Ritmennt - 01.01.1999, Síða 82
INGIBJÖRG STEINUNN SVERRISDÓTTIR
RITMENNT
athygli, ritstjóri Sv. Slcúlason á Akureyri, sem fær lánuð átta
bindi af Aichiv for Histoiie og Geogiaphie, og Ingibjörg á Hauka-
gili sem fær lánaða skáldsöguna Ayessa. Pigen fia Kais, allt með-
al vinsælustu bókanna. Ritstjórinn býr ekki á svæði lestrarfé-
lagsins og Ingibjörg er eina lconan sem er skráð sem lánþegi.
Flestir lánþeganna eru úr austurhluta sýslunnar og útlánin eru
mest til þeirra sem eru nálægt Steinnesi, í Vatnsdalnum, Ásum
og Blöndudal. Talsvert er um útlán í Miðfjörðinn, sérstaklega á
Melstað, og árið 1849 er skráð að 58 bindi hafi verið flutt vestur
í Miðfjörð en það er í eina skiptið sem slík færsla sést. Þeir lán-
þegar sem búa nálægt koma oft og fá tvær til fjórar bækur í einu,
en noltkrir sem lengra eiga koma sjaldnar og fá margar bækur í
einu. Ekki eru allir lánþegarnir skráðir sem félagar í lestrarfélag-
inu.
Alls eru lánuð út 1700 bindi eða númer á þessum 35 árum
sem útlánaskráin er færð, en það eru tæp 50 útlán á ári og hver
bólc fer að meðaltali tvisvar til þrisvar í útlán. Ekki er vitað hvort
eða hvenær þeirri venju að láta nýjar bækur ganga eða „cir-
culera" á meðal félagsmanna var hætt. Margir voru því búnir að
lesa eða skoða eldri ritin og því fara þau sjaldnar í útlán. Ein-
hverjar bækur týndust eða skemmdust og því eru fá útlán eða
engin skráð á þær.
Niðurstöður
Þó að unnt sé að gera sér nokkra grein fyrir því efni sem var í
bókasöfnum Möllersku lestrarfélaganna með því að skoða
bólcainnkaup og bókalista, segir það ekki nema hálfa söguna.
Bólcalistarnir sýna hvað var til, bókaútlánin gefa upplýsingar um
hvað var fengið að láni, en hvorki listarnir né útlánaskrárnar
gefa til kynna hvað var raunverulega lesið. Á sama hátt má
benda á að þótt allir prestar sem voru félagar í einhverju hinna
Möllersku lestrarfélaga hafi við umburð eða „circulation" feng-
ið í hendurnar allar þær bælcur sem félagið keypti er ekki endi-
lega víst að þeir hafi lesið þær eða notað þær. Því verður að fara
varlega í að álylcta út frá þeim gögnum sem varðveist hafa.
Fyrstu bækurnar sem bárust í gjöf Mollers voru svo til ein-
göngu um guðfræðileg málefni og efnisvalið miðaðist við ríkj-
andi hefðir innan dönsku kirkjunnar. Áhrif upplýsingarinnar
78