Ritmennt - 01.01.1999, Page 154
GRAFSKRIFTIR OG
RITMENNT
ar síður, en hugmynd Björns var að Alþýðlegt fréttablað skyldi
koma tvisvar í viku, að minnsta kosti um þingtímann, tvær síð-
ur hvert sinn, en þó þriðjungi efnisdrýgra en hálft hinna blað-
anna. Aðalefni blaðsins skyldi vera innlendar fréttir, ritstjórinn
kvaðst vilja forðast egnandi og ósiðferðislegan rithátt, blaðið
myndi flytja auglýsingar sem almenningi gætu við komið en
hafna „tálvöru-auglýsingum; þess vegna mun útg. blaðsins fara
á mis við hinn mikla arð af Brama-augl. og þvíl." eins og ritstjór-
inn orðar það.3
Þegar liðinn var sá tími sem ritstjórinn hafði gefið sér til söfn-
unar áskrifenda kom annað (og síðasta) tölublaðið út, í minna
broti en hið fyrsta tölublað en fjórar síður. Þar greinir ritstjórinn
frá því að áslcrifendasöfnunin hafi elcki gengið sem skyldi, og
jafnframt svarar hann gagnrýni sem hann hefur fengið. Var það
einkum einfeldni blaðsins, eins og það er lcallað, sem menn
höfðu á móti og báru því við að ekki væri hægt að binda blaðið
inn þar sem það væri einblöðungur, bara framsíða og baksíða.
Ritstjórinn tók gagnrýnina til greina og breytti forminu en svar-
aði samt, að „þó vitum vér allir, að flestir rífa blöðin í umbúðir,
tappa og ... óðara en búið er að lesa þau".4 Ekki þarf mikið
hugmyndaflug til að skilja hvað það er sem ritstjórinn ekki vill
skrifa fullum stöfum. Þetta vekur hins vegar ýmsar aðrar spurn-
ingar. Hvenær hófst sá siður að rífa blöð niður í..og hversu
lengi var þetta við lýði? Var þetta almennt eða mismunandi eft-
ir ólíkum þjóðfélagshópum eða búsetu? Þessu mætti einhver
þjóðháttafræðingur gjarna reyna að svara. Fyrir bóksögu er þetta
ekki ómerkilegt dæmi um ,notkun' prentgripa. Augljóst má vera
að sá blaðakaupandi sem kominn er upp á lag með að rífa blaðið
niður í .... getur vart án blaðs verið - segi hann upp áskrift
sinni að einhverju blaði er hann nánast tilneyddur að talca
áskrift að einhverju öðru blaði þótt eklci sé nema vegna..Og
fyrir blaðaútgáfuna í landinu styrkti þetta ótvírætt útgáfugrund-
völlinn og gerði blöðin ómissandi.
Steingrímur fónsson
148
3 Alþýðlegt fréttablað [1:1) (22. júní 1886), bls. 1.
4 Alþýðlegt fréttablað 1:2 (29. júlí 1886), bls. 1.