Ritmennt - 01.01.1999, Blaðsíða 65
RITMENNT
LESTRARFELOG PRESTA
Bókakostur og aðföng
Jens Mnller og Steingrímur Jónsson munu hafa verið noldcuð
sammála um val á bókum til lestrarfélaganna. Steingrímur stakk
upp á hentugum handbókum, predikanasöfnum og ritum um
siðfræði og trúfræði og lagði áherslu á að ritin gætu gagnast
prestum í starfi. Hann taldi að prestar hans væru ekki tilbúnir að
taka á móti ádeiluslcrifum um slcynsemi og trú eða að trúmála-
deilur þær sem uppi voru í Danmörlcu á þessum tíma ættu erindi
til Islands.8 Þar var um að ræða deilur Grundtvigs og fylgis-
manna lians annars vegar og forvígismanna dönslcu lcirlcjunnar
hins vegar. Afstaða Jens Mollers í því urnróti var hlutleysi og var
hann því gagnrýndur af báðum lrópum. Hann predilcaði slcyn-
semi og öfgaleysi og tímarit þau er hann gaf út voru öllum
opin.9
Hann áleit að þær bælcur sem hentugastar væru fyrir íslensku
prestana væru ýmis sígild verlc innan guðfræðinnar og bælcur
sem stuðluðu að almennri uppfræðingu. Mjög milcilvægt væri að
prestar sem hefðu lolcið námi gætu haldið sér við í faginu og
fylgst með andlegum hræringum samtímans. Þó að hugmyndir
Mollers lrafi elclci verið mjög fastmótaðar þá tengjast þær þeim
grundvallarsjónarmiðum upplýsingarinnar að menntun og fram-
farir séu órjúfanlega tengdar. Því áttu prestar að hafa forgöngu
um uppfræðslu almennings og til þess að geta það var þeim
nauðsyn að fá í hendurnar góðar bælcur.10
Steingrímur Jónsson bað Þorgeir Guðmundsson sem var for-
seti Bólcmenntafélagsins í Kaupmannahöfn að fylgjast með
bókavalinu og að vera Moller innan handar.11 Eftir lát Mollers
tólc Þorgeir að sér að útvega það sem pantað var gegnum bislcup
Þorgeir Guðmundsson (1794-
1871) sá í upphafi um að
kaupa bækur fyrir Möllersku
lestrarfélögin og senda til ís-
lands.
8 Bps. C, III, 21, bls. 176-81, nr. 64. Bréf biskups til Jens Mollers, dags. 25. febr.
1833.
9 Moller gaf út tímaritin Theologisk Bibliothek í 20 b. 1811-21. Þá hófst ný
röð, Nyt Theologisk Bibliothek, einnig í 20 b. 1821-32 og að lokum kom
þriðja röðin, Tidsskrift for Kirke og Theologie, 1832-34. Síðasta heftið kom
út að Moller látnum.
10 Moller, Jens: Hvad er der gjort? og hvad kan der endnu gjores for den Is-
landske Geistlighed?, bls. 171 og 177.
11 Bps. C, III, 21, bls. 181-82, nr. 65. Bréf biskups til Þorgeirs Guðmundssonar,
dags. 28. febr. 1833.