Ritmennt - 01.01.1999, Síða 120
JÓN VIÐAR JÓNSSON
RITMENNT
segist skammast sín fyrir að hafa eltki sent
honum línu fyrr en viti að hann skilji sig og
þeklci hvað annríki sé:
Þegar maður er við þessa leiklist öllum stundum
þá er ekki mikill tími sem maður hefur handa
sjálfum sér. Ég hefi stofnað hér nýtt fyrirtæki er
nefnist Bláa stjarnan og hefur það marlcmið að
halda uppi Kabaret-sýningum. Félagar mínir í
þessu fyrirtæki eru Tómas Guðmundsson, Ind-
riði Waage, Alfred Andrésson. Allir þeir sömu og
í Fjalakettinum. Við höfum haldið uppi sýning-
um í Sjálfstæðishúsinu nú í tvo vetur og hefur
það gengið alveg prýðilega. Við höfum tvo daga í
viku, miðvikudagskvöld og sunnudagskvöld, og
er eiginlega alltaf fullt. Það hefur ekki gengið
eins vel hjá Fjalakettinum, hann hefur ennþá
sýningar í Iðnó öðru hvoru. í haust sýndum við
„Den gronnc Elevator", höfðum einnig sýnt
hann vorið áður, og var Alfred og Inga kona hans
í aðalhlutverkunum. Svo fórum við upp með
„Mens vi venter" eftir Johan Borgen, en það gekk
ekki eins vel. Við fengum listrænan sigur á það
leikrit, en peningalega var það allt annað en gott.
Næsta haust erum við að hugsa um að fara upp
með Kære Rut. Hjá Sögu gengur allt mjög rólega,
en nú erum við samt að hugsa um að reyna að
búa til innanlands filmu af Leynimel 13, því að
við erum búnir að fá fyrsta flokks tæki fyrir 16
mm filmur frá Ameríku. Hvernig okkur tekst
með það er nú eftir að vita.
Gunnar svarar Haraldi um hæl og fagnar
lífsmarki frá gömlum kunningja. Kvik-
myndirnar eru aðalumræðuefnið. Hann er
nýbúinn að sjá mynd Lofts Guðmundssonar
Milli fjalls og fjöru á einkasýningu og
fannst það að ýmsu leyti ánægjulegt:
M.a. að sjá ýmsa af leikurunum - ekki síst Al-
fred Andrésson sem var alveg kostulegur Han-
sen. Og ekki voru myndirnar dónalegar - sumar
voru blátt áfram undurfagrar. En það er nú
skömm að því að myndin skuli á heildina litið
hafa orðið svo léleg að hún er ekki sýningarhæf
í útlöndum. Þó hefði auðveldlega verið hægt að
gera hana betri. Bara ef Loftur hefði leitað til ein-
hvers með ofurlitla þekkingu á kvikmyndum.
Af hverju þurfti hann að gera öll þessi mistök
sem yngsti aðstoðarleikstjóri í Danmörku hefði
getað forðað honum frá? Ég hefði getað útvegað
honum góðan aðstoðarmann - látum vera þó
hann hefði þurft að borga honum eitt tvö þús-
und - hvaða máli skiptir það í kvikmynd sem
kostar 250 þúsund?
Það versta, segir Gunnar, var þó sjálf sagan
- hvers lags bull var þetta eiginlega? „Svona
fólk hefur aldrei verið til á íslandi og það er
ekki satt orð í myndinni um ísland, hvorki
nútímans né fyrri tíma. Það er engu líkara
en þessi yndislegu bláu fjöll fitji upp á trýn-
ið og segi: Hvaða endemis vitleysu eruð þið
að gera - með okkur sem baksvið?" Honum
verður hugsað til þess hvað væri hægt að
gera dásamlega skáldlega mynd eftir Bónd-
anum á Hrauni eða bókum Vilhjálms Vil-
hjálmssonar: „Ekki með leikhúsbændum,
rómantískum húsfreyjum á la Gunnar
Gunnarsson - en alveg raunverulegum ís-
lendingum af holdi og blóði. Eða - hví ekki
að gera mynd um Island nútímans, nútíma
Islendinginn, bónda eða sjómann, kannski
sem andstæðu við Reykjavík nútímans.
Slík mynd myndi vekja áhuga alls heims-
ins." Lokaniðurstaðan um mynd Lofts er að
hún sé „vikublaðsreyfari í skerandi litum,
árgangur 1912."
Gunnari leikur einnig forvitni á að vita
hvað í ósköpunum Leynimelur 13 sé.
Haraldur svarar 5. júní. Hann er nú á leið
til Kaupmannahafnar þar sem hann mun
búa nokkra daga á Hótel Astoría og hlakkar
til að hitta Gunnar eftir langan aðskilnað.
Hann segist vera á sama máli og Gunnar um
mynd Lofts „en vegna þess að ég er um það
116