Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 3

Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 3
Umhugsunarefni höfundar pistils aö þessu sinni er launamisréttiö sem ervið lýöi ílslensku þjóö- félagi. Launamisrétti milli karla og kvenna. Misrétti vegna þess aö karlar fá hærri laun en kon- urfyrir sömu störf. Um þessa óheillaþróun er mikiö rætt en lítið aö gert. Vissulega reiöast sum- ir og á kaffistofum og viö eldhúsboröin hneykslast einhverjir, svona upþ og ofan. Sumir hafa á oröi að þetta sé íslensku þjóöinni til vansæmdar. Að slíkt skuli viögangast I þjóöfélagi sem hef- ur orö á sér fyrir sterkar og sjálfstæðar konur sem halda eigin nafni alla ævi. Hvers vegna I ósköpunum? Könnun Félagsvlsindastofnunar Háskóla tslands frá því I febrúar á þessu ári staöfesti launa- misréttiö. Þar tala staöreyndirnar sínu máli: konur fá yfir 30% lægri laun en karlar fyrir sömu vinnu. Þaö sem vekur kannski einna helst athygli I þessari könnun er aö körlunum finnst ástand- iö bara allt I lagi. Konurnar séu jú aö sækja I sig veörið, þetta sé semsé allt aö koma. Karlar I stjórnunarstööum hjá hinu opinbera voru til dæmis spurðir hvort þeim fyndist að stofna ætti ein- hverskonar jafnréttisnefnd á vinnustööum sem stæöi vörö um stöðu kvenna, tlmabundiö aö sjálfsögöu. Þeir töldu sllka nefnd meö öllu óþarfa, konurnar spjöruöu sig eins og karlarnir. Þess væri áreiöanlega ekki langt aö blða aö þær stæöu þeim jafnfætis I launum og heföu sama aö- gang og þeir aö hærri stööum! Þetta viðhorf karlanna stangast hins vegar á viö niðurstöður könnunarinnar. Þar kemur fram aö staöa kvenna, einmitt hjá hinu opinbera og þá sérstaklega I stjórnunarstööum, er einna verst. Þær standa I staö. Ég er hrædd um aö frumkvöðlar íslenskrar kvennabaráttu væru ekki ánægöar meö þessa þróun. Varla þarf aö minna á aö einungis um 25% þingmanna eru konur, ein kona ráöherra og ein kona hæstaréttardómari. Samt hafa íslenskar konur haft kosningaréttl áttatíu ár, fleiri kon- ur en karlar stunda nám viö Háskóla íslands og lang flestar íslenskar mæöur eru útivinnandi. Og gleymum ekki aö I meir en fjóra áratugi hafa íslendingar staðfest hvern sáttmála Alþjóöa- vinnumálastofnunarinnar (ILO) á fætur öörum um launajafnrétti kynjanna og tslensk stjómvöld því skuldbundiö sig aö viðhafa launajafnrétti I landinu fyrir lifandis löngu. Þess vegna er mér ger- samlega hulin ráögáta hvað það er sem réttlætir þaö aö kona fái lægri laun en karl fyrir sömu vinnu. Þaö er beinlínis mannréttindabrot. Aö jafnaði gerist lltiö I jafnréttismálum fýrirtækja og stofnana nema þar sé kona við stjórn- völinn. Til marks um þaö er aö hjá Hans Petersen hf. er kona forstjóri og fékk fyrirtækið viður- kenningu Jafnréttisráös á síðasta ári. Viöurkenninguna fékk fyrirtækiö fyrir þaö hve mikinn frama konur höföu hlotið innan þess, fyrir hvatningu til kvenna og hve margt var gert til aö auðvelda þeim atvinnuþátttöku. Og eins og nærri má geta þekktist þar ekki launamisrétti. Nýjasta dæm- ið hjá því fyrirtæki er aðgerðir þess I kennaraverkfallinu síðastliðinn vetur. Þá var þegar I staö sett upp dagskrá fyrir skólabörn starfsmanna I húsnæöi fyrirtækisins og var hún I einu og öllu skipulögö innan fyrirtækisins og rekin á kostnaö þess. Kona forstjóri! Annaö dæmi, einnig mjög ánægulegt, er hjá Reykjavíkurborg, enda kona borgarstjóri. Þeg- ar auglýst er eftir starfsfólki I stjórnunar- eöa ábyrgöarstöður á vegum borgarinnar þá er smáklausa neðst I auglýsingunni. Þar er umsækjendum bent á aö þaö sé stefna borgaryfirvalda aö auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgöarstööum á vegum borgarinnar, stofnana hennar og fyrirtækja. Höfundur pistils varvitni aö því um daginn þegar þrlr karlmenn lásu þessa auglýsingu I fyrsta skipti. Þeir urðu orölausir. Átti nú bara aö ráða konu af því aö hún er kona! Þeir sáu fyr- ir sér innrás kvenna I stjórnunarstööur þar sem þeim - körlunum - væri ýtt til hliöar. Og þá kem- ur aö ööru: Þeir snúa bökum saman, samtryggingin tekur við og þeir hleypa stelpunum ekki aö. Baráttan fyrir jafnrétti kynjanna tekur engan enda. Við þurfum stööugt að minna hvert annað á mikilvægi þess að ala syni okkar og dætur upp meö sömu markmið I huga. Viö verðum aö veita þeim kærleik og hlýju og umfram allt hvatningu og efla með þeim sjálfstraust. Og síöast en ekki síst verðum viö aö segja þeim aö sitja aldrei þegjandi hjá ef þau veröa fyrir launamisrétti. Þaö er I okkar höndum hvort úr rætist. Jóhanna Vigdís Hjaitadóttir Höfiindur erfréttamaöur hjá Sjónvarpinu. ■I- 1- Hvað gerist í Peking 33 fastir liöír Leiðari 2 Pistill 3 Athafnakonan 4 Frumkvöðullinn 13 Matur 39 Amnesty international 42 Plús og mínus 43 Úr síðu Adams 46 viðtöl O Valgerður H. Bjarnadóttir 20 Ásdís Jenna Ástráðsdóttir 24 Margrét Edda Stefánsdóttir 25 greinar Konur við völd 9 Þvottalaugarnar 14 Þöggun kvenraddarinnar 16 Meðlagsraunir skattgreiðenda 28 Hver á að gæta systur minnar? 30 Það er gott að vera í kvennapólitík 40 bækur Didda 44 o Þóra Jónsdóttir 45 annað Ritstýra kvödd 7 Húsráð 17 Konur og kínverskar dyr 47 fnisyfirlit

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.