Ritmennt - 01.01.1999, Side 29
RITMENNT
ÍSLENSK BÓK í ÞÝSKU BÓKASAFNI
í bréfaskiftum við þýska fornfræðinginn F.D. Gráter um nokk-
urra ára skeið og sendi honum jafnaðarlega ritverk sín. Þennan
bækling virðist Finnur hafa sent Gráter í bréfi síðla árs 181535
sem bendir til að hann hafi átt einhvern þátt í tilurð hans.
Ritlingurinn er kannski merkastur fyrir það að á bls. 11-15 er
prentað kvæðið „Til þess Engelska Bibliu-Félags frá Islandi" eft-
ir séra Jón Þorláksson á Bægisá (1744-1819). Undir því er dag-
setningin „þann lOda. fulii 1815", en þann dag var Hið íslenzka
biblíufélag stofnað í Reykjavík að undirlagi Hendersons.36 Þetta
kvæði þótti Henderson fegurst frumortra kvæða séra fóns en
sem kunnugt er heimsótti hann skáldið síðla sumars 1814, sama
sumar og Rask var þar á ferð.37
Síðasta og jafnframt elsta ritið í bókinni er Nockiai Hvg-
hieystelegai Haima-Tavlvi, Eftei Agætan Mann Gvþmvnnd Sig-
vidaison, Uestan fia Ingiallds Hole a Snæfells Nese, prentað í
Kaupmannahöfn 1755. Ritið er 17X10 sm að stærð. Fremst er
titilsíða og á eftir allnokkrum formála (bls. 2-8), annarri titilsíðu
(bls. 9), þulu í fjórum erindum (bls. 10) - sem er lýsing á Guð-
mundi og harmi manna vegna dauða hans - og tólf lofvísum um
sama (bls. 11-14), ltemur „Talan sialf" á bls. 15-27. Að henni
lokinni er „æue Gvþmvnndar" á seytján síðum (27-44) og loks
er fjögurra síðna orðalisti með skýringum, „Nockur ei alkvnnvg
Ord og Orda skilningar i þessvm Tavlvm" (bls. 45-48).38
Harmatölur þessar eru vel þekkt minningarrit skáldsins og
náttúrufræðingsins Eggerts Ólafssonar (1726-68) um móður-
bróður sinn og fóstra, Guðmund sýslumann Sigurðarson, sem
lést 1753.
Ritlingurinn er um margt hinn óvenjulegasti eins og strax
lcemur fram á forsíðu hans en stafsetning er öll rnjög sérkennileg
og ákaflega fyrnd (ósjaldan ranglega) og orðfæri ritsins víða svo
fornlegt og torskilið að eklti hefur verið vanþörf á nefndum orða-
35 Sbr. orð Finns í bréfi dags. 18. jan. 1816: „I mit sidste Brev sendte jeg DVb-
hed. en i hans [þ.e. Hendersons) Navn paa islandsk udgivet Piese." (Petersen
1908:10.)
36 Sjá Magnús Má Lárusson 1949:56-58.
37 Henderson 1957:61-64.
38 Um flest af þessu er getið í texta sem stendur með titli á forsíðu: „Er fyrst
XII. uisna Flockr og þvla fyre framan. Þa fylger Stvtt Tala, vm Mvn Lifs oc
Dauþa Uisra oc Skam-Uisra Manna; Enn Siþurst er Æue Hanns".
Haimatölui
garma* gai)lDt*/
(íftct atga'tan fflimm
©tðoríKU’fott/
U«(tcm fra3ttgiflllD$#e[e fl 0ttcef<llð 9íefe.
erfytft xn.uifna gíocfr og þo(a
fþre ftaman.
í>a fvlfla'
latott Ssala,
bm ÍOit'n £ifð oc .Daiiþa Uifra oc
©fanuUifca 9)iaiia;
(£tm 0ii>urjt ev
3€ttc foauttS.__________
SENECA Hb. dt Pivvid. Caf>. 6.
Uyrbct cfflc ftauþan noclfore, fcgcrdjeb; þui barm
þcfcr cg auþudlöartlan pavrbt attra Iuta: Hí&ar
^nngavngv tima bcfcrcg laugan flaurbt: cnn vt<
gavngo timan ffiotare þcllbr cnn auga ucrbc afomct.
©iact nv, buat ffammr og greiör ucflrcn er tií
yþar ,9rclfce!
'ftrcnmaö i StSlUíþiW'JhtiðiSi«,
3 Þ»i S(onuug!t(ta fUlApicn«íuiufe, af UJottmann
»ifrt
cs-:v
Landsbókasafn.
25