og hefur „kojast"
meö allavega tveimur. Og Ijóöiö
endar svona: „Ég togaramella?
NEI!/Ég sverö íslands, sómi þess
og skjöldur, slagandi/inn á Tryggva-
götuna" (Sómi Islands bls. 17).
Hún afneitar niöurlægingunni á
kaldhæöinn hátt líkt og hún gerir í
Ijóöinu „Byrjun" en í því stoppar hún
mann á Njálsgötunni og skipar hon-
um að ríöa sér, standandi upp viö
vegg. Lýsingarnar á manninum eru
gróteskar og miöast viö að deyfa
auömýkingu stúlkunnar sem upp-
hefur sjálfa sig á kostnaö manns-
ins. Hann er gerður fáránlegur og
hlægilegur þar sem hann stendur
„þarna lítill og boginn og hjólbein-
óttur" og stúlkan sér „einhvern veg-
inn bara beint ofan á enniö á hon-
um". Með því aö lýsa manninum á
þennan hátt finnur hún til (sjald-
gæfra?) yfirburöa en framhald Ijóös-
ins sýnir aö þaö er einungis tíma-
bundin blekking. Þó stúlkan þykist
hafa aðstæður í hendi sér er hún aö-
eins viöfang og horfir á sjálfa sig og
umhverfið eins og hlutlaus áhorfandi
á meöan maöurinn lýkur sér af:
„Svellbunkarnir sindruðu í
stjörnuskininu og þaö var svo dá-
samlega íslenskt aö finna frostiö
narta í ber lærin. Og svo fyrir krafta-
verk eitt fékk hann þaö og ég ýtti
honum frá mér, hysjaði upp um mig
buxurnar og sagöi bless.
Þetta var sá þriöji þetta kvöld og
í haust efnir Vera til
Allir nýir áskrifendur og skuldlausir eldri
áskrifendur verða sjálfkrafa þátttakendur í happdrættinu
mér leið eins og ég væri rétt aö
byrja. "(12)
Svipaöar lýsingar koma víöa fýr-
ir. Þar sem stúlkan lætur eins og
hún hafi fullt vald á aöstæöum en
lesandinn veit betur. Hún erfórnar-
lamb vímu og sjálfseyöingarhvatar
sem fær hana til aö gera „eitthvað
sem engan langar að hafa gert, en
hefur samt gert" eins og segir í Ijóö-
inu „Þaö er ekki ósennilegt". Hún
þykist glöö, kát og kærulaus af því
öðruvísi getur hún vart lifaö af í
þessum ömurlega heimi sem er
uppfullur af andlitslausum hjásvæf-
um — nei svoleiðis orðar Didda það
ekki — ríöurum og nauögurum sem
koma henni ekkert viö. En hún er
ekki glöð þessi stúlka, hún er sár,
meidd og brotin en reynir hvaö hún
getur aö afneita sársaukanum t.d. í
því mergjaða Ijóöi „Aldrei-öriö" sem
fjallar um ömurlega bernsku. En
þaö er einmitt afneitunin svo og hin
upplogna kátína, bæöi í þessu Ijóöi
og öörum sem gerir þrautirnar og
eymdina jafn sýnilega og raun ber
vitni. Og hún hefur ekki mikla trú á
sjálfri sér stúlkan sem í Ijóöinu
„Nótt" situr ein aö spjalli við sjálfa
sig, er viökvæm og vorkennir sjálfri
sér: „Þaö erleiðinlegt/þegarmaðurer
einn./Sérstaklega þegar maöur/er
enginn félagsskapur." Svo mikil er van-
trúin aö stúlkan reynir aö má út eigin til-
vist í Ijóðum sem eru hvert öðru magn-
aöra og rffa í hjartað. Það er langt síöan
mér hafa borist jafh hispurslaus, ber-
orö, sjokkerandi og um leið vönduö og
vel gerö Ijóö í hendur.
Sigríður Albertsdóttir
Glæsilegir vinningar í boði
Vertu með til vinnings!
Áskriftarsíminn er 552-2188 og þú getur greitt meö korti!
Hafðu samband - þú getur haft áhrif meö þvi aö skrifa í VERU eöa benda okkur á mál
sem brýnt er aö taka á!