Ritmennt - 01.01.1999, Page 62
INGIBJÖRG STEINUNN SVERRISDÓTTIR
RITMENNT
Steingrímur Jónsson biskup
(1769-1845] var óþreytandi
við að hvetja presta og pró-
fasta til að halda áfram starf-
semi Möllersku lestrarfélag-
anna.
Stofnun fyrstu lestrarfélaganna hélst í hendur við aukna þörf
manna fyrir að útvega sér lesefni. Fræðsla almúgans var mörgum
upplýsingarmönnum keppikefli og skólamál og bókaútgáfa voru
því í brennidepli, en á Islandi var ekki um auðugan garð að gresja
í þeim efnum. Lestrarkennsla og fermingarundirbúningur var
eina lögboðna menntunin og fór hvort tveggja fram innan veggja
heimilisins undir handarjaðri sóknarprestsins. Menntun prest-
anna var því mörgum áhyggjuefni en Bessastaðaskólinn, sem
fram til 1846 útskrifaði meirihluta þeirra sem gegndu prests-
þjónustu, veitti mjög takmarkaða menntun til starfans.2
í skrifum íslenskra upplýsingarmanna um fræðslumál var
ávallt lögð mikil áhersla á menntun prestanna. Hlutverk þeirra
sem alþýðufræðara var undirstaða þess fræðslukerfis sem upp-
lýsingarmenn sáu fyrir sér og flestar tillögur þeirra miðuðust við
að auka þann undirhúning sem tilvonandi prestum stæði tif
boða, auk þess sem bent var á takmarkaða möguleika þeirra til
að fylgjast með því nýjasta eftir að skólanámi lyki. Því voru
lestrarfélög eða bókasöfn fyrir hina lærðu stétt veigamikill þátt-
ur í þeim umbótatillögum sem fram komu, en líka var bent á
nauðsyn þess að auka útgáfu og dreifingu hentugra fræðslurita
og að almenningur gæti nálgast bækur við hæfi gegnum lestrar-
félög og bókasöfn, helst í hverri sókn.3
Hugmyndir þessar náðu ekki fram að ganga því yfirvöld sýndu
elcki slcilning á nauðsyn þess að stofna eða starfræltja almenn-
ingsbókasöfn, líkt og gerðist í Danmörku. En þó að hugmyndir
amtmannanna Stefáns Þórarinssonar og Magnúsar Stephensen
og síðar þeirra Baldvins Einarssonar og Tómasar Sæmundssonar
hlytu ekki náð fyrir augum þeirra sem réðu um málefni landsins
höfðu þær samt áhrif í Danmörku. Danski guðfræðiprófessorinn
Jens Mollcr hreifst af þeim, og þá sérstaklega skrifum Baldvins
og Tómasar, sem báðir voru nemendur hans.4 Hann fann leið til
að hrinda hluta þeirra í framkvæmd með stofnun lestrarfélaga
2 Sjá Ingi Sigurðsson: Upplýsingin og áhrif hennar á íslandi; Hjalti Hugason:
Guðfræði og trúarlíf; Loftur Guttormsson: Fræðslumál.
3 Stefán Þórarinsson: Hugleidingar um Hiálpar-medal til at útbreida Bóklestr-
ar-lyst á Islandi ...; Loftur Guttormsson: Fræðslumál; Nanna Ólafsdóttir.
Baldvin Einaisson og þjóðmálastarf hans, bls. 72; Tómas Sæmundsson. Is-
land fra den intellectuelle Side betragtet.
4 [Jens Moller]. Dansk Litteratur-Tidende. [Ritdómur.]
58