Ritmennt - 01.01.1999, Qupperneq 66
INGIBJÖRG STEINUNN SVERRISDÓTTIR
RITMENNT
Bókasafn Stykkishólms.
Bækur Möllerska lestrarfé-
lagsins á Snæfellsnesi runnu
inn í Amtsbókasafnið á Vest-
urlandi en voru teknar þaðan
aftur 1866 þegar Möllerska
félagið var endurreist. Ein-
hverjar þeirra hafa ratað þang-
að aftur því í Bókasafni
Stykkishólms hafa nokkrar
þeirra varðveist og þar á með-
al 2. útg. af Prædikener paa
alle Son- og Hellig-Dage i
Aaret, 2. b. eftir J.P. Mynster
sem kom út í Kaupmanna-
höfn 1832. Á saurblaði bókar-
innar er áletrun með hendi
Jens Mollers sem búið er að
strika yfir. E libris Cleri Is-
landici testante Jano Móller.
og gerði það þar til hann flutti frá Kaupmannahöfn 1839. Þá tóku
við Jón Sigurðsson, sem verið hafði slcrifari Steingríms biskups
áður en hann fór til Danmerkur, Finnur Magnússon og fleiri.
Þegar félögin fóru sjálf að panta bælcur var bókavalið með
ýmsum hætti. í sumum félögum tók félagsfundur ákvörðun um
bókakaup, annars staðar var ferlið óformlegra, ýmist pantaði
prófasturinn eða einstakir félagsmenn komu með tillögur,
munnlega eða bréflega. Stundum var bislcup beðinn um að út-
vega góðar og hentugar bælcur og einnig kom fyrir að Þorgeir eða
sá sem annaðist innkaupin var beðinn um að kaupa fyrir afgang-
inn ef einhver væri. Árgjaldið var yfirleitt einn ríkisbankadalur
og í fjölmennum félögum gat árleg upphæð til bókakaupa farið
yfir 20 rbd. sum árin en yfirleitt var um lægri upphæðir að ræða.
Noklcuð var um að félögunum áskotnuðust gjafir. Steingrímur
fékk aftur styrlc úr Sjóðnum til almennra þarfa árið 1839, alls
300 rbd.12 Styrlcnum var jafnað niður á félögin og sá Þorgeir um
að kaupa bækur fyrir þau. Hann útvegaði einnig ókeypis rit og
ritlinga Pientfrelsisfélagsins (Selskabet for Trykkefrihetens rette
brug).13 Ritum þess var dreift í stórum stíl til lestrarfélaga og
bókasafna í Danmörku og flest Möllersku lestrarfélögin eignuð-
ust þau rit félagsins sem komu út á árabilinu 1835-42. Árið 1842
barst félögunum enn fremur stór gjöf frá rentukammerinu, en
það voru útgáfurit Fornfiæðafélagsins (Det Kongelige nordiske
Oldskrift-Selskab). Flest bókasöfn á íslandi nutu einnig góðs af
þeirri gjöf, þ.e. stiftis- og amtsbókasöfnin, bókasafn Bessastaða-
skóla og önnur lestrarfélög.14 Þá var einnig talsvert um bókagjaf-
ir einstaklinga til félaganna, þær stærstu voru frá sr. Friðriki
Jónssyni prófasti í Barðastrandarsýslu og sr. Ólafi Sívertsen í Flat-
ey, til félagsins í Barðastrandarsýslu, og gjöf sr. Jóns Reykjalín á
Ríp til félagsins í Skagafirði, en hún var um 53 bindi. Þá féldc fé-
lagið í Mýrasýslu stóra sendingu af ritum og bælclingum frá
danslca Landbústjórnarfélaginu (Landhusholdningsselslcabet).
12 Fonden ad usus publicos, 3. b. bls. 533. Sjá einnig Bps. C, III, 27, bls. 432, nr.
12. Repartit.
13 Bps. C, III, 26, bls. 31-34, nr. 220. Bréf biskups til Þorgeirs Guðmundssonar,
dags. 4. apríl 1838.
14 Bps. C, V, 2, bls. 630-31, nr. 651. Bréf frá rentukammeri til biskups og stift-
amtmanns, dags. 28. sept. 1842.
62