Vera


Vera - 01.06.1996, Blaðsíða 9

Vera - 01.06.1996, Blaðsíða 9
Hún byrjaði í Myndlista- og handíðaskóla íslands haustið 1994 og er því búin með tvo vetur og á einn eftir. Þaö væri sjálfsagt ekki í frásögur fær- andi nema vegna þess að hún var orðin 65 ára þegar hún hóf námið. Hún heitir Sigurbjörg Snorradóttir og lýkur skólan- um á þremur árum í stað fjög- urra vegna þess aö hún fékk metin myndlistarnámskeiö sem hún hefur sótt í gegnum tíöina. Sigurbjörg var búin að vinna viö afgreiöslu á bílaverk- stæði í fjórtán ár þegar hún missti vinnuna vegna breyt- inga á verkstæöinu. Hún segir að atvinnumissirinn hafi snúist upp í algjöra himnasendingu, hún hefði aldrei lagt út í alvar- legt listnám ef hún heföi þurft að taka þá ákvörðun sjálf aö hætta að vinna. En þar sem atvinna liggur ekki á lausu fyr- ir fólk á hennar aldri lá beinast við að fara í nám. Og þar með er gamall draumur að rætast því Sigurbjörg var byrjuð í þessum sama skóla þegar hún var sautján ára, en fékk svo bakþanka, hætti og fór að vinna. Síöan gifti hún sig og eignaöist þrjú börn og á nú einnig fjögur barnabörn. Sigur- björg er í málaradeild skólans og hún er ekki aðgerðalaus í sumarfríinu því það notar hún til að læra þýsku og ítölsku! sbj.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.