Ritmennt - 01.01.1999, Síða 79
RITMENNT
LESTRARFELOG PRESTA
Þá er lítið um íslenskt efni, þ.e. á íslenslcu eða eftir íslendinga,
alls 16 titlar af 198. Ef til vill hefur prófasturinn hagað því þann-
ig til að Möllerska félagið keypti þyngri rit í guðfræði en Fram-
farastofnunin léttara efni og það sem að gagni mætti lcoma fyrir
almúgann, s.s. þýdd rit.
Bókaútlán
Því rniður hefur lítið varðveist af útlánaskrám frá Möllersku
lestrarfélögunum. Útlánalistar hafa varðveist í gjörðabókum fé-
laganna í Mýrasýslu, Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu og
sérhefti fyrir Suður-Múlasýslu. Listarnir eru það misjafnir að
erfitt er um samanburð, auk þess sem bókavalið er ekki það
sama og þeir ná yfir mislangan tíma. Ýmsir aðrir annmarkar eru
á gögnunum og því var ekki farið út í nákvæmar rannsóknir eða
samanburð á þessu efni, nema hvað listinn frá Húnavatnssýslu-
félaginu var athugaður sérstaklega.
Færslur í gjörðabók Möllerska lestrarfélagsins í Húnavatns-
sýslu21 hefjast 30. apríl 1840 og eru færðar í upphafi af Jóni Pét-
urssyni, prófasti í Steinnesi. Hann hefur þó haldið til haga plögg-
um frá fyrri tíð, og skrá yfir meðlimi félagsins nær frá 1835 til
1873. Fundargerðir ásamt lögum ná yfir tímabilið 1840-68, listi
yfir bækur félagsins nær frá upphafi til 1866 og útlánaskráin
hefst í desember 1840 og nær til 1874. Auk þessa er ýmislegt
fleira í bókinni, svo sem reikningar.
Á listanum yfir bækur félagsins eru alls 680 númer. Sá háttur
er hafður á að hvert hefti eða bindi fær hlaupandi númer og er
fært inn árlega, þannig að hægt er að sjá hvenær ritin berast fé-
laginu og hversu mörg rit bætast við á hverju ári. Útlánaskráin
ber yfirskriftina „Listi yfir þær Bækur sem burt eru Lieðar frá
Bókasafni Lestrarfélagsins og nær Félagslimir skila þeim". í
henni er nafn viðkomandi lánþega fært aftan við dagsetningu út-
lánsins og síðan eru númer þeirra bóka sem hann fær lánaðar rit-
uð fyrir aftan nafnið. Aftast er svo dálkur fyrir skiladag eins og
eftirfarandi dærni sýnir:
21 Skjalasafn prófasta. Húnavatnsþing, Skjalabók Möllers lestrarfélags 1840-
1868. Ártölin á bókinni eru röng, því bókin var notuð lengur en til 1868.
75