Ritmennt - 01.01.1999, Qupperneq 67
RITMENNT
LESTRARFELOG PRESTA
Oft var erfitt að fá upplýsingar um nýjar bækur, en sumum
áskotnuðust skrár frá dönskum forlögum og bóksölum en einnig
var yfirlit yfir danska bókaútgáfu í Skírni.15 Sum félaganna gerð-
ust áslcrifendur að ýmsum erlendum guðfræðitímaritum þar
sem birtust upplýsingar um ný rit, s.s. Tidsskrift for udenlandsk
theologisk Litteratur og Theologisk Tidsskrift.
Upplýsingar um bókakost Möllersku félaganna eru nolckuð
yfirgripsmiklar. Varðveist hafa skrár yfir það efni sem Möller
sendi upphaflega,16 einnig nokkuð nákvæm skrá sem Steingrím-
ur Jónsson hélt yfir bókaeign félaganna 1833-42.17 Enn fremur
eru til kópíu- eða bréfabækur og gjörðabækur frá nokkrum félag-
anna og heilmiklar upplýsingar um bókakaup, sérstalclega fyrstu
árin, í bréfasöfnum prófastsdæma og í biskupsskjalasafni á Þjóð-
skjalasafni. Til að fá fyllri upplýsingar voru einnig athugaðir
prentaðir listar frá félögunum í Mýrasýslu og Barðastrandarsýslu
og rýnt í þær útlánaskrár sem varðveist hafa.
/f F'. > '*t A'/f* VvV/Ú.'.F,--, , .)■> .'A' ■
r■> '<kiíír'M£jfaiátrimi*
'. ' - ■ ■ -*■>/<:-:£ /
>:'/■ ■■ ■*fi>íf' ■:/■&.
' />/,:■: /■:: «»
fa&*> .%***&•/tliliit;.
■■•'#■ x> V.V 'SÍfÁf :■ ■!'/■
/'<?/ ■•' 'V' ^
'f/r
..'/i.t/íúrf/r . •/Mtf/z>$ti>/m?>/&}
•m /x •' .-.wiT' rr ýxO?.1
V«í' Tý/ . %'/■•*' ý'jfayp, 'kr»i»£hí
jfo/r ('JHtfaái/jKi/ee:
/fk/tm •'/&&&»*# 'ffit/ ■:/:$ T/rt/ .k.
Þjóðskjalasafn íslands.
Rithönd Jens Mollers. (Bps. C,
V, 210|
Greiningara ðferóir
Með bókfræðimælingum og efnisgreiningu var farið yfir aðföng
þriggja ára og þannig var hægt að bera þau saman og kanna hvort
einhverjar stórvægilegar breytingar hefðu orðið á bókavalinu
með tímanum og milli félaga. Athuguð voru árin 1833, þ.e.
bólcagjöf Jens Mollers, og 1837, en frá því ári hefur varðveist listi
frá Þorgeiri Guðmundssyni til Steingríms Jónssonar bislcups um
þau innkaup sem hann gerði fyrir Möllerslcu lestrarfélögin í
Kaupmannahöfn.18 Það ár er nolclcuð dæmigert fyrir innlcaupin
fyrstu árin er Steingrímur og Þorgeir liéldu um alla þræði. Síðan
var valið árið 1848 en þar var listinn settur saman úr frumgögn-
um frá félögunum sjálfum.19 Steingrímur var þá látinn og ein-
15 Sjá m.a. Þorgcir Guðmundsson: Hinar markverðustu bækr, er útkomu í Dan-
mörku og erlendis árið 1831.
16 Bps. C, V, 210. Bréf Jens Mollers til Steingríms Jónssonar, dags. 22. apríl 1833.
Sjá einnig Jens Moller: Hvad er der gjort? og hvad kan der endnu gjores for den
Islandske Geistlighed?
17 Bps. C, V, 210. Hefti merkt: En Möllersku Bókasafns- og Lestrarfélög geist-
legra í 14 Prófastsdæmum á íslandi 1832-1842.
18 Bps. C, V, 210. Bréf Þorgeirs Guðmundssonar til biskups, dags. 27. júní
1837.
19 Skjalasafn prófasta. Þverárþing vestan Hvítár (Mýrasýsla), Möllers lestrarfé-
lag í Mýrasýslu, Fundabók 1837-1881, bls. 62-63 og Bókaprotokoll
63