Ritmennt - 01.01.1999, Side 130

Ritmennt - 01.01.1999, Side 130
Manfreð Vilhjálmsson RITMENNT 4 (1999) 126-39 Þjóðarbólchlaðan frá sjónarhóli arkitekts Þjóðarbókhlaða, aðsetur Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns, var tekin í notkun 1. desember 1994, eða fyrir um fimm árum. Að ósk ritstjórnar er bygging- unni lýst í þessari grein - frá sjónarhóli arkitektsins. Gerð er grein fyrir mótun bygg- ingarinnar og þeirri hugmyndafræði sem að baki býr. Formi hússins er lýst, tækni- legum lausnum, efnisvali, listskreytingu, umhverfi o.s.frv. En ekki síst eru myndir látnar tala sínu máli. Arið 1972 kom ég ásamt starfsfélaga mínum, Þorvaldi S. Þorvaldssyni, og fleirum að und- irbúningsvinnu við Þjóðarbókhlöðu. Þessi vinna fór fram í nánu samstarfi við bóka- safnsmenn. Jafnframt var fenginn breskur arkitekt, Harry Faulkner-Brown, sem ráðgjafi byggingarnefndar. Þorvaldur vann að verkefninu til 1984 er hann hvarf til annarra starfa. Liður í undirbúningsvinnunni voru kynnisferðir til Bretlands og Bandaríkjanna. Forsögn- in, og síðan form og svipmót bókasafnsins, hafa því ekki síst mótast af engilsaxneskum áhrifum þótt vissulega væri einnig litið til fleiri átta. Einn mikilvægasti þáttur undirbúnings að góðu bókasafni er forsögn, en þar er fest á blað nákvæm lýsing á bókasafninu, skipting þess í deildir, þjónusta við gesti o.s.frv. Út frá þess- um upplýsingum um starfsemi safnsins er deildum og starfsþáttum áætlað rými. Þessi gögn móta safnið frá upphafi byggingar til enda. Við hönnun hússins þurfti að líta til margra þátta. I forsögn var ekki mælt fyrir um í hvaða gæðaflokk húsið skyldi sett. Það átti einungis að teikna ódýrt og gott bókasafnshús. En Þjóð- arbókhlaðan var þjóðargjöf. Hér var arkitekt vandi á höndum. Átti húsið að vera virðulegt bókaskrín eða bara bókaskemma þar sem öllu prentuðu máli, bæði lélegu og góðu, er safn- að saman undir einu þaki ásamt ríflegu framboði lessæta og annarrar þjónustu? Reynt var að lcoma til móts við bæði þessi sjónarmið. Þjóðarbókhlaðan er m.a. virki um dýrmæti, um þjóðararfinn. Þjóðarbókhlaðan stendur á háskólasvæðinu norðvestanverðu, skammt frá miðbæ Reykja- víkur. Hún er í nágrenni við Þjóðminjasafn, Hótel Sögu og fjögurra hæða íbúðarblokkir á Melunum. Milcil umferðargata, Hringbrautin, liggur norðan og austan við húsið. Handan götunnar er gamall og gróinn lcirlcjugarður, og frá Þjóðarbólchlöðunni er fagurt útsýni til garðsins, miðbæjar Reykjavíkur, hafs og fjalla. 126
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.