Ritmennt - 01.01.1999, Page 120

Ritmennt - 01.01.1999, Page 120
JÓN VIÐAR JÓNSSON RITMENNT segist skammast sín fyrir að hafa eltki sent honum línu fyrr en viti að hann skilji sig og þeklci hvað annríki sé: Þegar maður er við þessa leiklist öllum stundum þá er ekki mikill tími sem maður hefur handa sjálfum sér. Ég hefi stofnað hér nýtt fyrirtæki er nefnist Bláa stjarnan og hefur það marlcmið að halda uppi Kabaret-sýningum. Félagar mínir í þessu fyrirtæki eru Tómas Guðmundsson, Ind- riði Waage, Alfred Andrésson. Allir þeir sömu og í Fjalakettinum. Við höfum haldið uppi sýning- um í Sjálfstæðishúsinu nú í tvo vetur og hefur það gengið alveg prýðilega. Við höfum tvo daga í viku, miðvikudagskvöld og sunnudagskvöld, og er eiginlega alltaf fullt. Það hefur ekki gengið eins vel hjá Fjalakettinum, hann hefur ennþá sýningar í Iðnó öðru hvoru. í haust sýndum við „Den gronnc Elevator", höfðum einnig sýnt hann vorið áður, og var Alfred og Inga kona hans í aðalhlutverkunum. Svo fórum við upp með „Mens vi venter" eftir Johan Borgen, en það gekk ekki eins vel. Við fengum listrænan sigur á það leikrit, en peningalega var það allt annað en gott. Næsta haust erum við að hugsa um að fara upp með Kære Rut. Hjá Sögu gengur allt mjög rólega, en nú erum við samt að hugsa um að reyna að búa til innanlands filmu af Leynimel 13, því að við erum búnir að fá fyrsta flokks tæki fyrir 16 mm filmur frá Ameríku. Hvernig okkur tekst með það er nú eftir að vita. Gunnar svarar Haraldi um hæl og fagnar lífsmarki frá gömlum kunningja. Kvik- myndirnar eru aðalumræðuefnið. Hann er nýbúinn að sjá mynd Lofts Guðmundssonar Milli fjalls og fjöru á einkasýningu og fannst það að ýmsu leyti ánægjulegt: M.a. að sjá ýmsa af leikurunum - ekki síst Al- fred Andrésson sem var alveg kostulegur Han- sen. Og ekki voru myndirnar dónalegar - sumar voru blátt áfram undurfagrar. En það er nú skömm að því að myndin skuli á heildina litið hafa orðið svo léleg að hún er ekki sýningarhæf í útlöndum. Þó hefði auðveldlega verið hægt að gera hana betri. Bara ef Loftur hefði leitað til ein- hvers með ofurlitla þekkingu á kvikmyndum. Af hverju þurfti hann að gera öll þessi mistök sem yngsti aðstoðarleikstjóri í Danmörku hefði getað forðað honum frá? Ég hefði getað útvegað honum góðan aðstoðarmann - látum vera þó hann hefði þurft að borga honum eitt tvö þús- und - hvaða máli skiptir það í kvikmynd sem kostar 250 þúsund? Það versta, segir Gunnar, var þó sjálf sagan - hvers lags bull var þetta eiginlega? „Svona fólk hefur aldrei verið til á íslandi og það er ekki satt orð í myndinni um ísland, hvorki nútímans né fyrri tíma. Það er engu líkara en þessi yndislegu bláu fjöll fitji upp á trýn- ið og segi: Hvaða endemis vitleysu eruð þið að gera - með okkur sem baksvið?" Honum verður hugsað til þess hvað væri hægt að gera dásamlega skáldlega mynd eftir Bónd- anum á Hrauni eða bókum Vilhjálms Vil- hjálmssonar: „Ekki með leikhúsbændum, rómantískum húsfreyjum á la Gunnar Gunnarsson - en alveg raunverulegum ís- lendingum af holdi og blóði. Eða - hví ekki að gera mynd um Island nútímans, nútíma Islendinginn, bónda eða sjómann, kannski sem andstæðu við Reykjavík nútímans. Slík mynd myndi vekja áhuga alls heims- ins." Lokaniðurstaðan um mynd Lofts er að hún sé „vikublaðsreyfari í skerandi litum, árgangur 1912." Gunnari leikur einnig forvitni á að vita hvað í ósköpunum Leynimelur 13 sé. Haraldur svarar 5. júní. Hann er nú á leið til Kaupmannahafnar þar sem hann mun búa nokkra daga á Hótel Astoría og hlakkar til að hitta Gunnar eftir langan aðskilnað. Hann segist vera á sama máli og Gunnar um mynd Lofts „en vegna þess að ég er um það 116
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.