Vera


Vera - 01.06.1996, Blaðsíða 14

Vera - 01.06.1996, Blaðsíða 14
forstakosningarnar FORSETAFRAMBJÓÐENDUR OG AFNÁM KYNJAMISRÉTTIS íslenska þjóðin hefur nú búiö við þau forréttindi undanfarin sextán ár að forseti landsins er kona og meira að segja fyrsta konan í heiminum sem kjörin er til forsetaembættis. VERA kannar nú kvennapóli- tíska hlið forsetaframbjóðend- anna fimm með eftirfarandi spurningu: Flestum ber saman um að forseti eigi að vera málsvari mannréttinda. Þjóð- félagsþegnar sem beittir eru misrétti vegna litarháttar, trúarbragða, upp- runa eða þess háttar njóta ekki fullra mannréttinda. Sama gildir um mismun- un á grundvelli kynferðis, enda var samþykkt á kvennaráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í Kína sl. haust að kven- réttindi væru mannréttindi. Hvernig munt þú styðja baráttu ís- lenskra kvenna fyrir afnámi kynjamis- réttis, náir þú kjöri? Eins og kemur skýrt fram í stofnsáttmála Friöar 2000 berjast samtökin fyrir jöfnum mannréttindum allra jarðarbúa. Viö sjáum slíkt jafnrétti sem framtíðargrundvöll fyrir friösamlegu mannlífi á jöröinni. Ef ég næöi kjöri sem forseti íslenska lýöveldisins myndi ég í hvívetna stuöla aö því með áhrif- um mínum aö konur sitji viö sama borð og karlar hvað varöar atvinnutækifæri og launastefnu og myndi fara höröum oröum um allan tvískinnungshátt í framkvæmd jafnréttislaganna. Einnig vil ég beita áhrifum mínum vegna þess misréttis sem kvenfólk er beitt vTöa um heim. Þar má t.d. vekja athygli á túlkun á kenningum Múhameðstrúar um stööu kvenna, en nútíma túlkun trúarinnar viröist T litlu samræmi viö þær kenningar sþá- mannsins aö konur ættu að taka þátt í hin- um ýmsu þjóöfélagsmálum á jafnan hátt og karlar. SITk mistúlkun á mannréttindum grefur á margan hátt undan því aö mannkyn geti búið viö friö og farsæld. Mál Sofiu Han- sen hefur gefiö okkur vísbendingu um þaö misrétti sem konur búa viö víöa um heim- inn. Aldrei hefur verið meira um striö og hörmungar af mannavöldum en á sTðustu árum. Aðeins á síöasta ári bættust 5 milljón börn við heimilislausa flóttamenn sem eru nú meira en 53 milljónir manns. 40.000 börn látast af vannæringu daglega meðan þjóðir heims eyða 144 milljörðum króna í voþn og hernaö hvern einasta dag ársins. Um milljarður er talinn búa viö sára örbirgö og þar af eru 600 milljónir manns sem svelta. Heiminum er meira og minna stjórn- að af karlrembu sem á engan rétt á sér. Embætti forseta íslands hefur löngum ver- iö túlkað sem sameiningartákn þjóöarinn- ar. Hinsvegar mun slíkt sameiningartákn koma aö litlu gagni ef samfélag mannkyns T heild riölast undan fótum okkar. Viö þurf- um sameingartákn alls mannkyns, og þetta gæti forseti íslands orðið ef við stöndum saman á þessum örlagatímum. Tökum for- ystuna og Virkjum Bessastaði í því að koma á friði og farsæld í heiminum öllum.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.