Ritmennt - 01.01.1999, Side 146

Ritmennt - 01.01.1999, Side 146
Gunnar Sveinsson RITMENNT 4 (1999) 140-44 Kveldúlfur 1899-1900 Sveitarblað í Kelduhverfi Blómaskeið handskrifaðra sveitarblaða var á árunum 1875-1930. Hér er fjallað um sveitarblaðið Kveldúlf sem skrifað var í Kelduhverfi 1899-1900. Keldhverfingar voru óvenjulega afkastamiklir á þessu sviði. Það kemur í ljós að ritstjórar og ritnefndar- menn eru flestir skyldir í 3. og 4. lið. / Asjöunda áratug 19. aldar fór það að tíðkast sums staðar hér á landi að ung- ir menn hófust handa um að gefa út hand- skrifuð sveitarblöð sem gengu ákveðna boð- leið milli bæja. Á þennan hátt gátu þeir komið áhugamálum sínum á framfæri og bætt sér upp hversdagslega fábreytni dag- legra starfa við búskapinn, einkum að vetr- arlagi. Því miður hefur mikið af þess háttar blöðum lent í glatkistunni, en sem betur fer hafa mörg þeirra borist í söfn á endanum eftir ýmsum leiðum, bæði í handritadeild Landsbókasafns og héraðsskjalasöfnin úti á landi. Eiríkur Þormóðsson hefur gert skrá um þau sveitarblöð sem höfðu verið skráð og hlotið númer í handritadeild árið 1991Að sögn hans var þá til eitthvað af óskráðum blöðum og eflaust hefur fleiri borið að síðan þá. Blöð þau sem er að finna í skránni eru 56 talsins og eitt þeirra gefið út vestan hafs. Þau voru rituð á árunum 1875-1930 og loks einn síðgotungur 1944. Það vekur athygli hve mörg blaðanna voru rituð í Þingeyjarsýslum. Af átján blöð- um þaðan eru þrjú úr Suður-Þingeyjarsýslu en fimmtán úr Norður-Þingeyjarsýslu. Af þeim er eitt frá Raufarhöfn, fjögur úr Öxar- firði en langflest eða tíu að tölu úr Keldu- hverfi. Þau eru þessi: Morgunstjarnan (1887)1 2 Harpan (eldri 1888-91) Einingin (1895-96) Göngu-Hrólfur (1899) Harpan (yngri 1900-09; viðaukablað við hana 1905 var Sumargjöf) Völundur (1913-15) 1 Landsbókasafn íslands. Árbók. Nýr flokkur 17 (1991). Reykjavík 1992, bls. 65-87. 2 Af Morgunstjörnunni er varðveitt 3.-4. blað II. ár- gangs, 6.-14. febrúar 1887. Ritstjóri er greindur á titilblaði: Kr(istján) Asgeir Benediktsson. Það er þv: misminni Þórarins Gr. Víkings að Jón Erlendsson (Eldon) hafi verið útgefandi blaðsins, sbr. neðan- málsgrein nr. 17 í grein Eiríks Þormóðssonar: Skrá um handskrifuð blöð í Landsbókasafni íslands. Landsbókasafn Islands. Árbók. Nýr flokkur 17 (1991). Reykjavík 1992, bls. 80. Hins vegar skrifaði Jón Erlendsson £ bæði varðveittu blöðin (er eflaust sá J. E. sem ritaði grein í síðara blaðið) og gæti mis- sögn Þórarins stafað af því, enda var hann 7 ára barn árið 1887. 140
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.