Vera


Vera - 01.06.1996, Blaðsíða 39

Vera - 01.06.1996, Blaðsíða 39
rómaða akademíska heimi eða T heimi stjórnmálanna. Við skulum ekki gleyma því að femínísk hugmyndafræði er fyrir allar A konur og er ætlað að ná til allra kvenna, sama hvaða geira þjóðfélagsins þær til- heyra. Ég veit að margar konur sem standa framarlega í baráttunni telja það ekki í sín- um verkahring að ná til allra kvenna. Því er ég ekki að öllu leyti sammála. í jafn litlu þjóðfélagi og ísland er, hlýtur það að vera áhyggjuefni hversu einsleitur og fámennur hópur er í dag þátttakandi í umræðunni um réttindamál sem snerta að meira eða minna leyti allar konur. Það er auðvitað mitt að skilgreina þá baráttu sem ég ætla að Hættum að vera pirraðar út í stöðuna í dag, brettum heldur upp ermar og tökumst á við þær áskoranir sem nú blasa við baráttu kvenna. leggja út í og einhver önnur kona leggur út í \ baráttu út frá allt öðrum forsendum, frelsi kvenna er jú afstætt og það sem hentar einni hentar ekki annarri. Það er hins vegar á ábyrgð okkar sem erum og ætlum að gera eitthvað að halda umræðunni opinni og að- gengilegri. Hvar er umræðan! Ef eitthvað hefur farið verulega úrskeiðis f baráttu íslenskra kvenna þá myndi ég nefna skort á umræðugrundvelli sem höfðar til allra. Kvennabaráttan þarf að vera sýnilegri og aðgengileg fyrir sem fjölbreytilegastan hóp. Vissulega höfum við Veru og 19. júní en fyrir hverja eru þau blöð, hver er mark- hópurinn? Hefur enginn haft áhyggjur af því að einungis afar takmarkaður hópur lesi blöðin og sæki fundi er varöa beint réttinda- mál kvenna. Er ekki vilji fyrir því að reyna að gera markhópinn fjölbreyttari? Það hefur ekki tekist að koma umræðunni í íslenskri kvennapólitík nógu víða, það er staðreynd sem tími er kominn til að horfast í augu við. Kannski er það einmitt þetta sem hefur átt stóran þátt í því að ungar íslenskar konur upp til hópa í dag, standa að miklu, ef ekki öllu, leyti fyrir utan kvennapólitík. Ég er nokkuð viss um að ástæðan er ekki sú að þær hafi ekki áhuga. Ungar konurí dag hafa áhuga á kvennapólitík, þær hafa áhuga á þeim réttindamálum sem varöa þær sjálfar beint. Ungar konur hafa kraft og áhuga til að berjast fyrir jöfnum rétti kvenna og karla en margar þeirra hafa ekki fundið sigí umhverfi Tslenskrar kvennabaráttu. Kvennapólitík á íslandi á morgun! Það er ekkert að þvT sem hefur verið gert. Ef markmiðið er gott þá er hver skipulögð aðgerð að því markmiði að sama skapi góð. Svo einfalt er það. Hættum að velta okkur upp úr því hvað var gert rangt, hætt- um að pota hver í aðra í leit að sökudólg- um. Það gerir alla baráttu kvenna hlægi- lega. Beinum heldur sjónum okkar að stöðunni í dag og því þjóðfélagi sem við búum nú T. Hvað þarf að gera, hvaða leiðir er best að fara og hvernig virkjum viö fleiri til að taka þátt í baráttunni? Mig langar að Ijúka þessu spjalli mínu á því að fjalla stutt um ráðstefnu sem ég stóð fyrir ásamt kvennafulltrúa Stúdentaráðs og Þórnýju Jóhannsdóttur félaga okkar f októ- ber síöastliðnum. Ráðstefnan bar yfirskrift- ina „Kynlegir dagar" og fjallaði um jafnrétti kynjanna. Þegar við félagarnir, ég, Sigrún og Þórný settumst niður til þess aö skipu- leggja dagskrá ráöstefnunnar, sáum við fljótlega að við stefndum í að fara troðnar slóðir. Af reynslu vissum við að í dag eru þessar annars ágætu slóðir ekki líklegar til árangurs, a.m.k. ekki til þess að ná því markmiði sem við settum okkur strax T upp- hafi. En markmiðið var að jafnréttisboð- skapurinn næði til breiðs hóps fólks á öllum aldri, bæði kvenna og karla. Við vildum sér- staklega virkja ungtfólk sem ekki hefurtek- ið þáttí umræðunni um jafnan rétt kynjanna og það sem verra er, hefur ekki talið þá umræðu koma sér við. Við rifum allt sem við höfðum punktað niöur og byrjuðum upp á nýtt. Við þurft- um ný sjónarhorn og nýtt fólk til að nálg- ast umræðuna, T bland við það sem áður hafði komið fram. Mikill tími fór T það að ganga á milli fólks og spyrja hvað það vildi heyra á fimm daga ráð- stefnu um jafnrétti kynjanna. Við spurð- um fólk á öllum aldri, karla jafnt sem konur, fólk úr sem flestum geirum þjóð- félagsins. Að lokum stóðum við uppi með fullt af hugmyndum, sumum nýjum og öðrum gömlum sem hafði bara láðst að ræða á opnum grundvelli. Með þessu móti tókst okkur að ITta á mál- efni jafnréttisumræðunnar út frá fjölbreyttu sjónarhorni og að fá til liðs við okkurfyrirles- ara sem ekki höfðu tekið þátt T þessari mik- ilvægu umræðu fýrr. Ég segi ykkur frá þessu af því að ráð- stefnan var viss sigur, við náðum því mark- miði sem við settum okkur. Okkur tókst að breikka hópinn, okkur tókst að ná til ungs fólks og vekja upp áhuga. Margir komu til okkar Sigrúnar eftir að ráðstefnunni lauk og vildu vera meðíframhaldinu, taka þáttí bar- áttunni og ekki síst, taka þátt í umræðunni ef hún væri einhver. Af einhverjum ástæðum stendur þetta unga fólk í þeirri trú að kvennapólitík og femínTsk hugmyndafræði sé bara fyrir ein- hverja aðra, róttækar kerlingar í mussum! En um leið og hlutirnir eru settir á annað form, poppaðir örlítið upp, skilja þessir sömu einstaklingar ekki, af hverju þeir hafa ekki látið til sín taka fyrr. Hættum að vera pirraðar út í stöðuna í dag, brettum heldur upp ermar og tökumst á við þær áskoranir sem nú blasa við bar- áttu kvenna. Það er áskorun að koma þess- um málum sem víðast inn, að láta sem breiðastan hóp taka þátt. Verum bjartsýnar, þetta er hægt. Starfslaun listamanna Auglýst er eftir umsóknum um starfslaun listamanna hjá Reykjavfkurborg. Menningarmálanefnd borgarinnar velur þá listamenn er starfslaun hljóta. Þeir einir koina til greina við úthlutun starfslauna sem búsettir eru í Reykjavík. Starfslaun skulu veitt í allt að 12 mánuði. Þeir listamenn sem starfslaun hljóta skuldbinda sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi á meðan þeir njóta starfslaunanna. Starfslaunin verða kunngerð á afmælisdegi Reykjavíkur hinn 18. ágúst n.k. og hefst greiðsla þeirra 1. október eftir tilnefningu. Umsóknum um starfslaunin skal skila til Menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar, Kjarvalsstöðum, v/FIókagötu fyrir 1. ágúst n.k. kvnnapólitíkin

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.