Ritmennt - 01.01.1999, Síða 130
Manfreð Vilhjálmsson
RITMENNT 4 (1999) 126-39
Þjóðarbólchlaðan
frá sjónarhóli arkitekts
Þjóðarbókhlaða, aðsetur Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns, var tekin í
notkun 1. desember 1994, eða fyrir um fimm árum. Að ósk ritstjórnar er bygging-
unni lýst í þessari grein - frá sjónarhóli arkitektsins. Gerð er grein fyrir mótun bygg-
ingarinnar og þeirri hugmyndafræði sem að baki býr. Formi hússins er lýst, tækni-
legum lausnum, efnisvali, listskreytingu, umhverfi o.s.frv. En ekki síst eru myndir
látnar tala sínu máli.
Arið 1972 kom ég ásamt starfsfélaga mínum, Þorvaldi S. Þorvaldssyni, og fleirum að und-
irbúningsvinnu við Þjóðarbókhlöðu. Þessi vinna fór fram í nánu samstarfi við bóka-
safnsmenn. Jafnframt var fenginn breskur arkitekt, Harry Faulkner-Brown, sem ráðgjafi
byggingarnefndar. Þorvaldur vann að verkefninu til 1984 er hann hvarf til annarra starfa.
Liður í undirbúningsvinnunni voru kynnisferðir til Bretlands og Bandaríkjanna. Forsögn-
in, og síðan form og svipmót bókasafnsins, hafa því ekki síst mótast af engilsaxneskum
áhrifum þótt vissulega væri einnig litið til fleiri átta.
Einn mikilvægasti þáttur undirbúnings að góðu bókasafni er forsögn, en þar er fest á blað
nákvæm lýsing á bókasafninu, skipting þess í deildir, þjónusta við gesti o.s.frv. Út frá þess-
um upplýsingum um starfsemi safnsins er deildum og starfsþáttum áætlað rými. Þessi gögn
móta safnið frá upphafi byggingar til enda.
Við hönnun hússins þurfti að líta til margra þátta. I forsögn var ekki mælt fyrir um í hvaða
gæðaflokk húsið skyldi sett. Það átti einungis að teikna ódýrt og gott bókasafnshús. En Þjóð-
arbókhlaðan var þjóðargjöf. Hér var arkitekt vandi á höndum. Átti húsið að vera virðulegt
bókaskrín eða bara bókaskemma þar sem öllu prentuðu máli, bæði lélegu og góðu, er safn-
að saman undir einu þaki ásamt ríflegu framboði lessæta og annarrar þjónustu? Reynt var að
lcoma til móts við bæði þessi sjónarmið. Þjóðarbókhlaðan er m.a. virki um dýrmæti, um
þjóðararfinn.
Þjóðarbókhlaðan stendur á háskólasvæðinu norðvestanverðu, skammt frá miðbæ Reykja-
víkur. Hún er í nágrenni við Þjóðminjasafn, Hótel Sögu og fjögurra hæða íbúðarblokkir á
Melunum. Milcil umferðargata, Hringbrautin, liggur norðan og austan við húsið. Handan
götunnar er gamall og gróinn lcirlcjugarður, og frá Þjóðarbólchlöðunni er fagurt útsýni til
garðsins, miðbæjar Reykjavíkur, hafs og fjalla.
126