Ritmennt - 01.01.1999, Page 16
VETURLIÐI ÓSKARSSON
RITMENNT
sent handritið til Hafnar árið eftir. P.E. Muller telur hana að vísu
hafa borist þangað árið 18124 en sennilega hefur það ekki verið
fyrr en 1813. Að sögn Konrads Maurers olli sagan talsverðu upp-
námi og ringlun meðal lærðra manna þegar hún barst til Hafn-
ar.5
}ón Espólín mun ekki hafa reynt að fela tengsl sín við verkið
og lætur P.E. Múller þess getið að fón „strax tilkiendegav sig at
være Forfatter, saasnart han erfarede at Nogen var bleven op-
mærksom paa dette hans Aandsfoster".6 Jón Espólín getur þess
og sjálfur í ævisögu sinni að hann hafi samið Hálfdanar sögu.7
Nokkrar líkur eru til þess að þetta hafi ekki verið eina æfing
}óns Espólíns í fornsagnaritun því sumir telja hann einnig vera
höfund einnar gerðar Huldar sögu8 og enn fremur hefur Konrad
Maurer nefnt Jón sem hugsanlegan höfund Hrana sögu hrings.9
Eftir Jón liggur að auki skáldsaga, Sagan af Árna ljúfling yngra,
sem hann lauk ekki við. Hún hefur aldrei verið gefin út á prent.
Hún er sennilega samin skömmu áður en hann deyr, e.t.v. 1835,
og er því meðal elstu skáldsagna eftir íslenskan höfund.10
Efni Hálfdanar sögu
Lítið hefur verið skrifað um Hálfdanar sögu Espólíns og verður
þetta tækifæri því notað til að gera stutta grein fyrir henni.
4 Muller 1818:673.
5 Maurer 1868:75.
6 Múller 1818:674-75.
7 Jón Espólín 1951:268. - Sjálfsævisöguna samdi Jón á dönsku en hún er nú ein-
ungis til í íslenskri gerð Gísla Konráðssonar.
8 Halldór Hermannsson 1912:72; Þorkell Jóhannesson 1950:552. - Mikil
óvissa ríkir um geymd Huldar sögu. Saga með því nafni hefur verið til á 13.
öld því hennar er getið í Sturlungu (Sturlunga saga, Sturlu þáttur, bls. 765) en
hún er glötuð. Yngri gerðir sögu með sama nafni eru til í meira en 20 hand-
ritum og í þrem mismunandi gerðum en talið er að a.m.k. eina þeirra megi
örugglega rekja til Jóns Espólíns (Halldór Hermannsson 1912:72, sbr.
1914:262). Sú gerð sögunnar kom út í alþýðuútgáfu á vegum Odds Björnsson-
ar á Akureyri 1911 undir nafninu Sagan af Huld hinni miklu og fjölkunnugu
tiölldrotningu (Halldór Hermannsson 1912:72). Ekki er vitað hvort Jón
Espólín samdi sína gerð sögunnar frá grunni eða umskrifaði eldra efni.
9 Maurer 1875:223. - Hrana saga er skrifuð í stíl íslendingasagna. Hún er til í
mörgum handritum og var fyrst gefin út í Kaupmannahöfn 1874 |Sagan af
Hiana hiing, Þorleifur Jónsson gaf út) og aftur í Reykjavík 1947 (Hrana saga
hrings, Guðni Jónsson gaf út í íslendingasögum, IX. bindi).
10 Sjá Steingrím J. Þorsteinsson 1943:189-97.
12