Ritmennt - 01.01.1999, Side 24
VETURLIÐI ÓSKARSSON
RITMENNT
námi lauk hann þó við Hafnarháskóla 1792. Lengst af var hann
sýslumaður Slcagfirðinga. Áhugi hans á bókmenntum og sögu
kom fljótt í ljós. Einungis átján ára að aldri samdi hann t.a.m.
400 blaðsíðna sagnfræðirit, „Heimskringlu eða sögu alls Róm-
verjaríkis" (varðveitt í Lbs 729 4to). Þessi Heimskringla Jóns er
að mestu endursögn upp úr erlendum bókum en hlýtur eigi að
síður að teljast nokkurt afrek af byrjanda. Á meðal annarra verka
hans eru þýðingar, m.a. á ævisögum fordanes og Plutarks, kirkju-
saga og ýmis guðfræðileg verk og sagnfræðileg,20 íslensk stað-
fræði, kvæði - bæði þýdd (m.a. Ossianskvæði eftir MacPherson)
og frumsamin - og margt fleira.21 Þekktastur er hann fyrir ís-
lands Árbækur í sögu-formi í 12 bindum, næstum 1.900 blaðsíð-
ur prentaðar, sem lcomu út á árunum 1821-55 og sem þrátt fyr-
ir noklcra ónákvæmni og á stundum vanmat á gildi heimilda eru
til marks um óhemju-viðamikla þekkingu á sögu lands og þjóð-
ar.
Þorkell Jóhannesson vitnar í Jón um að sjálfur hafi hann með
sagnritum sínum viljað stuðla að „höfnun hinna mörgu lyga-
sagna og legenda, margra hverra meira en smeld<lausra og sumra
skaðlegra, sem svo mildl mergð var af orðin".22 Víða annars stað-
ar minnist Jón í eigin verl<um á gildi „sannra" sagna gagnstætt
hinum forheimskandi lygisögum „þeirrar blindu miðaldar, og
Páfadóms tída", eins og segir í formála þýðingar hans á riti J.G.A.
Gallettis, Kénnslu-Bók í Sagna-Fræðinni (Leirárgörðum 1804).23
Þrátt fyrir ummæli Jóns þarf engan að undra þótt hann hafi einn-
ig viljað reyna krafta sína við annað en sagnfræði. Það er hins
vegar eftirtektarvert, og kannski til marlcs um áhrif frá upplýs-
ingarstefnunni, að hann heldur hér fast í sömu grundvallarreglu
við samningu fornaldarsögu sinnar og við sagnfræðileg verlc Þó
að ritið sé eld<i sannfræði skal það hafa blæ sennileikans, og slík-
an hlæ hefur Hálfdanar saga, hans eigin ,legenda', m.a. fyrir það
hversu laus hún er við yfirnáttúruleg fyrirbæri.
20 Þar á meðal er „Ágrip af Þjóðverjasögum", 1.783 blaðsíður.
21 Sjá nánar Þorkel Jóhannesson 1950:550-53; Boga Benediktsson 1881-
84:426-30; Árna Pálsson 1947.
22 Þorkell Jóhannesson 1950:552, úr handritinu Lbs 739 4to sem er ritaskrá Jóns
með eigin hendi.
23 Tilvitnað eftir Inga Sigurðssyni 1990:254. Sjá nánar Inga Sigurðsson
1982:37-43 um viðhorf Jóns Espólíns til sannfræði og heimildarrýni.
20