Vera


Vera - 01.06.1996, Blaðsíða 46

Vera - 01.06.1996, Blaðsíða 46
suiepú nQis STEFAN JON HAFSTEIN adam segir Hvers vegna eru ungar konur fráhverfar „kvennabaráttu?" Hvers vegna er þaö „galli" á forsetaframbjóðendum aö þær skuli vera kon- ur - eftir 16 ára glæsiferil konu á Bessastöðum? Hvers vegna er hinn pólitíski armur kvennabaráttu á Alþingi í nauðvörn gagnvart kjós- endum sem eru að meirihluta konur? Hvers vegna þetta og meira þegar „allir" eru með „samskipti kynjanna" á heilanum? Skrítið. Á minni lífstíð hefur kvennabarátta verið það frjóasta í samfélagsumræðunni. Skemmtilegust, áhugaverðust, árangursrik- ust. Tökum verkalýðshreyfinguna til samanburðar. Ekki hefur henni tekist að ýta jafn vel við samfélagsgildum hin síðari ár. Ekki flokkapólitíkin, myndlistin, fjölmiðlunin - ekki heldur vegagerð á vor- um dögum. Nei, kvennabaráttan hefur ekki aðeins gjörbreytt hug- myndum okkar um samfélagið heldur líka skilað sérlega hæfum ein- staklingum til ábyrgðarstarfa í þjóðlífinu. Þegar ég var ungur drengur voru allar konur heima, gættu bús og barna; karlarnir fóru í vinnu og komu heim með launin; allt var í þeim föstu skorðum sem voru ekki svo fastar - þökk sé baráttukonum. Nú er komiö stopp og mér líkar þaö ekki. Kvennahreyfingin í víð- asta skilningi hefur ekki fylgst með, eða eigum við að segja að fólk- ið nenni ekki aö fylgjast með henni? Fyrirgefið alhæfingarnar, héreru mínir punktar um málið: Stoppið hefur eitthvað að gera með „frústrasjón". Þegar baráttu- konurnar í mtnu ungdæmi komu fram sögðu karlar sem best þekktu til að það eina sem þær vantaði í raun væri að fá almennilega að ríða. Kannski var eitthvað til í þessu (í bókstaflegum skilningi), en í yfirfærðum skilningi á þetta enn við: samfélag okkar er ófullnægj- andi. Þreytumerkin eru eðlileg og sér ekki fyrir endann á - þrátt fyrir allt kvennanna streð. (Sjá launamyndun ogkynbundinn launamunur: Skrif- stofa jafnréttismála 1995). Svo hefur þetta eitthvað að gera með þá staðreynd að ávinningur er umtalsverður. Sigrar hafa unnist, hugir breyst, hjörtu slegið örar. Unga fólkið t dag tekur ýmsum viðhorfum og réttindum sem sjálf- sögðum — en þau voru það alls ekki fyrir skömmu. Og af því að þessi grein er rif úr síðu Adams leyfi ég mér að kynna til sögunnar sjónarmið karla. Þið, Verur, höfðuð svo sannarlega rétt fyrir ykkur og áttuð forgang til ýmissa átta í samfélagsumræðunni. Forystan var ykkar, við veittum jákvætt hlutleysi eða misgóðan stuðning. En nú má Ijóstra því upp að mér fannst greining ykkar á ^ karlveldissamfélaginu einlit. Ég þykist þekkja kúgaða, ófullnægða, vansæla karla á lágum launum með vannýtta hæfileika og fágæt tækifæri. Þið tölduð konur hafa einkarétt á slíku böli. Getur samfé- lagsafl sem kennir sig við jafnrétti og frelsi látið eins og þessi stóri samfélagshópur - kúgaðir karlar - sé ekki til eða skipti ekki máli? Skipti ekki máli fyrirkonuft Þeirvoru meira að segja versettiren þið. Þið höfðuð þó afsökun: stöðu fórnarlambsins. Jú, rétt er að karlar ráða hagkerfinu. En ekki allir karlar, reyndar fáir karlar. (Sjá Stjórnun- ar- og eignatengsl í íslensku atvinnulífi, Samkeppnisstofnun 1994). Staða konunnar sem fórnarlamb er líka einföldun. Og þegar verst lætur eilífðar afsökun. Ofurvald karla í hagkerfinu og atvinnulífinu endurspeglar ekki ofurvald þeirra í lífinu í heild. Ég þykist reyndar þekkja sigursælar, fullnægðar, ánægðar konur á háum launum með velnýtta hæfileika og fjölmörg tækifæri. Konurtapa ekki alltaf. Kon- ur tala nú (réttilega) um að njóta sín sem einstaklingar, hver á sínu sviði - en ekki sem konur! (Vera, maí '96: Margrét Örnólfsdóttir). KOOunur. (Framb. laaangt mjúkt sérhljóð). Það var eitthvaö við það hvernig Verur sögðu orðið sem átti að gefa til kynna reynsluheim og samstöðu um hann, kynbundið hugarástand sem Adam gæti aldrei náð uppí. Þessi samkvenlega tilvera/hugarástand/tilfinning var of óræð til að vera trúverðug fyrir mig og margar konur sem ég þekki til. Þetta er nú staðfest af kvenskörungum og heitir eining að baki margbreytiieikans. Það er í áttina. (Vera, maí '96: Þórunn Svein- bjarnardóttir). Samskiptamynstur kynjanna I lýsingu Veranna stóöst heldur ekki. Verur gáfu forskrift að samskiptum kvenna og karla („konur vilja láta koma fram viö sig“...o.s.frv.) og héldu fram aö strákar og stelpur væru eins að upplagi; stelpur þó betri og strákar yrðu að læra að vera eins og þær. Þessi jafningjafræösla ykkar var mikilvæg - en ekki algild. Það er rétt nú að Adam er aö byrja að þora að segja NEI. Sumar Verur hafa ekki áttað sig á því að kynin hafa bæði áhuga á sérkennum og sjálfsmynd og vilja ræða samskipti á þeim forsend- 1 um. (Vera, maí '96:„Karlareru frá rnars...": Hulda Björg Siguröardóttir). Aðr- ar eru (blessunarlega) leiðar á formúlunni ogjáta jafnvel að þær séu

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.