Ritmennt - 01.01.1999, Síða 147
RITMENNT
KVELDULFUR 1899-1900
Snarfari (1915-16)
Svarti Pétur (1915-16)
Vinaspegill (1916)
Öll þessi blöð nema Morgunstjarnan voru
keypt árið 1983 af Birni Þórarinssyni frá
Kílakoti, en faðir hans, Þórarinn Sveinsson í
Kílakoti, var einn af ritstjórum Völundar.3
Skráningarnúmer þeirra er Lbs 4423-29 8vo.
Nú hefur slcotið upp einu blaðinu enn í
dánarbúi sem afhent verður handritadeild
Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns
en er í bili í fórum þess er sett hefur saman
þetta greinarkorn. Hér er uni að ræða dánar-
bú föður hans, séra Sveins Víkings Gríms-
sonar (1896-1971) frá Garði í Kelduhverfi.
Þetta er blaðið Kveldúlfur4 sem út kom 10.
nóvember 1899 til 18. febrúar 1900 og er
það hið fimmta í aldursröðinni, næst á eftir
Göngu-Hrólfi. Alls voru þetta sex blöð (I.
1-6) en fimmta blaðið hefur glatast. Hvert
blað er sextán blaðsíður í fjögurra blaða
broti (4to) nema blað nr. 2 er 40 blaðsíður.
Blöðin eru dálítið bleytuskemmd og rifin
eftir hrakninga á milli hæja og þunnar
pappakápur tveggja fyrstu blaðanna vantar.
Ritnefnd blaðsins skipuðu þeir Benedikt
Bjarnarson og Guðmundur Guðmundsson
en Benedikt einn hefur skrifað öll blöðin.
Benedikt Bjarnarson5 fæddist 8. febrúar
1879 á Bangastöðum sem var ysti bær í
Kelduhverfi og er á Tjörnesi austanverðu.
Foreldrar hans voru Björn Magnússon,
bóndi þar og víðar, Gottskálkssonar og lcona
hans Solveig Sigurðardóttir á Kraunastöð-
um í Aðaldal. Vorið 1899 lauk hann gagn-
fræðaprófi úr Möðruvallaslcóla og var til
heimilis í Garði þegar Kveldúlfi var hleypt
af stokkunum í nóvember sama ár. Síðar var
Benedikt Bjarnarson og Guðmundur Guðmundsson.
Benedikt skólastjóri barnaskólans á Húsa-
vík 1914-40 og skólastjóri unglingaslcóla
þar 1906-40. Hann var og rithöfundur og
slcrifaði smásögur undir dulnefninu Björn
austræni. Benedikt andaðist 28. júlí 1941.
Guðmundur Guðmundsson6 var fæddur
12. maí 1879 í Nýjabæ í Kelduhverfi og voru
foreldrar hans Guðmundur Guðmundsson,
bóndi þar, Sveinssonar og kona hans Guð-
rún Einarsdóttir á Bangastöðum í Keldu-
hverfi. Hann var gagnfræðingur úr Möðru-
vallaskóla 1898 og var síðan kennari í
3 Grímur M. Helgason og Ögmundur Helgason.
Handiitasafn Landsbókasafns, IV. aukabindi,
Reykjavík 1996, bls. 306.
4 Samnefnt sveitarblað var gefið út i Stafholtstung-
um í Mýrasýslu 1894-95. Eiríkur Þormóðsson:
Skrá um handskrifuð blöð í Landsbókasafni ís-
lands. Landsbókasafn íslands. Áibók. Nýi flokkui
17 (1991). Reykjavík 1992, bls. 77.
5 Um hann: Ólafur Þ. Kristjánsson. Kennaiatal á ts-
landi I, Reykjavík 1958, bls. 50; Páll Eggert Ólason.
íslenzkai æviskiái V. Reykjavík 1952, bls. 285-86.
6 Urn hann: Ólafur Þ. Kristjánsson. Kennaiatal á ís-
landi I, Reykjavík 1958, bls. 191; æviágrip eftir Sig-
urð Gunnarsson frá Skógum. Guðmundur Guð-
mundsson. Kvæði og stökui. Reykjavík 1982, bls.
7-10.
141