Ritmennt - 01.01.1999, Síða 101
RITMENNT
BEETHOVEN í TJARNARGÖTUNNI
ins. Kannski má segja að heyrnarleysi Beet-
hovens hafi verið eini þátturinn í lífi meist-
arans sem átti sér enga beina hliðstæðu í lífi
fóns Leifs.30 Því er ekki annað að sjá en að
ágæt heyrn tónskáldins í draumnum sé enn
ein vísbendingin urn að tónskáldið í Ráð-
herrabústaðnum sé í rauninni ekki Ludwig
van Beethoven heldur Jón Leifs. Það eru síð-
an viðbrögð Jóns við áformum Beethovens
um að setjast að á Islandi sem talca af allan
vafa: „ísland verður fyrir bragðið heims-
frægt land, og því og sjálfstæði þess er nú
borgið þegar af þeim sökum." Hér er að
finna í hnotskurn liið listræna talcmarlc Jóns
sem leit fyrst og fremst á verlc sín sem til-
raun til að endurreisa eðli liins norræna
manns sem hefði á miðöldum beðið lægri
lrlut fyrir álirifum frá Suður-Evrópu. Það
kemur því tæplega á óvart að lrugsun Jóns í
draumnum er nærri því samlrljóða broti úr
tímaritsgrein sem hann slcrifaði rúnrunr
þrjátíu árum áður. í greininni „Trygging ís-
lenslcs sjálfstæðis" sagði Jón meðal annars:
Menning vor verður að vera bæði þjóðleg og list-
ræn á veraldarvísu, og það í svo rílcunr mæli að
vér megum öðlast virðingu alls heimsins fyrir.
Þetta og elclcert annað getur bjargað sjálfstæði ís-
lands og tryggt það um aldur og ævi.31
Síðustu veikin
Þegar trú Jóns á drauma er höfð í huga þarf
vart að undra þótt lrann hafi orðið fyrir
djúpum og lcannslci að einhverju leyti var-
anlegum áhrifum af draumnum um Beet-
hoven. Tæpum mánuði síðar, í maí 1958,
samdi hann lítið verlc fyrir lclukkuspil, sem
ber noklcuð skrautlega tileinkun, „Homage
au grand maitre flamand Ludwig van Beet-
Tveir draumar (handrit Jóns, skrifað í apríl 1958).
hoven", og greinilegt að draumurinn um
Beethoven hefur enn verið Jóni hugleilcinn.
Verlcið er tiltölulega einföld útsetning á
30 Heyrnarleysi Beethovens olli vissulega tónlistar-
legri einangrun og er að því leyti sambærilegt við
þá einangrun sem Jón bjó við. Hins vegar hljóta
áhrif heyrnarleysis að vera mildum mun alvarlegri,
sérstaldega þegar tónskáld á í hlut, enda er almennt
talið að Beethoven hafi hugleitt sjálfsvíg um það
leyti sem hann ritaði Heiligenstadt-bréfið. Jón fjall-
aði lítið um þessi neikvæðari áhrif lteyrnarleysis í
skrifum sínum um Beethoven, en lagði þess í stað
áherslu á tónlistarlega einangrun Beethovens sem
uppsprettu skapandi orku: „Vér skynjum að einver-
an er skilyrði listrænnar nýsköpunar, - æðstu þró-
unar á nýjum leiðum" („Um erfðaskrá Beethov-
ens").
31 „Trygging íslensks sjálfstæðis", Vörður 10. desem-
ber 1927, bls. 2-4.
97