Ritmennt - 01.01.1999, Side 18
VETURLIÐI ÓSKARSSON
RITMENNT
Sagan lýsir í aðalatriðum tveimur ættliðum norslcrar höfð-
ingja- og konungaættar á forsögulegum tíma. Efnið er kunnug-
legt þeim sem hafa gripið í fornaldarsögur og er í megindráttum
á þessa leið:
Hálfdan er sonur Hrings konungs á Hringaríki í Noregi. Hann
fer í víking tíu ára að aldri og hefur þá drepið frænda sinn jafn-
aldra. Frænddrápið er upphaf langs fjandskapar milli ættingja
sem gengur sem rauður þráður um söguna. Eru síðustu vígaferl-
in af þessum sökum undir lok hennar.
Lýst er æskuafrelcum Hálfdanar, ferðum hans um víðan völl
og tilheyrandi orrustum. Hann giftist Álmveigu, dóttur Ey-
mundar konungs í Hólmgarði, og eignast með henni níu syni:
Þengil, Ræsi, Gram, Gylfa, Hilmi, Jöfur, Tyggja, Slcyla og Harra
og eru hér komin noklcur helstu heiti yfir konunga sem notuð
voru í fornum kveðskap, eða eins og segir í sögunni: „Kom það
öllum saman að enginn mundi vera slíkur sem Hálfdanarsynir;
var það og svo almælt að þeirra nöfn vóru höfð fyrir tignarnöfn
og kónga í öllum kenningum." (17 recto, stafsetning sam-
ræmd.11) Fjallar nú sagan um afrek Hálfdanar og sona hans en
síðar í sögunni eignast hann enn níu syni með konu sinni sem
eru höfuðpersónur síðustu lcaflanna. Þeir heita Auði, Næfill,
Dagur, Skelfir, Bragi, Buðli, Hildir, Lofði og Siggar og má hér
þekkja ættfeður helstu konunga- og stórmennaætta að fornu,
sem eru Auðlingar eða Öðlingar, Niflungar, Döglingar, Bragning-
ar, Buðlungar, Hildingar, Lofðungar. Afkomendur Skelfis og
Siggars blandast nokkuð saman í sögunni og eru þeir taldir vera
Siklingar eða Skjöldungar (eftir Skildi syni Skelfis).
Eldri synir Hálfdanar falla ásamt átta þúsund liðsmönnum
sínum eftir milcla orrustu í Frakklandi gegn Frökkum og Róm-
verjum sem hafa tvítugfaldan her á við þá. Að þeirn dauðum
verða yngri bræður þeirra höfuðpersónur sögunnar en inn í er þó
áfram skotið köflum af valdabaráttu Hálfdanar, sem nú er tekinn
að reslcjast, og ýmissa smákónga í Noregi svo og frásögnum um
síðustu afrek hans erlendis. Lýsingar á afrekum yngri sonanna
lílcjast að flestu ferða- og orrustulýsingum bræðra þeirra hinna
eldri en nú berjast þeir bræður einnig til ríkis og ná undir sig
11 Stafsetning handritsins er óregluleg og fyrnd, mjög oft ranglega, og þjónar
engum tilgangi að halda henni í dæmum sem hér verða tekin.
14