Ritmennt - 01.01.1999, Side 128

Ritmennt - 01.01.1999, Side 128
JÓN VIÐAR JÓNSSON RITMENNT Hér virðast einföldustu hlutir yfirleitt verða að óyfirstíganlegum torfærum! Þú trúir því ekki, en þegar við ætluðum að byrja í „stóru stofunni" vantaði fimm sófapúða í þessar annars mjög svo fínu nýju mubblur sem við höfum tekið á leigu. Að nokkru leyti skapa púðar í stofu hlýlega til- finningu fyrir íbúum, auk þess sem þeir gegna mikilvægu hlutverki í myndinni. En nú hrökk allt í baklás vegna þessara fimm sófapúða! Eng- inn sá nokkra leið til að útvega þá. Frúrnar í Reykjavík myndu örugglega vera ófáanlegar til að lána púða sem þær hefðu verið að bródera mánuðum saman - það var ekki til neins að leita til þeirra! Heima hjá „forstjóranum" var nóg til af púðum, en það hvarflaði ekki að honum að fórna þeim - kannski þorði hann það ekki fyrir frúnni! Loksins var ákveðið að útbúa þá sérstak- lega. Tveir voru loftpúðar með einhverju tauefni utan um og smádúlleríi límt á. Það tók fimm daga að koma því í lag! Enginn gat komið auga á hvað þetta var ger- samlega fáránlegt. Allir horfðu bara á mig grafal- varlegir eins og þeir vildu segja: þetta er vilji ör- laganna! Það væri hægt að búa til farsa um allt þetta fyrirtæki og hann yrði miklu skemmtilegri en farsinn sem við erum að festa á filmu - þó að hann sé bara skemmtilegur. Að minnsta kosti nógu mikil della! Sem stendur situr allt fast. Aðalleikarinn er að æfa „Pabba" í Þjóðleikhúsinu og vill ekki taka neitt upp síðustu vikuna fyrir frumsýningu sem er mjög skiljanlegt. Sýningin á sjálfsagt eftir að ganga vel og þá verður hann að leika á hverju kvöldi í tvær til þrjár vikur. Og við getum bara filmað á kvöldin. Um endalyktir fyrirtækisins þarf ekki að orðlengja. Skðmmu eftir að Gunnar skrifaði Helgu í októberbyrjun gekk hann á fund Haralds A. og tilkynnti honum að hann hefði nú staðið við sinn hluta samningsins og yrði að fá örugga tryggingu fyrir því að tökum myndarinnar yrði einhvern tímann lokið.12 Eitthvað mun Haraldi hafa orðið ógreitt um svör, a.m.k. leið og beið án þess Gunnar heyrði frá honum uns hann þraut þolinmæði. 20. október sendi hann Sören Sörensyni bréf þar sem hann sagði upp „samningi" sínum. Þar kveðst hann eigi að- eins hafa sinnt þeim verkum sem hann var ráðinn til að vinna heldur einnig ýmsum öðrum án þess að fá greitt sérstaklega fyrir. Orsakir uppsagnarinnar telur hann upp í fimm liðum: 1) Vinnuskilyrði voru allt önnur en Sören lýsti fyrir honum á fundi þeirra í Kaup- mannahöfn, 2) Ekkert hafi orðið af fræðslumyndagerð - sem Gunnar taldi mikilvægasta þátt samningsins fyrir sitt leyti, 3) Gunnar hafi ekki getað fengið neina tryggingu fyrir því að hann, þ.e. Sören, væri fær um að leysa það verkefni sem honum hefði verið falið, 4) Allar hljóðupptökur hafi reynst ónýtar, og 5) Hann hafi í annað skipti á einum mánuði ekki fengið laun greidd á réttum tíma (og ekki einu sinni verið beðinn afsökunar). Bréfið endar hann svo með að minna á að hann eigi inni hjá fyrirtækinu 2000 kr. fyrir vinnu sína og 90 kr. fyrir útgjöld úr eigin vasa. Gunnar sendi Haraldi Á. afrit af þessu bréfi til Sörens og skrifaði honum sjálfum einnig langt bréf. Eins og í bréfinu til Helgu Kaae lýsir hann Sören fullkomlega vanhæf- an um að gegna starfi sínu og hefur um hann hin hörðustu orð. Hann nefnir dæmi um kæruleysi hans og virðingarleysi fyrir 12 Sjá bréf til Haralds Á. Sigurðssonar 20. okt. 1950, Lbs 4151 4to. 124
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.