Ritmennt - 01.01.1999, Side 99
RITMENNT
blaðsíðurnar bera yfirskriftina „Óráðinn
draumur":
Að morgni þess 21. apríl 1958 dreymdi mig
draum þenna:
Mér þótti tónskáldið Beethoven vera enn á lífi
og kominn í nokkurskonar opinbera heimsókn
til íslands og bjó hann, að því er virtist, í ráð-
herrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík, -
en þó voru húsakynnin ólík og miklu stærri þeg-
ar inn var komið. Fólk streymdi þangað til að sjá
hann og tala við hann, og tók hann öllum vel.
(Kunnugt er hinsvegar hve önugur hann var í
Vínarborg, þegar einhver vildi heimsækja hann
þar.)
Ég fór nú líka að heimsækja hann, og var hann
vingjarnlegur, rólegur og ánægður í viðmóti, -
augun dökk og ljómandi af lífi, en andlitið rauð-
þrútið og maðurinn á bezta aldri. Ekki man ég
um hvað við ræddum, en samtalið stutt, af því að
mér fannst ekki koma til mála að trufla lengi
slíkan mann.
Þegar ég svo geng þaðan á móti strjálum
straumi forvitinna, sem allir vilja heimsækja
hann, þá er eins og mér sé sagt af ósýnilegri
röddu: „Hann ætlar að setiast að á íslandi ov
mun búa hér í næstu tuttugu ár." Mikill fögnuð-
ur grípur mig við tilhugsun þessa, en jafnframt
kemst ég eins og í nokkuð uppnám, vegna þess
að mönnum sé leyft að trufla hann. Sterk löngun
grípur mig til að láta menn vita þetta og sjá um
að hann fái að vera ótruflaður. Jafnframt hugsa
ég: „ísland verður fvrir braeðið heimsfrægt land.
og því oe siálfstæði bess er nú borgið beear af
þeim sölcum. - Þetta þarf að fréttast út um allan
heim sem fyrst!"
Þessi hugsun var svo ákaflega sterk og draum-
urinn svo skýr, að um leið og ég vaknaði var ég
lengi að átta mig á því að þetta væri ekki veru-
leiki.
Móðir mín, sem er draumareynd kona á 85.
ári, óskaði eftir að ég ritaði niður draum þenna,
og er það nú gert.25
Það má vel vera, að Jón hafi aðeins skrifað
niður þennan draum að áeggjan móður sinn-
BEETHOVEN í TJARNARGÖTUNNI
ar. Þó bendir framsetning Jóns á draumnum
(í beinu framhaldi af draumi sem Jón taldi
að hefði ræst) tii þess að Jón hafi sjáifur talið
þennan síðari draum vera annað og meira en
marldeysu. Það kemur líka í ljós þegar
draumurinn er skoðaður nánar að ýmsar
kringumstæður og atburðir minna óneitan-
lega á ósldr og langtímatakmörk Jóns sjálfs.
Ein af kenningum Gustavs Freuds var á þá
ieið að í draumum birtist fuilnæging þeirra
ósl<a sem við viðurkennum ckki og reynum
að bæla í daglegu lífi oldcar, og í þessu til-
felli væri eflaust liægt að heimfæra l<enn-
inguna um ósl<a-uppfyllingu á draum Jóns.26
Það er hins vegar ekki síður mildlvægt að
Jón skyldi sjálfur skrifa upp drauminn, og
bendir það tvímælalaust til þess að hann
hafi búist við að í draumnum væri fólgin
dýpri merking sem tíminn myndi síðar
leiða í ljós. Auk þess gefa tónsmíðarnar sem
Jón vann að næstu vikurnar eindregið til
kynna að honum hafi gengið illa að hreinsa
hugann frá efni draumsins eins og rakið
verður nánar hér að neðan.
Nokkur atriði í draumnum hljóta að
vekja sérstaka athygli og er því vert að
25 „Tveir draumar", handrit dags. í Reykjavík, 25.
apríl 1958. (Handritadeild Landsbókasafns, gjöf
Þorbjargar Leifs.)
26 Sjá t.d. bók Freuds, Die Traumdeutung, sem kom
út í fyrsta sinn árið 1900. Sjá einnig skrif Carls
Gustavs Jung um sama efni, t.d. í „L'analyse des
réves" (Année psychologique 15 [1909]): „Freud
says that the wishes which form the dream-
thought are never desires which one openly admits
to oneself, but desires that are repressed ... and it is
because that they are excluded from conscious
reflection that they float up, indirectly, in dreams".
Þýðingin er eftir R.F.C. Hull, úr bókinni Dreams,
sem er safn greina eftir Jung (Princeton: Princeton
University Press, 1974).
95