Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 31
jafnréttislögum, I íslensku
stjórnarskránni og í samningn-
um um Evrópska efnahags-
svæöið þess efnis að launa-
mismunun kynjanna sé
forboðin og að jafna beri stöðu
karla og kvenna. Dómsniður-
stöðurnar geti á engan hátt
samrýmst markmiðum Alþingis,
ríkisstjórnarinnar, Jafnréttis-
ráðs og fleiri um að útrýma
hvers konar mismunun kynj-
anna. Því telur blað allra lands-
manna að dómstólar séu á
rangri braut. Mér er það sönn
ánægja að geta einu sinni tekið
heils hugar undir með leiðara-
höfundi Morgunblaðsins. En
mér finnst fleiri vera á rangri
braut en dómstólarnir. Trygg-
ingafélögin hefur einnig dagað
uppi sem nátttröll. Hefðu forvíg-
ismenn tryggingafélagsins míns
skorið upp herör gegn þessu mis-
rétti og meðhöndlað óútkljáð
skaðabótamál á jafnréttisgrund-
velli hefði ég verið stolt af því að
vera viðskiptavinur þeirra og auk-
ið viðskipti mín við þá. Þess í stað
særa þeir réttlætiskennd mína
og ég varð því við áskorun kon-
unnar og sagði upp tryggingum
mínum.
Tryggingafélagið er ekki eini
blóraböggullinn í þessu máli og
kannski er verið að hengja bak-
ara fyrir smið eins ogforstjórinn
minn tyrrverandi sagði við mig.
Ef til vill er skiljanlegt aö trygg-
ingafélögin reyni að græða sem
mest og breyti ekki sjálfviljug út-
reikningsmátanum heldur bíði
þess að Hæstiréttur skeri úr
um hvað gera skuli. Ríkisvaldið
getur ekki firrt sig ábyrgð. Árum
saman hefur Auður Guðjóns-
dóttir hjúkrunarfræðingur barist
fyrir hagsmunum ungmenna
sem slösuðust alvarlega fyrir 1.
júlí 1993 og eiga enn óuppgerð
skaðabótamál. Hún hefur ítrek-
að lagt það til að skaðabótalög-
in verði endurskoðuð og gerð
afturvirk á þeim forsendum að
ævitekjur ungmennanna myndu
hækka verulega. „Ég hef stund-
um velt því fyrir mér," segir Auð-
ur í einni blaðagreininni, „hvort
dómarar og lögmenn viti ekki að
uppgjör skaðabóta vegna hárrar
varanlegrar örorku er lífstíðar
kjarasamningur. Skyldi þeim
sjálfum finnast nóg að hafa 5-9
milljónir króna í ævitekjur og 1
milljón króna í miskabætur
vegna fötlunar sem hljóðar jafn-
vel uppá líf í hjólastól og missi
tilfinningar í kynfærum, þvag-
blööru og ristli, svo nokkur
dæmi séu tekin.“ Auður hefur
ekki haft erindi sem erfiði við
löggjafann sem telur allt því til
foráttu að afturvirkja þessi lög.
Hinsvegar hefur hann aftun/irkt
önnur lög, til dæmis um hús-
næðisstjórnarlán sem hefur
gert mörgum íbúðarkaupandan-
um erfiðara meö að standa í
skilum og um Viðlagatryggingu
íslands. Lögum um Viðlaga-
tryggingu íslands var breytt tll
að hægt væri að bæta ísfirðing-
um að fullu tjón á þremur skíða-
lyftum sem eyðilögðust í snjó-
flóði í fyrravor. Ríkisstjórnin sá
ekkert því til fyrirstöðu að
tryggja skíðalyfturnar eftir á þó
hún vilji ekki tryggja börnin eftir
á. Þannig var forgangsröðin hjá
ríkisstjórn Alþýðuflokks og Sjálf-
stæðisflokks og fátt sem bend-
ir til þess að forgangsröðin hafi
breyst þó að Alþýðuflokki væri
skipt út fyrir Framsóknarflokk.
Niðurstaða Auöar er sú að
auðveldast væri að landsfeöur
óski eftir því við tryggingafélög-
in að þau taki þessi örfáu ung-
menni sem um ræðir undir sinn
verndarvæng og greiði þeim
skaðabætur samkvæmt nýju
lögunum. í staðinn mætti bjóða
tryggingafélögunum skattafríð-
indi, nákvæmlega á sama hátt
og þeim fýrirtækjum hefur verið
boðið sem vilja styrkja stjórn-
málaflokkana. „Fari svo þyrfti
hvorki allshetjamefnd né dóm-
stólar að velta sér upp úr vandan-
um og tryggingafélögin yxu
kannski í áliti meðal þjóðarinn-
ar,“ segir Auður í blaðagrein t
janúar T fyrra. Þær 7000 undir-
skriftir sem starfsmenn ferða-
skrifstofunnar náðu léttilega T
sýna það svart á hvítu að hafi
álit manna á tryggingafélögum
verið lltið fýrir rúmu ári þá er
það enn minna núna. Ég hef ör-
uggar heimildir fýrir þvt að trygg-
ingafélögin vilji ekki fara T stríð
við kvenþjóðina. Grein forstjóra
Sjóvár-Almennra í Morgunblað-
inu 26. júlt sl. ber þess líka
glöggt vitni. Svo virðist sem for-
vígismenn þess tryggingafélags
hafi skynjaö sinn vitjunarttma,
ætli að endurskoða mál þess-
ara ungmenna og kippa þeim í
liðinn. Geri þeir það er ég viss um
að kvenþjóðin tekur þá í sátt.
Sængurfatagerðin
Baldursgötu 36, sími 551 6738
101 Reykjavík
Hálssvæflar,
hannaðir af
Kristínu
Halldórsdóttur,
sjúkraþjálfara
m nnréttindabrot